15. maí, 2024
Allar Fréttir

Næstkomandi laugardag, þann 18.maí, er Alþjóðlegi safnadagurinn og í því tilefni opnar Safnahús Borgarfjarðar sumarsýningu sína “ Í dagsins önn“.

Sýningin er tileinkuð heimilinu og þeim miklu framförum sem urðu með tilurð fjöldaframleiðslu tækja og rafvæðingar fyrir heimili landsins í kringum miðja síðustu öld. Velt er upp spurningum um áhrif þessara breytinga á hlutverk húsmóðurinnar.

Sýningaropnun er milli kl. 13:00 – 15:00  laugardaginn 18. maí

Sýningin stendur frá 18. maí til 20. september 2024.

 

Safnahús Borgarfjarðar

Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes

Tengdar fréttir