6. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Verið velkomin á sýningaropnun fimmtudaginn 8. febrúar kl. 16:oo – 18:00 á verkum úr safneign Listasafns Borgarness. 

Á sýningunni gefur að líta verk eftir nokkrar af fremstu listakonum Íslands á borð við Ásgerði Búadóttur, Gerði Helgadóttur, Eyborgu Guðmundsdóttur og Nínu Tryggvadóttur.  Listakonurnar, sem eiga verk á sýningunni, hafa allar verið brautryðjendur, hver á sínu sviði. Þær hafa auðgað íslenska menningarsögu með verkum sínum og opnað gáttina fyrir aðrar konur sem vildu helga líf sitt listinni.
Sýningin stendur frá 8. febrúar til 30. mars 2024
Allir velkomnir

Tengdar fréttir

28. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Myndamorgunn á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar

Föstudaginn 1. mars 2024, milli kl. 10:00 – 12:00   verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafns Borgarfjarðar þar sem gestir aðstoða við greiningu ljósmynda úr eigu safnsins. Verið velkomin!   Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar Safnahúsinu, Bjarnarbraut 4-6, Borgarnesi

21. febrúar, 2024
Allar Fréttir

Verið velkomin í vetrarfríinu!

Safnahúsið er góður valkostur í vetrarfríinu 26.-27. febrúar. Hér verður hægt að: Skoða bækur, föndra, spila, tefla púsla, lita, vefa skoða og búa til listaverk. Nú, eða slaka á. Þetta er jú frí! Verið velkomin á Bjarnabraut 4-6, þessa daga sem alla hina, Opið 10-17 alla virka daga og 11-14 á laugardögum.