Langárbyrgi, veiðihús við Langá (auglýst að nýju)

Langárbyrgi, veiðihús við Langá (auglýst að nýju)

Í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga 123/2010 er hér með auglýst að nýju tillaga að nýju deiliskipulagi í Borgarbyggð.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum nr.  261 þann 13. febrúar 2025 að auglýsa að nýju tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Langárbyrgi, veiðhús við Langá í landi Jarðlangsstaða.  Um málsmeðferð tillögunnar fer samkvæmt 41. gr. skipulagslaga nr.  123/2010.

Deiliskipulagið tekur til lóðarinnar Langárbyrgi, veiðihús (L177317) við Langá í Borgarbyggð og nánasta umhverfi lóðarinnar. Stærð lóðar er 1,37 ha og var hún stofnuð úr jörðinni Jarðlangsstöðum. Á lóðinni er veiðihús á einni hæð sem byggt var 1998 og stækkað 2001 og er gert ráð fyrir stækkun á því. Aðkoma að lóð er út frá Stangarholtsvegi.  Tillagan samræmist Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.

Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar frá 20. febrúar til og með 6. Apríl 2025. Tekið skal fram að athugasemdir sem bárust á fyrri kynningartíma deiliskipulagstillögunnar gilda við hina endurteknu málsmeðferð nema þeir aðilar sem þær gerðu sendi inn nýjar.
Lögbundnir umsagnaraðilar eru beðnir um að staðfesta að fyrri umsögn gildi eða, telji þeir þess þörf, að senda inn uppfærða umsögn.

Fyrri tillaga er aðgengileg HÉR

 


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 20. febrúar, 2025.