Íþróttasvæði O1, íbúðarsvæði Í4 og skólasvæði Þ3 – Breyting á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Íþróttasvæði O1, íbúðarsvæði Í4 og skólasvæði Þ3 – Breyting á Aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag

Í samræmi við 1. mgr. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 41. gr. sömu laga eru hér með auglýstar skipulagstillögur, breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010/2022 og nýtt deiliskipulag fyrir íþróttasvæðið í Borgarnesi.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 13.06.2024 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Íþróttasvæði O1, íbúðarsvæði Í4 og skólasvæði Þ3 í Borgarnesi. Tilgangur breytingar er að skilgreina nánar fyrirhugaða uppbyggingu á núverandi íþróttasvæði í Borgarnesi.

Þann 27.06.2024 samþykkti Byggðarráð Borgarbyggðar að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði í Borgarnesi. Þar er m.a. skilgreind lóð undir núverandi íþróttahús og mögulega stækkun þess og skilgreind lóð undir nýtt knatthús. Tvær lóðir munu falla undir skipulagssvæði íþróttasvæðisins, lóð Skallagrímsgötu 7a var áður á deiliskipulagi skólasvæðis (Þ3) og lóð Þorsteinsgötu 5 sem var áður hluti af íbúðarsvæði Í4. Landfylling er auk þess áætluð á skipulagssvæðinu til þess að gera framtíðarstækkun íþróttasvæðisins mögulega en það liggur að mestu að sjó.

Ofangreindar skipulagsáætlanir er auglýstar í skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (www.skipulagsgatt.is ) frá 22. ágúst til og með 9. september 2024 og er hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögurnar á kynningartíma. Athugasemdum skal skilað í skipulagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa. Ef óskað er nánari kynningu á tillögunum þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.


Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar

Borgarbyggð, 22. júlí, 2024.