roofing

Samþætt þjónusta í þágu farsældar barna

Er skipulögð og samfelld þjónusta sem hefur það að markmiði að stuðla að farsæld barns. Þjónustan er veitt af þeim þjónustuveitendum sem eru best til þess fallnir að mæta þörfum barns og á þjónustan að vera án hindrana. Lög um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna tóku gildi í janúar 2022. 

 

Stigskipt þjónusta

Þjónusta í þágu farsældar barna er veitt á þremur þjónustustigum.

1. stig: Fyrsta stig í þjónustu við börn tilheyrir grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum þeirra í ungbarnavernd, leik-, grunn-, og framhladsskólum. Grunnþjónustu skiptir miklu máli fyrir farsæld barna og með því að grípa snemma inn í er hægt að koma í veg fyrir ýmsa erfiðleika síðar meir. Frysta stigs þjónustu tilheyrir einning einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðningur sem hefur það að markmiði að styðja við farsæld barns. Einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðnngur er þjónusta umfram grunnþjónsutu. Stuðningurinn á við um börn sem glíma við vægan vanda og er stuðningsaðgerðunum ætlað að koma í veg fyrir að vandinn aukist og vaxi.

2. stig: Annars stigs þjónustu við börn á að vera einstaklingsbundin og markvissari en sá stuðningur sem veittur er á fyrsta stigi. Úrræði á öðru stigi eru sérhæfðari og veitt þegar úrræði á fyrsta stigi duga ekki til eða hafa ekki borið árangur.

3. stigi: Þriðja stigs þjónusta við börn á að tryggja að þeim sé ekki hætta búin. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur, barn sem nýtur þjónustu á þessu stigi hefur að jafnaði flókinn og fjölþættan vanda og mikla umönnunarþörf.

Markmið með stigskiptri þjónustu er að sem flest börn fái þjónustu á 1. stigi og að þjónusta þess stigs sé það öflug að færri börn þurfi þá umfangsmiklu þjónustu sem veitt er á 2. og 3. stigi.

Hér má sjá nánari upplýsingar um stigskipta þjónustu:

Tengiliðir í Borgarbyggð
Tengiliður farsældar er starfsmaður sveitarfélags eða ríkis og er staðsettur í mismunandi stöðum eftir æviskeiði barns. Hann skal vera aðgengilegur öllum börnum og foreldrum. Tengiliður farsældar hefur viðeigandi þekkingu til að geta verið foreldrum og barni innan handar. Hann ráðleggur þeim og aðstoðar við að rata í gegnum kerfið og sækja þjónustu við hæfi.
  • Frá meðgöngu að leikskólagöngu barns er tengiliður farsældar starfsmaður í heilsugæslu.
  • þegar barn er á leik, grunn – og framhaldsskóla (upp að 18 ára) er tengiliður farsældar starfsmaður skóla.
  • Börn sem á einhvern hátt falla á milli ofangreindra þjónustukerfa hafa aðgang að tengilið hjá félagsþjónustu Borgarbyggðar
Leiksólinn Andabær
Þóra Magnea Magnúsdóttir thora.magnusdottir@borgarbyggd.is
Leikskólinn Hnoðraból
Sjöfn G. Vilhjálmsdóttir  sjofn@borgarbyggd.is
Leikskólinn Hraunborg
Sigurlaug Kjartansdóttir sigurlaug@hjalli.is
Leikskólinn Klettaborg
Anna Gyða Bergsdóttir agb@borgarbyggd.is
Leikskólinn Ugluklettur
Ágústa Hrönn Óskarsdóttir agusta.oskarsdottir@borgarbyggd.is
Grunnskólinn í Borgarnesi
Arna Einarsdóttir – yngstastig arna@grunnborg.is
Huld Hrönn Sigurðardóttir – miðstig huldahronn@grunnborg.is
Kristín Valgarðsdóttir – unglingastig kristinv@grunnborg.is
Grunnskóli Borgarfjarðar
María Jónsdóttir maria@gbf.is
Menntaskóli Borgarfjarðar
Elín Kristjánsdóttir elin@menntaborg.is
Heilbrigðisstofnun Vesturlands – Borgarnesi
Oddný Böðvarsdóttir oddny.e.bodvarsdottir@hve.is
Íris Björg Sigmarsdóttir iris.sigmarsdottir@hve.is
Málstjórar farsældar

Hlutverk málstjóra farsældar er meðal annars að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjónsutu og aðstoða við að tryggja aðgang að mati eða greiningu eftir þörfum barns. Málstjóri á að hafa hagsmundi barns að leiðarljósi og sinna hlutverki sínu í samstarfi við barn og foreldra.

Til þess að málstjori geti hafið vinnu í máli barns þarf að liggja fyrir beiðni um samþættingu þjónustu og ástæða til þess að ætla að barn þurfi fjölþætta þjónustu á öðru og/eða þriðja stigi. Málstjórar hjá Borgarbyggð starfa á fjölskyldusviði sveitarfélagsins.

Stofnað er stuðningsteymi sem í sitja fulltrúar þjónustuveitenda sem veita barninu þjónustu. STuðningsteymið gerir skriflega stuðnigsáætlun fyrir barnið þar sem þjónusta sem er veitt í þágu farsældar barnsins er samþætt. Stuðningsteymið hefur með sér reglubunda samvinnu um framkvæmd stuðningsáætlunarinnar þann tíma sem áætlunin varir.

Hér má sjá nánari upplýsingar um hlutverk málstjóra.

Málstjórar á 2.stigi eru:

Margrét H. Gísladóttir  margret.gisladottir@borgarbyggd.is

Fjóla Benediktsdóttir   fjola.benediktsdottir@borgarbyggd.is

Kolbrún Tara Arnarsdóttir kolbrun.arnarsdottir@borgarbyggd.is