Þann 2. maí var Opinn dagur í grunnskólanum og var gestum og gangandi boðið að kíkja við og sjá hvað um er að vera í skólanum. Bekkirnir voru með ýmsa viðburði á meðan á opnuninni stóð og var 9. bekkur með kaffisölu ásamt því að selja þær vörur sem þau hönnuðu og framleiddu í nýsköpun í vetur. Allur ágóði sölunnar rennur svo í ferðasjóð þeirra. Þá bauð Bókasafnið upp á bókasafnsgetraun þar sem spurt var Hversu margar bækur hefðu verið lánaðar út árið 2023. Rétt svar er 9007 eintök. Úrslitin úr getrauninni eru svohljóðandi:
Svandís Svava 6. bekk var næst réttu svari – hún giskaði á 8950 eintök. Hún fær bókaverðlaun.
Luise í 6. bekk var með næst bestu ágiskunina – hún giskaði á 9105 eintök. Hún fær aukaverðlaun – bókasafnspassa.
Bókasafnið þakkar öllum þeim 116 sem tóku þátt!
Eins og lesa má þá var ýmislegt í boði og heppnaðist dagurinn virkilega vel. Þökkum við öllum þeim sem lögðu leið sína á þennan opna dag.