3. desember, 2024
Allar Fréttir

Í tengslum við sýninguna „Kaupfélagið“, sem nú stendur yfir í Hallsteinssal Safnahúss Borgarfjarðar, verður boðið upp á spjall, kaffi og kruðerí. Kaffispjallið verður með molum úr sögu Kaupfélags Borgfirðinga þar sem eldri félagsmenn kaupfélagsins koma og segja frá og spjalla við gesti.
KAFFISPJALL kl. 15:00
fimmtudagana 5. desember og 18. desember
Á sýningunni er fjallað um hlutverk kaupfélagsins í samfélaginu og sögu þess í gegnum myndir og skjöl sem safnast hafa á þeim 120 árum sem kaupfélagið hefur starfað.
Sýningin mun standa til 30. desember 2024
Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnabraut 4-6, Borgarnesi
Opið virka daga milli 10:00 – 17:00 og á laugardögum 11:00 – 14:00.