Reikningar

Reikningar frá Borgarbyggð

Borgarbyggð gefur út fjölda reikninga í hverjum mánuði, dæmi um það sem er verið að innheimta eru leikskólagjöld, fasteignagjöld, akstur, byggingarleyfisgjöld, skipulagsgjöld, frístund, gæludýragjöld og leiga á félagsheimilum. Frá og með 1. janúar 2025 verða reikningar ekki sendir út á pappírsformi nema fram komi sérstök ósk um slíkt, beiðni skal senda á innheimta@borgarbyggd.is

Allar upphæðir reikninga frá Borgarbyggð birtast í netbanka/appi greiðanda undir Ógreiddir reikningar og eru reglubundnir reikningar merktir með textalykli bankanna þannig að grunnupplýsingar ættu að koma fram, undantekning frá þessu eru tilfallandi reikningar sem eru ekki reglulega, þá er settur textalykillinn Reikningur þar sem aðrir textar eiga ekki við.

Til að nálgast nánari upplýsingar um hvað er verið að innheimta fyrir þarf að skrá sig inn á Þjónustugátt á heimasíðu sveitarfélagsins borgarbyggd.is með rafrænum skilríkum. Eftir innskráningu er aðgengilegt að skoða reikninga og sundurliðun þeirra undir Gjöld, einnig er hægt að skoða yfirlit aftur í tímann yfir greiðslur, dagsetningar og upphæðir.

Vinsamlega athugið að reikningar frá Borgarbyggð eru ekki birtir undir Rafrænir skjöl í netbönkum.


Fasteignagjöld

Álagning fasteignagjalda fer fram í seinni hluta janúar ár hvert. Fasteignagjöldum ársins er skipt á 10 gjalddaga, frá janúar til október, með eindaga mánuði síðar.

Ef heildargjöld ársins eru undir kr. 25.000 er einn gjalddagi á árinu, þann 15. maí með eindaga mánuði síðar.

Gjalddagar ársins 2024: 25. jan, 15. feb, 15. mar, 15. apr, 15. maí, 15. júní, 15. júl, 15. ágú, 15. sep og 15. okt.  Eindagar eru mánuði eftir gjalddaga.

Álagningarseðlar fasteignagjalda eru birtir í pósthólfi eiganda fasteigna á island.is í lok janúar á hverju ári en island.is er upplýsinga- og þjónustuveita opinberra aðila á Íslandi.

Upphæðir vegna fasteignagjalda birtast fasteignaeigendum í netbanka undir Ógreiddir reikningar en yfirlit yfir reikninga og greiðslur er á heimasíðu Borgarbyggðar undir Þjónustugátt .


Boðgreiðslur af kortum

Alla reglubundna reikninga frá Borgarbyggð er hægt að skrá í boðgreiðslur af kreditkorti, greiðandi sendir beiðni á innheimta@borgarbyggd.is með upplýsingum um kennitölu sína og hvaða reikninga viðkomandi óskar eftir að setja í boðgreiðslur. Innheimta sendir þá hlekk í tölvupósti þar sem greiðandi skráir inn kortanúmer sitt og samþykkir skuldfærslur af kortinu sínu. Vinsamlega ekki senda kortanúmer eða aðrar viðkvæmar upplýsingar í tölvupósti.


Beingreiðslur í banka

Bankar bjóða upp á þá þjónustu að skuldfæra reglubundna reikninga beint af bankareikningi, greiðandi hefur þá samband við sinn viðskiptabanka til að skrá sig í beingreiðslu.


Rafrænir reikningar frá Borgarbyggð

Fyrirtæki og lögaðilar sem taka á móti rafrænum reikningum með skeytamiðlun eru hvattir til að óska eftir að fá rafræna reikninga senda, beiðni skal senda á innheimta@borgarbyggd.is

Fyrirtæki geta nálgast allar nánari upplýsingar um útgefna reikninga frá Borgarbyggð í Þjónustugátt – Gjöld á borgarbyggd.is