Sumarfjör 2025
Sumarfjör 2025
Skráning í sumarfjörið hefst fimmtudaginn 27.mars kl. 17:00. Skráning fer fram hér, á skráningavef Völu.
Boðið verður upp á vikunámskeið frá kl. 9:00-16:00.
Við stefnum á að bjóða upp á viðbótartíma milli 8:00 og 9:00 sem skrá þarf sérstaklega í.
Sumarfjör er leikjanámskeið fyrir börn í 1.-4.bekk í Borgarbyggð.
Hver vika í sumarfjöri er þematengd. Aðaláhersla er lögð á útivist og leik og farið er í stuttar ferðir.
Nánari upplýsingar um dagskrá sjáið þið í meðfylgjandi skjali (Drög að dagskrá)
Sumarfjörið hefst 10. júní og lokadagur er 19 ágúst.
Sumarlokun er frá og með miðvikudeginum 9. júlí til og með mánudeginum 4. ágúst.
Sumarfjör hefst aftur eftir sumarfrí þriðjudaginn 5.ágúst kl.10:00.
Umsóknarfrestur er til 18.maí.
Við mælum þó alltaf með að skrá börn sem fyrst þar sem fjöldatakmörk eru á námskeiðin.
Ef námskeið fyllist er hægt að skrá barn á biðlista.
Afskráning:
Ef þið viljið af einhverjum ástæðum afskrá börn af námskeiði þarf að afskrá:
Fyrir júní & júlí námskeið lýkur afskráningu sunnudaginn 1.júní
Fyrir ágúst námskeið lýkur afskráningu sunnudaginn 20.júlí
Vinsamlegast athugið að eftir að afskráningartíminn er liðinn er skráning barns bindandi.
Gjaldskrá:
Verð fyrir vikuna = 9.250 kr
Viðbótarstund fyrir vikuna frá kl.8:00 – 9:00 = 2.900 kr
Systkinaafsláttur er 50% fyrir systkini sem skráð eru í sömu vikuna í Sumarfjör.
Rútuferðir
Boðið verður upp á rútuferðir á starfsstöð í byrjun dags og til baka seinnipartinn:
GBF- hringurinn: Baula (verslun), Kleppjárnsreykir (Hverinn sjoppan) og Hvanneyri (grunnskóli) – Borgarnes (grunnskóli).
Bifröst: Stoppistöð í strætóskýlinu
Mýrar: Stoppustöðvar eru á Lyngbrekku & Brúarfossi.
Lágmarkskráning í rútuferðir eru fjögur börn. Ef lágmarksskráning næst ekki munum við leita annarra lausna.
Skrá þarf börnin í rútuferðirnar inni á Abler appi eða vefsíðu Abler
Símanúmer Sumarfjörs er 847-7997. Ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar. Við erum einnig með netfangið sumarfjor@borgarbyggd.is