19. september, 2025
Allar Fréttir

Þriðjudaginn 23. september kl. 20:00 kemur til okkar í Safnahúsið blaðamaðurinn kunni Helgi Bjarnason og kynnir bók sína „Bóhem úr Bæjarsveit“. Er þetta þriðja bókin í bókaflokknum Sagnaþættir úr Borgarfirði.
Í bókinni segir Helgi frá Þorsteini Björnssyni frá Bæ í Bæjarsveit. Þorsteinn var guðfræðingur, skáld og rithöfundur, sem ávallt kenndi sig við æskustöðvar sínar, Bæ í Bæjarsveit í Borgarfirði. Segja má að Þorsteinn hafi verið sértakur í háttum og kaus að lifa ekki hefðbundnu borgaralífi heldur fremur sem bóhem.
ALLIR VELKOMNIR.
Safnahús Borgarfjarðar
Bjarnarbraut 4-6, Borgarnes