Launakjör sveitarstjórnar, byggðarráðs, nefnda og vinnuhópa hjá Borgarbyggð
Laun sveitarstjórnar, byggðarráðs, nefnda og vinnuhópa hjá Borgarbyggð eru reiknuð út
frá þingfararkaupi alþingismanna. Þingfararkaup alþingismanna er frá 1. júlí 2023: Kr. 1.459.841.-
Byggðarráð samþykkir að miða laun hér eftir við þingfararkaup og að þau þróist í samræmi við þau. Hlutfallið verði eftirfarandi:
Sveitarstjórnarfólk 20% af þingfararkaupi
Varamenn í sveitarstjórn 5% af þingfararkaupi fyrir fund
Forseti sveitarstjórnar 30% af þingfararkaupi
Formaður byggðarráðs 30% af þingfararkaupi
Byggðarráðsfulltrúar 20% af þingfararkaupi
Áheyrnarfulltrúar í Byggðarráði 15% af þingfararkaupi
Varamenn í byggðarráði 5% af þingfararkaupi fyrir fund
Formennska í fastanefnd 3% af þingfararkaupi fastar greiðslur per mánuð
Aðrir fastanefndarmenn 3% af þingfararkaupi per fund
Áheyrnarfulltrúar í fastanefnum 2% af þingfararkaupi
Formenn vinnuhópa/stýrihópa/ráða og annara nefnda 3% af þingfararkaupi per fund
Aðrir í vinnu/stýrihópum/ráðum og öðrum nefndum 2% af þingfararkaupi per fund
Sveitarstjórnarfulltrúar og nefndarmenn fá greitt fyrir þá fundi og ráðstefnur sem haldnir eru í öðrum sveitarfélögum, sem sveitarfélagið sendir þá á. Greiðslan skal samsvara greiðslu fyrir setu á einum fundi fastanefndar.
Miðað skuli við að nefndarfundir séu alla jafna ekki lengri en 2,5 klukkustund. Fari fundur fram yfir 3 klukkustundir skal boða til annars fundar eða málum frestað til næsta fundar nefndarinnar.
Sveitarstjórnarfulltrúar verði skilgreindir sem hluti af mannauði Borgarbyggðar. Starfsskilyrði þeirra verði sett á dagskrá byggðarráðs með reglulegu millibili og það rætt hvernig sveitarstjórnarfulltrúum gangi að sinna sínum skyldum, hvort þau hafi góðan aðgang að nauðsynlegum gögnum, aðbúnaður sé viðunandi, aðgangur að fræðslu við hæfi sé til staðar o.þ.h. Forseti sveitarstjórnar ber ábyrgð á þessum þætti.
Starfshópurinn leggur til að í upphafi hvers kjörtímabils sveitarstjórnar skuli sveitarstjórnarfulltrúar og nefndarmenn setja sér samskiptasáttmála.
Sveitarstjórnarfulltrúar hafa rétt á að fá tölvu á vegum sveitarfélagsins í upphafi kjörtímabils til afnota í störf á vegum sveitarfélagsins.
Fulltrúar í byggðarráði fá greiddar kr. 5.000 á mánuði fyrir notkun á eigin síma. Aðrir fulltrúar í sveitarstjórn fá greiddar kr. 3.500 á mánuði fyrir notkun á eigin síma. Akstur kjörinna fulltrúa vegna sveitarstjórnarfunda, byggðarráðsfunda, funda í nefndum á vegum Borgarbyggðar og annarra funda sem boðað er til af sveitarstjóra Borgarbyggðar er greiddur skv. framlögðum akstursdagbókum. Akstur vegna undirbúnings sveitarstjórnarfunda og byggðarráðsfunda er greiddur að hálfu samkvæmt akstursdagbók.