466-Byggðarráð Borgarbyggðar

  1. fundur Byggðarráðs Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsi að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 18. október 2018 og hófst hann kl. 08:15

 

Fundinn sátu:

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Lilja Björg Ágústsdóttir, Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Gunnlaugur A. Júlíusson og Eiríkur Ólafsson.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason

 

Dagskrá:Byggðarráð Borgarbyggðar – 466

 

1. Fjárhagsáætlun 2019 – 1806099
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs, mætti til fundarins og skýrði út stöðu vinnunnar og helstu niðurstöður. Unnið verður að áframhaldi fjárhagsáætlunar á vinnufundum.
2. Ljósleiðari Borgarbyggðar – opnun tilboða – 1810071
Ljósleiðari Borgarbyggðar – opnun tilboða. Sveitarstjóri skýrði frá þeim tilboðum sem bárust í lagningu ljósleiðara um Borgarbyggð. Þrjú tilboð bárust. Borgarverk ehf bauð 1.032.904.586 kr, Þjótandi ehf bauð 1.127.938.710 kr og SH Leiðarinn ehf bauð 774.861.244 kr. Boðin verð innifela virðisaukaskatt. Verklegar framkvæmdir innfela jarðvinnu við lagningu á kerfinu, ísetningu ljósleiðara í lagnakerfið, tengingu á ljósleiðara og annan frágang við kerfið þar til það er tilbúið til notkunar. Starfsmenn Ríkiskaupa eru að fara yfir tilboðin og lýkur þeirri vinnu innan skamms tíma. Þá liggur fyrir hvort lægsta tilboði verður tekið.
3. Þjónustukönnun Gallup 2019 – 1810030
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Gallup frá 2. Október sl. þar sem kynnt er fyrirhuguð árleg þjónustukönnun Gallup. Byggðarráð samþykkti að taka þátt í könnunni og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
4. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknir. – 1810051
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 2. Október sl. þar sem skýrt er frá að opnað sé fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagssviðs og hvetur til að sótt verði um styrki til verkefna úr sjóðnum þar sem forsendur eru fyrir hendi.
5. Almannavarnanefnd – starfsmaður – 1810039
Lagt fram til kynningar bréf frá formanni almannaverndarnefndar Vesturlands þar sem lagt er til að sveitarfélögin á Vesturlandi leggi til sex milljónir króna á árinu 2019 til að fjármagna tímabundna ráðningu starfsmanna hjá Almannanefnd Vesturlands. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu fjárhagsáætlunar.
6. Gagnaveita Reykjavíkur – heimsókn – 1810060
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Kjartan Jónsson frá Gagnaveitu Reykjavíkur mættu til fundarins. Kynntu þeir stöðu ljósleiðaraverkefnis sem GR er með í Borgarbyggð og annað er tengist ljósleiðaravæðingu.
7. Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – eftirlit – 1810014
Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi. Benedikt Magnússon, verkfræðingur hjá Víðsjá og eftirlitsmaður með framkvæmdunum mætti til fundarins. Hann skýrði úr stöðu framkvæmda og útlagðan kostnað vegna þess sem lokið er. Hann gaf yfirlit um samþykkt aukaverk og kostnað við þau. Hann fór einnig yfir samskipti við arkitekt byggingarinnar og hönnuði.
Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri og Kristján Finnur Kristjásson verkefnastjóri sátu fundinn undir þessum lið.
8. Upplýsinga- og lýðræðisstefna – 1705198
Upplýsinga- og lýðræðisstefna Borgarbyggðar, sem unnin var af sérstökum vinnuhóp á síðasta kjörtímabili, lögð fram. Byggðarráð bókaði eftirfarandi. „Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum fyrir Borgarbyggð og leggur hana fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Í framhaldi af þessari ákvörðun verði sett upp aðgerðaáætlun og verkáætlun um framkvæmd stefnunnar og kostnaðarmat unnið jafnhliða fyrir þá verkþætti sem ráðist verður í.“

Stefna um upplýsingamál og íbúasamráð

9. Mannauðsmál – 1810095
Rætt um mannauðsmál hjá Borgarbyggð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri mætti til fundarins. Óskað er eftir minnisblaði um starfsmannamál.
Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
10. Kvennafrídagur 24.10.2018 – 1810098
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem minnt er á kvennafrídaginn þann 24. Október n.k. Byggðarráð hvatti til að leitað yrði leiða til að þær konur sem starfa hjá Borgarbyggð geti tekið þátt í viðburðum dagsins.
11. Arfleifð Þorsteins frá Hamri – 1810062
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ástráði Eysteinssyni prófessor, þar sem hann óskar eftir fundi vegna vinnu óformlegs starfshóps sem vinnur að því að sýna arfleifð Þorsteins frá Hamri verðugan sóma. Byggðarráð fagnaði framkomnum hugmyndum og fól sveitarstjóra að annast samskipti við hópinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
12. Rannsókn máls hætt – tilkynning – 1806138
Framlagt til kynningar bréf embættis ríkissaksóknara frá 2. október sl. þar sem skýrt var frá lyktum ákæru af hálfu Þorsteins Mána Árnasonar, Egilsgötu 4, Borgarnesi á hendur sveitarstjóra Borgarbyggðar fyrir meint brot á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 til lögreglunnar á Vesturlandi. Meint sakarefni var að þrjú erindi frá kærenda hefðu ekki verið varðveitt í skjalasafni Borgarbyggðar. Eftir rannsókn málsins og skýrslutöku af sveitarstjóra tilkynnti lögreglan á Vesturlandi með bréfi þann 18. Júní sl. að rannsókn málsins hefði verið hætt því ekki þótti grundvöllur til að halda rannsókninni áfram. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara með bréfi þann 2. Júlí sl. Eftir yfirferð á gögnum málsins tilkynnti ríkissaksóknari með bréfi þann 2. Október að ekki þyki ástæða til að halda áfram rannsókn í málinu varðandi meint brot á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og staðfestir því ákvörðun lögreglunnar á Vesturlandi um að hætta rannsókn málsins.

Afrit kæru til ríkissaksóknara

Niðurfelling rannsóknar

Bréf ríkissakssóknara

13. Söfnun lífræns úrgangs – 1804032
Framlagt til kynningar minnisblað og kostnaðarmat verkefnisstjóra umhverfismála varðandi söfnun lífræns úrgangs í þéttbýli Borgarbyggðar. Þar sem fyrir liggur að hér er um kostnðarauka að ræða fyrir íbúa er verkefnastjóra falið að taka saman minnisblað kostnað og áætlanir annarra sveitarfélaga í þessum málum.
Hrafnhildur Tryggvadóttir umhverfisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
14. Skipulag snjómoksturs – 1802096
Lagðar fram viðmiðunarreglur um snjómokstur í Borgarbyggð veturinn 2018-2019 sem vísað var til byggðarráðs af sveitarstjórn á fundi sveitarstjórnar þann 10. október sl. Byggðarráð samþykkti að breyta reglunum á þann hátt að heimreiðar séu einnig mokaðar vegna sorphirðu og/eða félagsþjónustu ef nauðsynlegt er
Reglunum með þessum breytingum vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Hrafnhildur Tryggvadóttir umhverfisfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
15. Stefna v. Borgarbraut 57 – 59 – 1710066
Framlagt svar við ósk Guðveigar Eyglóardóttur á fundi sveitarstjórnar þann 10. Október sl. þar sem óskað var skriflegra upplýsinga um stöðu mála varðandi stefnu Húss &Lóða á hendur Borgarbyggð. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi svar:
„Óskað var svars frá Kristni Bjarnasyni lögmanni við fyrirspurn Guðveigar Eyglóardóttur sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar þann 10. október sl. Svarið sem barst frá Kristni er efnislega sem hér segir:
„Greinargerð var skilað fyrir hönd stefnda, Borgarbyggðar, til Héraðsdóms Vesturlands þann 3. apríl sl. Málið var tekið fyrir þann 5. júní sl. og þá frestað ótiltekið til aðalmeðferðar. Skýring þess að málinu var frestað ótiltekið er sú að það var fulltrúi héraðsdómara sem sá um fyrirtökuna en ekki dómarinn sjálfur og var því ekki hægt að ákveða dagsetninguna.Héraðsdómarinn, Ásgeir Magnússon, sendi svo fyrir skömmu boðun um aðalmeðferð þann 14. nóvember nk. Kristinn hefur látið dómara vita af því að öllum líkindum getur hann ekki flutt málið á þeim degi þar sem hann er upptekinn í aðalmeðferð mál í Héraðsdómi Reykjavíkur á sama tíma. Það mun skýrast núna á næstu tveimur vikum hvort þessi dagur getur staðið eða hvort finna þarf nýja tímasetningu.Það liggur ekki fyrir hvort stefnandi ætli að leiða vitni en væntanlega mun fyrirsvarsmaður félagsins gefa aðilaskýrslu. Að óbreyttu er ekki gert ráð fyrir að þörf verði á aðila- og vitnaskýrslum af hálfu stefndu, Borgarbyggðar, en mögulegt er að sú afstaða breytist leiði stefnandi einhver vitni.“
16. Samningar um þjónustu við önnur sveitarfélög – 1810001
Sveitarstjórn Borgarbyggðar vísaði til byggðarráðs tillögu velferðarnefndar um endurskoðun samninga um framkvæmd velferðarmála við önnur sveitarfélög. Borgarbyggð sinnir félagþjónustu, barnaverndar- og fötlunar málum fyrir Dalabyggð og Skorradal. Samningur við Dalabyggð var síðast endurgerður árið 2011 en við Skorradal árið 2016. Byggðarráð telur eðlilegt að samningarnir verið teknir til endurskoðunar, bæði út frá breytingu varðandi málafjölda, aukinnar þyngdar mála og nýjum lagasetningum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við hlutaðeigandi sveitarfélög um endurskoðun á umræddum samningum.
17. Grímshús – 1810012
Lagt fram til kynningar bréf sveitarstjóra til stjórnar Grímshúsfélagsins í framhaldi af afhendingu lykla að Grímshúsi þann 4. Október sl. Með bréfinu er Grímshúsfélagið leyst undan ákvæðum samkomulags frá 6. júní 2014 um sex mánaða uppsagnarfrest á samningnum. Það er því sameiginleg afstaða beggja aðila að samkomulagið sé á enda runnið án frekari fyrirvara.

Bréf til sjórnar Grímshússfélags (birt þegar það hefur borist viðtakanda)

18. Ljósmyndakaup – tilboð – 1810083
Lagt fram til kynningar erindi Guðlaugs Óskarssonar frá 12. Október sl. þar sem hann býður sveitarfélaginu til kaups fimm landslagsljósmyndir til að prýða veggi íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Byggðarráð þakkar erindið en telur ekki fært að þiggja tilboðið.
19. Ósk um tengingu við ljósleiðara Ljóspunkts ehf. – 1810052
Lagt fram erindi sex íbúa í Andakíl þar sem þeir óska eftir að Borgarbyggð gangi til samninga við Ljóspunkt ehf. um að afhenda fyrirtækinu þá 12 styrki sem Fjarskiptasjóður úthlutaði Borgarbyggð á árinu 2017 vegna tengingar tengipunkta í Andakíl við Ljóspunkt ehf. Byggðarráð óskar eftir fundi með íbúum til þess að fara yfir erindið áður en því er formlega svarað. Sveitarstjóra falið að boða til fundar.
20. Frá nefndasviði Alþingis – 172. mál til umsagnar – 1810080
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023. Sveitarstjóra falið að undirbúa umsögn fyrir næsta fund byggðarráðs.
21. Frá nefndasviði Alþingis – 173. mál til umsagnar – 1810081
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033. Sveitarstjóra falið að undirbúa umsögn fyrir næsta fund byggðarráðs.
22. Frá nefndasviði Alþingis – 27. mál til umsagnar – 1810088
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál.
23. 209. fundur í Safnahúsi – 1810070
Framlögð fundargerð 209. fundar starfsmanna í Safnahúsi
24. Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – verkfundir – 1806018
Framlögð 17. verkfundagerð byggingarnefndar GB
25. Fundargerð 864. fundar stjórnar sambandsins – 1810097
Framlögð fundargerð 864. fundar stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

Fundargerð 864. fundar.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:25