Félagsleg ráðgjöf
Unnt er að leita til félagsþjónustu eftir upplýsingum og aðstoð varðandi ýmis réttindamál og/eða stuðningi vegna félagslegs og persónulegs vanda. Markmið félagslegrar ráðgjafar er alltaf að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur fái sem best notið sín.
Félagsleg ráðgjöf tekur m.a. til ráðgjafar vegna eftirfarandi:
- Réttinda til ýmissa bóta
- Samskipta í fjölskyldunni
- Málefna barna- og unglinga
- Fjárhagserfiðleika
- Hjónaskilnaða
- Fötlunar
- Öldrunar
Starfsfólk félagsþjónustu er bundið þagnarskyldu um málefni einstaklinga sem þangað leita.