Gleipnir

Gleipnir hefur að leiðarljósi að stuðla að nýsköpun, rannsóknum, fræðslu og frumkvöðlastarfi á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, nýtingu náttúrugæða, ferðaþjónustu og menningartengdrar starfsemi. Með samstilltu átaki ætla aðilarnir að skapa umhverfi fyrir samvinnu, þróun og miðlun ólíkrar þekkingar á sviði rannsókna, nýsköpunar og sjálfbærni með það að leiðarljósi að styrkja samkeppnisstöðu íslensks samfélags, efla atvinnu og byggðaþróun og auka lífsgæði í landinu.

Tilgangur setursins er að leiða og byggja upp samstarf stofnaðila, stjórnvalda og annarra hagaðila þar sem lögð verður áhersla á að efla rannsóknir og hagnýtingu þeirra, stefnumótun, nýsköpun og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála.

Setrinu er ætlað að vera virkur þátttakandi í að ná fram markmiðum og skuldbindingum stjórnvalda á sviðum nýsköpunar og fræðslu á sviði landbúnaðar, matvælaframleiðslu, sjálfbærni og loftslagsmála, auk þess að efla nýsköpunar- og frumkvöðlastarf á landsbyggðinni.

Gleipnir nýsköpunar- og þróunarsetur var stofnað í maí 2022 af 13 stofnaðilum: Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Landsvirkjun, Borgarbyggð, Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi, Háskóla Íslands, Íslandsstofu, Orkustofnun, Breið þróunarfélagi, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, Símenntunar á Vesturlandi, Hugheimum – frumkvöðla- og nýsköpunarsetri og Auðnu tæknitorgi.

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið gerðist aðili að Gleipni í mars 2023.

Ragnheiður I. Þórarinsdóttir
Formaður

Kjartan Ingvarsson
Aðalmaður

Margrét Jónsdóttir
Aðalmaður

Eva Margrét Jónudóttir
Aðalmaður

Páll S. Brynjarsson
Aðalmaður

Einar Mäntylä
Varamaður

Pétur Þ. Óskarsson
Varamaður

Stefán V. Kalmansson
Varamaður

Áshildur Bragadóttir
Varamaður

Alexander Schepsky
Framkvæmdastjóri