Félagsleg heimaþjónusta

Markmið félagslegrar heimaþjónustu er að efla einstaklinga til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst í heimahúsi, við sem eðlilegastar aðstæður.

Heimilishjálp er veitt öldruðum, öryrkjum og vegna tímabundinna veikinda eða erfiðra félagslegra aðstæðna. Í þeim tilvikum sem umsækjandi deilir heimili með fullorðnum einstaklingi sem á ekki við veikindi að stríða er að öllu jöfnu ekki veitt heimaþjónusta

Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita:

  • Þrif/ aðstoð við heimilishald, í því getur falist ryksugun, þurr- og blautmoppun gólfa, þrif á baðherbergi (vaskur, salerni, baðkar og/eða sturta), afþurrkun, aðstoð við almenn tiltekt, rúmfataskipti, aðstoð við þvott og aðstoð við matseld.
  • Ekki er veitt aðstoð við þrif á sameign, stórhreingerningar, uppvask og önnur sérhæfð verkefni og þrif.
  • Aðstoð við persónulega umhirðu, í því getur falist að klæðast og aðstoð og fylgd við rekstur erinda.
  • Félagslegan stuðning með innliti og samveru til að rjúfa félagslega einangrun í stuttan tíma í einu.
  • Aðstoð við umönnun barna þegar um er að ræða sérstaklega erfiðar fjölskylduaðstæður t.d. vegna fötlunar, veikinda eða félagslegra erfiðleika.
  • Kvöld- og helgarþjónustu í formi innlita og stuttrar viðveru.

Umfang þjónustunnar fer eftir mati og þörfum hverju sinni.