67-Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd

  1. fundur umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 26. október 2018 og hófst hann kl. 09:00

 

Fundinn sátu:

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Davíð Sigurðsson, Guðveig Eyglóardóttir og Ragnar Frank Kristjánsson.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 67

 

1. Refa- og minkaeyðing – 1809127
Gestir
Jón Axel Jónsson – 09:00
Jón Axel Jónsson kom á fundinn og fór yfir sína sýn á fyrirkomulagi refa – og minkaveiði í sveitarfélaginu og breytinga á því. Nefndin þakkar honum fyrir fróðlegt erindi og góðar ábendingar.
2. Beiðni um afgirt svæði fyrir hunda í Borgarnesi – 1810048
Framlagt erindi Sigríðar Dóru Sigurgeirsdóttur, hundaeiganda í Borgarnesi um að komið verði upp afgirtu svæði fyrir hunda. Nefndin þakkar erindið og felur umhverfis – og skipulagssviði að útfæra hugmyndir að slíku svæði fyrir næsta fund nefndarinnar.
3. Ferjubakki II – Óverulega breyting á deiliskipulagi – 1810133
Gestir
Sigurður Friðgeir Friðriksson – 10:20
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ferjubakka II í Borgarbyggð til grenndarkynningar. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 30. ágúst 2018. Breytingin tekur til færslu á stækkun bílageymslu, hámark byggingarmagns bílageymslu er aukið úr 80 m² í 100 m² ásamt hliðrun byggingarreits íbúðarhúss á Ferjubakka 2. Á austurhluta skipulagsvæðis er stofnuð ný lóð Ferjubakki 2, Miðbæjarklettur, sú lóð er tekin úr landi Ferjubakka 2, Miðbær (L 135029). Stofnun lóðar Miðbæjar 2 fór ekki í gegnum deiliskipulagsbreytingu. Í þessari deiliskipulagsbreytingu er lóð Miðbæjar 2 sett inn á deiliskipulag ásamt því að hún er stækkuð úr 1.500 m² í 1.833 m² að norðanverðu. Á gildandi skipulagsuppdrætti eru byggingareitir sem fyrirhugað var að fjarlægja. Búið er að fjarlæga þær byggingar og þar með eru reitirnir teknir út af uppdrætti. Nöfn á íbúðarhúsum eru uppfærð Miðbær 2 og Ferjubakki 2. Nefndin leggur til að grenndarkynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi landareigna. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
4. Hraunsnef – lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – 1808210
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsnef. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar, bæta við frístundabyggð (F148) á um 21 ha svæði í landi Hraunsnefs, innan frístundasvæðisins verða 12 frístundahús. Bent er á að hér er um að ræða breytta lýsingartillögu, sem áður hefur verið auglýst, og kemur þessi lýsing í stað þeirrar fyrri. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdatímabili. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum við gerð tillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
5. Framtíðarsvæði fyrir gámastöð – 1810134
Framlagt erindi frá Íslenska Gámafélaginu þar sem félagið óskar eftir lóð fyrir gámastöð.
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að Íslenska Gámafélagið sæki um lóðirnar Sólbakka 29 og 31 sem tilteknar eru í erindi þeirra.
6. Umsókn um landsvæði til íþróttaiðkunar – 1804089
Umhverfis- og skipulagssvið leggur til að gamalt efnistökusvæði sem er við Snæfellsnesveg norðvestan við Borgarnes, komi til greina fyrir mótorkrossbraut. Ekið er inn á svæðið gegnt Þursstaðaafleggjara.
Stærð svæðis ætti að geta rúmað mótorkrossbraut í Borgarbyggð. Sér afrein er fyrir svæðið sem væri samnýtt af einum sumarbústað ef til framkvæmda kemur. Bílastæði væri svo strax við veginn þegar inn á svæðið kemur. Lega brautar og frekari útfærslur eins og hljóðmanir og öryggisatriði myndu svo ráða endanlegri legu brautarinnar innan svæðisins.
Gestir
Sigurður Friðgeir Friðriksson – 10:45
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja hönnunar- og skipulagsferli málsins.
7. Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 153 – 1810012F
Fundargerðin framlögð

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:55