Sértæk þjónusta fyrir fatlaða

Þjónusta við fatlaða er veitt skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir, lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, reglugerðum þeim tengdum og sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra.

Helstu þjónustuþættir eru eftirfarandi:

Búsetuþjónusta

Búsetuþjónusta er veitt fólki með fötlun, sem er 18 ára eða eldra, hvort sem það býr í eigin húsnæði, leiguhúsnæði eða íbúðakjarnanum við Skúlagötu/Brákarbraut. Þjónustan er veitt samkvæmt þjónustusamningi við viðkomandi aðila og byggir á mati á þjónustuþörf að höfðu samráði við viðkomandi eða talsmann hans. Í búsetuþjónustu felst heimilishjálp, félagsleg liðveisla og frekari liðveisla.

Heimililshjálp

Heimilishjálp er aðstoð við almennt heimilishald,- þrif, þvotta o.þ.h.

Félagsleg liðveisla

Félagsleg liðveisla er hugsuð til að koma í veg fyrir félagslega einangrun og er fyrst og fremst aðstoð til að njóta menningar- og félagslífs.

Frekari liðveisla

Frekari liðveisla er sú aðstoð sem þarf, til viðbótar við heimilishjálp og félagslega liðveislu, til að fólk með fötlun geti haldið eigin heimili og felur í sér margháttaða aðstoð við ýmsar athafnir daglegs lífs.

Ferðaþjónusta

Borgarbyggð rekur ferðaþjónustu fyrir aldraða og fatlaða.

Ráðgjöf

Aðgangur er að ráðgjöf.

Aldan

Fyrir hendi er verndaður vinnustaður þar sem unnið er við ýmiskonar störf.

Þjónusta við börn / fjölskyldur fatlaðra barna

Fötluð börn geta átt rétt á liðveislu og stuðningsfjölskyldu.