Frístundaheimili

Borgarbyggð starfrækir frístundaheimili við Grunnskólann í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar (við Hvanneyrar- og Kleppjárnsreykjadeild). Þar er 6 – 9 ára börnum boðið upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að skóladegi lýkur.

Leitast er við að bjóða upp á spennandi viðfangsefni sem veita börnum útrás fyrir leik- og sköpunarþörf. Leiðarljós frístundaheimilanna er að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskist í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu.

Þjónusta við börn með sérþarfir er skipulögð í hverju frístundaheimili fyrir sig í samvinnu við foreldra, skóla og aðra fagaðila sem tengjast börnunum.

 

UMSÓKNARVEFUR

 

Borgarsel

Grunnskólinn í Borgarnesi
Netfang: fristund.borgarnes@borgarbyggd.is
Sími: 847-7997
Opnunartími: 13-16:15

Ólátagarður

Grunnskóli Borgarfjarðar (Hvanneyrardeild)
Netfang: fristund.hvanneyri@borgarbyggd.is
Sími: 776-6008
Opnunartími: Frá skólalokum til 16:00

Frístund á Kleppjárnsreykjum

Grunnskóli Borgarfjarðar (Kleppjárnsreykjadeild)
Netfang: fristund.kleppjarnsreykir@borgarbyggd.is
Sími: 768-2225
Opnunartími: 14:15-16:00