Í grunnskólum Borgarbyggðar er nemendum boðið upp á málsverði í samræmi við lýðheilsumarkmið. Í frístund stendur nemendum til boða síðdegishressing.
Grunnskólinn í Borgarnesi er hnetu- og eggjalaus skóli.
Rafræn skráning þarf að berast til ritara fyrir 20. hvers mánuðar, bæði í og úr mat. Ekki er hægt að panta aðeins eina máltíð í viku.
—>Rafrænt eyðublað fyrir skráningu í mötuneyti<—
Gjaldskrá fyrir haustmisseri 2024 er eftirfarandi:
Morgunverður, ávextir og grænmeti 160 krónur
Hádegisverður 590 krónur
Systkinaafsláttur:
Foreldrar sem eiga þrjú börn eða fleiri og kaupa mat í mötuneytum grunnskóla Borgarbyggðar fá afslátt ef börnin eru fleiri en tvö. Veittur er 20% afsláttur fyrir þriðja barn, 30% afsláttur fyrir fjórða barn, 40% afsláttur fyrir fimmta barn og 50% afsláttur fyrir sjötta barn. Greitt er fullt gjald fyrir elstu börnin en afsláttur er reiknaður á gjald hinna barnanna í aldursröð. Til að njóta afsláttar þurfa öll börnin að eiga sama lögheimili.
Ferskt salat og ávextir er borið fram með öllum máltíðum.
Athugið að matseðlar geta breyst án fyrirvara.