Sorphirða

Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í Borgarbyggð og rekur stafsstöð sína á Sólbakka 12, frá og með 1. september taka í gildi breytingar á þjónustu og greiðslufyrirkomulagi á móttökustöðinni ásamt gjaldskrá. Allir fasteignaeigendur í Borgarbyggð sem greiða gjald vegna reksturs gámasvæðis geta sótt rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka.


Rafræn endurvinnslukort fyrir Gámastöðina í Sólbakka

Kortið virkar þannig að þegar komið er inn á gámasvæðið er kortið skannað, starfsmaður á gámasvæðinu tekur út af kortinu í samræmi við það magn af gjaldskyldum úrgangi sem verið er að losa sig við.
Starfsmaðurinn metur magn og tekur út af kortinu í samræmi við magn gjaldskylds úrgangs. Þegar inneignin klárast er innheimt samkvæmt gjaldskrá.

Einungis er klippt af korti fyrir gjaldskyldum úrgangi. Tekið er á móti ógjaldskyldum úrgangi án þess að klippa af kortinu.

Mikilvægt er að úrgangur sem komið er með á gámasvæði sé flokkaður þar sem mikið af úrgangi er gjaldfrjáls en ef flokkuninni er ábótavant þarf að greiða fyrir allan úrganginn.

Endurvinnslukort er sótt á vefslóðina https://borgarkort.is/

 

Endurvinnslukortið inniheldur ákveðið magn, hvert klipp er 0,25 rúmmetrar (jafngildir einni 240 lítra heimilistunnu).

Athugið að setja þarf kortið í rafrænt veski í símanum svo það virki. Þeir aðilar sem ekki eru með rafrænt veski geta prentað út klippikortið og látið skanna kóðann á sorpmóttökustöð. Eftir að endurvinnslukortið hefur verið sótt í síma er hægt að deila því áfram á aðra íbúa húsnæðisins til notkunar. Þannig geta fleiri en einn verið með sama endurvinnslukortið í símanum sínum. Leigjendur sem ekki eru skráðir fyrir fasteign þurfa að fá endurvinnslukort úthlutað frá  eiganda fasteignarinnar. Eigandi fasteignar sækir um endurvinnslukortið og deilir því síðan áfram á leigjanda.

Ekki er hægt að flytja inneign milli ára en gefin er út ný inneign á kort ár hvert. 

 

Íslenska gámafélagið rekur stafsstöð sína á Sólbakka 12
Opnunartímar:
Virka daga kl. 14:00- 18:00
Laugardagar kl.10:00- 14:00
Sunnudaga kl. 14:00- 18:00

Símanúmer: 577-5757

Netfang: igf@igf.is

Nánari upplýsingar má finna hér

Hvað má fara í hvern flokk heimilisúrgangs og hvað má ekki fara?

 

 

Gámafélagið: Flokkun og fræðsla

Flokkun heimilisúrgangs

Flokkun heimilisúrgangs | Úrgangur.is | Umhverfisstofnun (urgangur.is)

 

Íslenska gámafélagið sér um sorphirðu í Borgarbyggð. Sorphirðudagatal fyrir Þéttbýli og Dreifbýli

 

Förgun dýraleifa

Pantanir eru gerðar með því að fylla út eyðublaðaform.
Þjónustupantanir skulu berast fyrir klukkan 8:00 á mánudegi
og fer hirðing fram vikulega á tímabilinu 1. maí til 15. nóvember.
Hirðing fer fram á tveggja vikna fresti á tímabilinu 16. nóvember til
30. apríl. Hirðing hefst á mánudagsmorgni, og getur tekið tvo til
þrjá daga að sinna svæðinu öllu á álagstímum. Panta hér

Söfnun rúlluplasts

Rúlluplast er sótt heim á sveitabæi og þarf plastið að vera hreint,
laust við annað rusl og pakkað saman í bagga. Á sorphirðudagatali má sjá hvenær plasti er
safnað.