Hreinsunarátak í dreif- og þéttbýli 2025

Hreinsunarátak í þéttbýli vorið 2025.

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir vikuna 23.-29. apríl nk. á eftirfarandi stöðum:

· Bifröst

· Varmaland

· Hvanneyri – BÚT-hús

· Kleppjárnsreykir – gryfjan við Litla-Berg.

 

Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847

 

Vakin skal athygli á því að gámar eru ekki fyrir úr sér gengin ökutæki!

 

Minnt er á 7.2.2.gr. byggingarreglugerðar:

Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa og runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götur, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.

 

Hreinsunarátak í dreifbýli sumarið 2025.

Gámar fyrir gróðurúrgang og timbur verða aðgengilegir í sumar á eftirfarandi stöðum:

 

5.-11. júní.

· Bæjarsveit.

· Brautartunga.

· Bjarnastaðir – á eyrinni.

· Síðumúli.

· Lundar.

 

13.-19. Júní.

· Lyngbrekka.

· Lindartunga.

· Eyrin við Bjarnadalsá (Norðurárdalur).

· Högnastaðir.

 

Ef gámar eru að fyllast þá biðjum við ykkur vinsamlegast hafði samband við Gunnar hjá ÍGF í síma 840-5847

 

Vakin er athygli á að söfnunarátak fyrir brotajárn verður með svipuðum sniði í haust og undanfarin ár þar sem brotajárn verður sótt heim að bæ.