roofing

Þjónusta í þágu farsældar barna er veitt á þremur þjónustustigum.

1. stig: Fyrsta stig í þjónustu við börn tilheyrir grunnþjónusta sem er aðgengileg öllum börnum og foreldrum þeirra í ungbarnavernd, leik-, grunn-, og framhladsskólum. Grunnþjónustu skiptir miklu máli fyrir farsæld barna og með því að grípa snemma inn í er hægt að koma í veg fyrir ýmsa erfiðleika síðar meir. Frysta stigs þjónustu tilheyrir einning einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðningur sem hefur það að markmiði að styðja við farsæld barns. Einstaklingsbundinn og snemmtækur stuðnngur er þjónusta umfram grunnþjónsutu. Stuðningurinn á við um börn sem glíma við vægan vanda og er stuðningsaðgerðunum ætlað að koma í veg fyrir að vandinn aukist og vaxi.

2. stig: Annars stigs þjónustu við börn á að vera einstaklingsbundin og markvissari en sá stuðningur sem veittur er á fyrsta stigi. Úrræði á öðru stigi eru sérhæfðari og veitt þegar úrræði á fyrsta stigi duga ekki til eða hafa ekki borið árangur.

3. stigi: Þriðja stigs þjónusta við börn á að tryggja að þeim sé ekki hætta búin. Á þriðja stigi er veittur sérhæfðari stuðningur, barn sem nýtur þjónustu á þessu stigi hefur að jafnaði flókinn og fjölþættan vanda og mikla umönnunarþörf.

Markmið með stigskiptri þjónustu er að sem flest börn fái þjónustu á 1. stigi og að þjónusta þess stigs sé það öflug að færri börn þurfi þá umfangsmiklu þjónustu sem veitt er á 2. og 3. stigi.

Hér má sjá nánari upplýsingar um stigskipta þjónustu: