468-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 1. nóvember 2018 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Lilja Björg Ágústsdóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Gunnlaugur A. Júlíusson og Eiríkur Ólafsson.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 468

 

1. Fjárhagsáætlun 2019 – 1806099
Framhaldið vinnu við fjárhagsáætlanagerð Borgarbyggðar. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti stöðu vinnunnar.
GE leggur fram eftirfarandi bókun „Undirrituð situr hjá við afgreiðslu málsins. Engin gögn tengd fjárhagsáætlun fylgdu með fundarboði. Engin framkvæmdaáætlun er lögð fram á fundinum. Undirrituð lýsir vonbrigðum með seinagang í vinnubrögðum meirihlutans og tafir á gögnum sem eiga með réttu að liggja fyrir fundinum.“
MSS, fyrir hönd meirihluta byggðarráðs leggur fram eftirfarandi bókun „Undirrituð benda á að boðaður verður aukafundur í byggðarráði næstkomandi mánudag þar sem lögð verður fram framkvæmdaráætlun og heilstæð fjárhagsáætlun. Bent er á að gögn sem tengjast vinnu fjárhagsáætlunar eru í fundargátt þó svo að ekki fylgi ný skjöl fundarboði.“
2. Bætt starfsumhverfi leikskóla – 1810068
Framlögð skýrsla um bætt starfsumhverfi leikskóla sem lögð var fram á fundi fræðslunefndar þann 18. október sl. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og þau áhersluatriði sem komu fram í henni. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að útfæra tillögurnar og með hvaða hætti hægt er, í áföngum, að koma til móts við þær tillögur sem fram koma í skýrslunni. Einnig að kanna skörun tillagna við gildandi kjarasamninga. Byggðarráð telur ekki rétt að loka leikskólum milli jóla og nýárs.

 

Skýrsla – bætt starfsumhverfi leikskóla

3. Gæðamál – verkferlar – 1810189
Gæðamál og verkferlar. Formaður ræddi um þörf fyrir að styrkja móttöku og afgreiðslu erinda með úttekt á verkferlum og læra af reynslu annarra sveitarfélaga í því sambandi. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um sérfræðinga á þessu sviði sem gætu tekið slíkt verk að sér og afla verðtilboða.
4. Ljósleiðari Borgarbyggðar – opnun tilboða – 1810071
Tilboð í lögn ljósleiðara í Borgarbyggð. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um niðurstöður Ríkiskaupa á mati á framkomnum tilboðum. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka tilboði SH leiðarans sem var lægstbjóðandi í verkið.
5. Eldriborgararáð 2018 – 2022 – 1810073
Tilnefning í eldriborgararáð fyrir tímabilið 2018-2022. Eftirfarandi voru tilnefndir af hálfu Borgarbyggðar: Sigurður Helgason, Ingibjörg Hargrave, Sigurður Oddsson, Rannveig Lind Egilsdóttir. Fyrir Félag eldriborgara í Borgarfjarðardölum: Pétur Jónsson og Sigríður Blöndal. Fyrir Félag eldri borgara í Borgarnesi: Guðrún María Harðardóttir og Fanney Hannesdóttir.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skipa ofangreinda í eldriborgararáð.
6. Borgarbraut 57 – 59, bréf 20.8.2018 – 1808168
Gestir
Þórólfur óskarsson – 10:40
Lögð fram drög Lögmannsstofunnar Pacta að svarbréfi við erindi frá lögfræðiþjónustunni Nordik dags. 20. ágúst 2018 vegna framkvæmda að Borgarbraut 57-59. Byggðarráð samþykkti drögin með smávægilegum breytingum.
Þórólfur Óskarsson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.

 

Bréf til Nordik lögfræðiþjónustu

7. Skipulag snjómoksturs – 1802096
Snjómokstursreglur 2018 – 2019 framlagðar.
Lögð fram drög að snjómokstursreglum Borgarbyggðar fyrir veturinn 2018-2019. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta framlagðar snjómokstursreglur.

GLE situr hjá við afgreiðslu málsins.

 

Snjómokstursreglur 2018- 2019

8. Ágóðahlutagreiðsla 2018 – 1810137
Lagt fram til kynningar bréf EBÍ frá 18. október 2018 þar sem kynnt er niðurstaða fyrir Borgarbyggð í ágóðahlutagreiðslu sveitarfélagsins vegna ársins 2018. Samtals er um að ræða fjárhæð upp á 795.500 kr. Byggðarráð þakkaði erindið og leggur til að sveitarstjórn samþykki að þessari fjárhæð verði farið til að endurnýja búnað og tæki slökkviliðs Borgarbyggðar.

