Fjárhagsaðstoð

Fjárhagsaðstoð er annars vegar veitt vegna framfærslu einstaklinga og fjölskyldna og hinsvegar vegna sérstakra útgjalda. Rétt til fjárhagsaðstoðar eiga þeir sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, hafa tekjur undir ákveðnum viðmiðunarmörkum og geta ekki séð sér og sínum farborða með öðrum hætti.

Fjárhagsaðstoð skal veitt í eðlilegum tengslum við önnur úrræði félagsþjónustu, svo sem ráðgjöf og leiðbeiningar, sbr. V. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Jafnan skal kanna til þrautar rétt umsækjanda til annarra greiðslna, s.s. frá almannatryggingum, atvinnuleysistryggingum, lífeyrissjóðum og sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Ávallt skal kanna möguleika á annarri aðstoð en fjárhagsaðstoð svo sem ráðgjöf og leiðbeiningum.