Sigmundarstaðir, mælimastur á Grjóthálsi (auglýst að nýju)

Sigmundarstaðir, mælimastur á Grjóthálsi (auglýst að nýju)


Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er hér með auglýst að nýju tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr. 261 þann 13. febrúar 2025 að auglýsa að nýju tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir mælimastur á Grjóthálsi. Um málsmeðferð tillögunnar fer samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan tekur til svæðis innan jarðarinnar Sigmundarstaðir L134748, þar sem áætlað er að reisa tímabundið mælimastur til vindrannsókna. Mastrið sem um ræðir er stálgrindamastur, þríhyrnt með 48 cm breiðum hliðum. Mastrið er allt að 98 m hátt með stögum sem ná allt að 60 m út frá mastrinu. Áætlað er að mastrið standi í 2 ár. Aðkoma að svæðinu er um 350 m frá veginum yfir Grjótháls, Grjótsvegi. Aðkoma að mastrinu er um 365 m bráðabirgðaslóða sem liggur frá Grjótsvegi og að mastrinu. Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

· Skipulagstillagan er aðgengileg í skipulagsgátt (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/192)

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 20. febrúar til og með 6. apríl 2025.
Tekið skal fram að athugasemdir sem bárust á fyrri kynningartíma deiliskipulagstillögunnar gilda við hina endurteknu málsmeðferð nema þeir aðilar sem þær gerðu sendi inn nýjar. Lögbundnir umsagnaraðilar eru beðnir um að staðfesta að fyrri umsögn gildi eða, telji þeir þess þörf, að senda inn uppfærða umsögn.

Fyrri tillaga er aðgengileg HÉR

 


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 20. febrúar, 2025.