22. október, 2024
Allar Fréttir

Fimmtudaginn 24. október klukkan 18:00 kemur til okkar í Safnahús Borgarfjarðar Bryndís Fjóla Pétursdóttir og segir frá verkefni sínu “Huldustígur”, sem gengur m.a. út á að efla tengsl og vitund um hulduheima, að efla skilning á rótum okkar og efla vellíðan í eigin umhverfi.

Jafnframt er hluti af verkefninu að safna frásögnum og upplifunum fólks af samskiptum sínum við hulduverur.  Í framhaldi af þessari kynningu verður því hægt að koma í Safnahúsið n.k. laugardag, 26. október og deila frásögnum um huldufólk, en þá mun Olgeir Helgi Ragnarsson skrá þær frásagnir niður, sem fólk vill að varðveitist.  Skráningin er fyrir verkefnið “Álfa minni” sem Heiður H. Hjartardóttir heldur utan um.

 

Verið velkomin og alltaf heitt á könnunni.

 

Safnahús Borgarfjarðar, Bjarnastíg 4-6, Borgarnesi

Tengdar fréttir