18. desember, 2023
Allar Fréttir

Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu, laugardaginn 23. desember, kl. 11:00 – 14:00. Boðið verður upp á notalega samveru og einnig aðstoð við að pakka inn jólagjöfum.
Klukkan 13:00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi, ásamt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði, að leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á meðan við klárum að pakka inn síðustu gjöfunum fyrir jól.
Allir velkomnir, heitt á könnunni og smákökur.