8. febrúar, 2024
Allar Fréttir

KRAFTUR, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur, ætlar að perla með Borgfirðingum þriðjudaginn, 13. febrúar í Safnahúsi Borgarfjarðar.  Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum  – komdu og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein.

 

Allir geta komið og perlað með KRAFTI milli kl. 15:00 – 18:00

Kaffi, drykkir og veitingar á staðnum

Tilvalið tækifæri til að eiga skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum

og um leið leggja góðu málefni lið

 

HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR!

Tengdar fréttir

28. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

Föstudaginn 1. mars 2024, milli kl. 10:00 – 12:00   verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!   Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

21. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Verið velkomin í vetrarfríinu!

Safnahúsið er góður valkostur í vetrarfríinu 26.-27. febrúar. Hér verður hægt að: Skoða bækur, föndra, spila, tefla púsla, lita, vefa skoða og búa til listaverk. Nú, eða slaka á. Þetta er jú frí! Verið velkomin á Bjarnabraut 4-6, þessa daga sem alla hina, Opið 10-17 alla virka daga og 11-14 á laugardögum.