 

Bréf EBÍ

9. Ábending vegna gildissviðs PVRG í skólum – 1810143
Lögð fram til kynningar ábending frá Persónuvernd vegna misskilnings í skólasamfélaginu vegna gildissviðs nýrra laga. Í erindinu er farið yfir allnokkur atriði þar sem gildandi reglur hafa verið oftúlkaðar. Byggðarráð þakkaði erindið og lagði áherslu á að mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra í þessum efnum en lög og reglur heimila. Persónuverndarfulltrúi hefur þegar kynnt erindið fyrir skólasamfélaginu í Borgarbyggð.
Erindinu er vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar og frekari kynningar.
Ábendingar Persónuverndar
10. Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum sveitarfélaga 2017 – 1810173
Lögð fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem gerður er samanburður á rekstri grunnskóla í landinu sem reknir eru af sveitarfélögunum á árinu 2017. Byggðarráð þakkaði samantektina en í henni koma margar athyglisverðar upplýsingar og vísar málinu til fræðslunefndar.

 

Rekstrarkostnaður pr. nem. (excel)

11. Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum 2017 – 1810172
Lögð fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem gerður er samanburður á rekstri leikskóla í landinu sem reknir eru af sveitarfélögunum á árinu 2017. Unnið er út frá samanburði á heilsdagsígildi í leikskólum. Byggðarráð þakkaði samantektina en í henni koma margar athyglisverðar upplýsingar og vísar málinu til fræðslunefndar.

 

Rekstrarkostnaður pr. heilsdagsígildi nem. í leikskóla

12. Stöðumat á lífríki Andakílsár – 1810174
Lögð fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar frá 23. Október þar sem lagt er fram stöðumat á lífríki Andakílsár. Farið er yfir hvaða áhrif urðu af umhverfisslysi því sem átti sér stað í ánni vorið 2017. Í skýrslunni er einnig skýrt frá hvaða rannsóknir hafa verið gerðar og hverjar verða afleiðingar atburðarins. Líklegt er að áhrifin komi fyrst og fremst í laxagöngum í ánni á árunum 2020 og 2021 þegar klakárgangur 2017 hefði átt að vera mest áberandi.

Skýrsla Hafrannsóknarstofnunar

13. Slökkvilið Borgarbyggðar – úttekt 2018 – 1810179
Rætt um vinnu við úttekt á stöðu slökkviliðs Borgarbyggðar. Reiknað er með að lokaskýrsla liggi fyrir um miðjan nóvember.
14. Ritun fundargerða – leiðbeiningar um bókanir – 1810181
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá 15. október 2018 þar sem farið er yfir ýmis atriði er varða fyrirkomulag bókana og afgreiðslu mála.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera vinnureglur upp úr minnisblaðinu sem lagðar verða fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Fundarritun – leiðbeiningar
15. Greiðslur vegna aksturs – endurskoðaðar reglur. – 1810180
Lagar fram endurskoðaðar reglur um launakjör sveitarstjórnar, byggðarráðs, nefnda og vinnuhópa hjá Borgarbyggð. Ákvæði um endurgreiðslu á aksturskostnaði hafa verið skýrðar frá núgildandi reglum en að öðru leyti eru reglurnar óbreyttar. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrrgreindar breytingar á reglum um greiðslur fyrir fundarsetur og endurgreiðslu á aksturskostnaði.

Launakjör sveitarstjórnar, ráða og nefnda

16. Borgir og Borgaland – Umsókn um sameiningu – 1810168
Framlögð umsókn Inga Tryggvasonar hrl, dags. 26. Október 2018, f.h. GG húsa ehf., kt. 681113-0610, og Georgs Gíslasonar, kt. 250378-3359, um að sameina landspilduna Borgaland F2109570 við jörðina Borgir F2109558. Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
17. Lok máls nr. 9809-2018 – 1811004
Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis um lok máls 9809/2018 v. grenndarkynningar v. byggingarleyfis Egilsgötu 6

Bréf Umboðsmanns Alþingis

18. Til umsagnar 222. mál frá nefndasviði Alþingis – 1810169
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna afnáms um uppreist æru, 222. mál.
19. Til umsagnar 212. mál frá nefndasviði Alþingis – 1810170
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skráningu og mat fasteigna (ákvörðun matsverðs), 212. mál.
20. Frá nefndasviði Alþingis – 20. mál til umsagnar – 1810183
Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun eigendastefnu ríkisins með sérstöku tilliti til bújarða, 20. mál.
21. Fundargerð Aðalfundar Nemendagarða ehf. – 1810171
Fundargerð aðalfundar nemendagarða MB ehf. sem haldinn var 26. október 2018 lögð fram.

 

Fundargerð aðalfundar

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:20