Hraunsás III – Deiliskipulagstillaga

Hraunsás III – Deiliskipulagstillaga

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð fyrir verslunar- og þjónustusvæði í landi Hraunsáss III (L204514).

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 16. janúar 2025 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Hraunsáss III í Borgarbyggð.

Tillagan tekur til 19ha svæðis austur af bújörðinni upp við Hvítá, ofan við Barnafoss. Fyrirhugað er að reisa 25 gistihús á 4 lóðum auk 200 fm þjónustuhúss á sér lóð. Aðkoma að svæðinu er frá Hálsasveitavegi (NR518). Aðalskipulagsbreyting er gerð samhliða.

Skipulagstillagan er aðgengileg hér í skipulagsgátt.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 6. mars til og með
19. apríl og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að koma með ábendingu við tillöguna á kynningartíma. Ábendingum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunni þarf að panta tíma hjá skipulagssviði.

Vakin er athygli á að ábendingar teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.

 


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 6. mars, 2025.