6. október, 2025
Allar Fréttir

Í dag, 6. október, fengum við í Safnahúsinu góðan gest, Hildi Hákonardóttur sem kom færandi hendi og gaf safninu eintak af nýju bókinni sinni, Ef ég væri birkitré. Var það einkar viðeigandi þar sem eitt af þeim verkum sem eru á sýningunni Breytingar á norðurslóðum sem nú er til sýnis hjá okkur varpar einmitt fram þessari spurningu til gesta og biður þá að setja sig í spor birkis en það er verkið Rætur þrautseigu eftir lista- og fræðimanninn Ásthildi Jónsdóttur.
Þökkum við kærlega fyrir þessa skemmtilegu gjöf og hugulsemi Hildar og um leið hvetjum við sem flesta að koma og skoða sýninguna sem stendur til 2. nóvember nk.