Áhaldahús
Áhaldahús Borgharbyggðar sinnir margvíslegum verkefnum sem snúa að þjónustu við íbúa og stofnanir sveitarfélagsins. Starfsfólk áhaldahúss sinna ýmsum viðhalds- og rekstrarverkefnum sem og ýmsum smærri framkvæmdum í sveitarfélaginu.
Verkefni sem starfsmenn áhaldahúss sinna eru mörg, fjölbreytt og mörg hver árstíðabundin. Mörg verkefni snúa að því að fegra sveitarfélagið og annast viðhald, viðgerðir og eftirlit á ýmsu er tilheyrir gatnakerfinu, göngustígum, opnum svæðum og leikvöllum.
Nokkur dæmi um verkþætti:
- Snjómokstur og hálkuvarnir
- Almenn hreinsun
- Viðhald og umhirða á gróðurbeðum
- Grassláttur
- Þökulagnir
- Umhirða á gróðri
- Hellulagnir
- Viðhald og nýsmíði á timburverki
- Jólaskreytingar
- Ýmis þjónusta við stofnanir bæjarins
- Ýmis þjónusta, ráðleggingar og ráðgjöf til íbúa bæjarins
- Gjaldtaka og eftirlit Bjarnhóla
- Gámasvæði á Sólbakka
Umsókn að urðunarsvæðinu á Bjarnhólum
Senda skal tölvupóst á bjarnholar@borgarbyggd.is og sækja um aðgengi að svæðinu til að losa efni til urðunar. Koma þarf fram fullt nafn, kennitala, heimilisfang, hvaða efni, magn efnis í rúmmetrum.
Gjaldskrá vegna úrgangs sem verktakar hafa gert samning við Borgarbyggð um að farga megi á urðunarstaðnum við Bjarnhóla skal vera með eftirfarandi hætti, virðisaukaskattur innifalinn.
Gjaldskrá vegna þessa liðar skal taka breytingum í takt við byggingarvísitölu um hver áramót.
Neðangreind verð miða við grunnvísitölu í desember 2023:
Timbur (ómengað og hæft í kurlun): 1.720 kr. per m³
Garðaúrgangur: 720 kr. per m3
Jarðvegur: 720 kr. per m3
Grjót og múrbrot: 2.225 kr. per m3
Hrossatað: 1.280 kr. per m3
Ekki verður heimilt að meðhöndla annan úrgang en að ofan greinir á þessum urðunarstað.
Urðunarstaðurinn er afgirtur, læstur og undir eftirliti.
Umsókn um stöðuleyfi á gámasvæði á Sólbakka þarf að fara í gegnum þjónustugátt sveitarfélagsins Innskráning | Borgarbyggð (ibuagatt.is) Leigutakar skulu eiga lögheimili í Borgarbyggð, eiga fasteign í Borgarbyggð eða vera með atvinnustarfsemi í Borgabyggð.
Gámar á gámasvæðinu skulu vera snyrtilegir og málaðir. Óheimilt er að geyma hluti ofan á gámum sem eru á svæðinu. Heimilt er að synja um geymslu gáma sem ekki uppfylla kröfur skv. þessari grein.
Svæðið er læst en hægt að fá lykil, taka þarf fram í umsókn hvort óskað er eftir lykli. Leigutaki skal leggja fram með staðgreiðslu 12.600,- króna tryggingu við afhendingu lykils af svæðinu. Tryggingin endurgreiðist við skil á lykli við lok leigutíma.