6. september, 2024
Allar Fréttir

Í Safnahúsi Borgarfjarðar laugardaginn 7. september n.k., milli kl. 11:00 – 12:00, verður Stefán Þórarinsson með kynningu á væntanlegri bók sinni um síðustu hestasveinana á Víghól í Kjarrá.
Meðfylgjandi mynd er tekin við Réttarhyl hjá Víghóli og á myndinni eru Einar Pétursson, forstjóri Fiskimjölsverksmiðjunnar Kletts í Sundagörðum í Reykjavík og Guðmundur Jónsson, frá Þorgautsstöðum.
Verið hjartanlega velkomin!
Frítt inn á viðburðinn.
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnarbraut 4 – 6, Borgarnesi