Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

253. fundur

12. nóvember 2025 kl. 09:00 - 00:00

á skrifstofu byggingarfulltrúa


Nefndarmenn

Sæmundur Óskarsson - byggingarfulltrúi
Kara Lau Eyjólfsdóttir - verkefnisstjóri

Starfsmenn

Fundargerð ritaði: Sæmundur Óskarsson - Byggingarfulltrúi


Dagskrá

1. Grjóteyrartunga 1 - Umsókn um stöðuleyfi
2510190

Umsækjandi: Erlendur Jónsson

Erindi: Sótt er um stöðuleyfi fyrir 15ft. gámi.

Fyrirhuguð notkun: Geymsla vegna nýframkvæmda.

Gámurinn verður staðsettur innan lóðar við Grjóteyrartungu.

Samþykkt



2. Hamar 135401 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2510265

Umsækjandi: Golfklúbbur Borgarness

Erindi: Sótt er um að byggja 240 fm áhaldageymslu, mhl-06.

Burðarvirki er úr límtré. Húsið er klætt með stálsamlokueiningum með steinullareinangrun.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Helgi Kjartansson

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



3. Ausa - umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
2510325

Umsækjandi: Ragnhildur Helga Jónsdóttir

Erindi: Sótt er um leyfi til að byggja skemmu. stærð: 288 fm, mhl-14.

Burðarvirki er úr límtré, klædda með stálsamlokueiningum.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Helgi Kjartansson

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



4. Hraunklif 10 - umsókn um byggingarheimild eða -leyfi
2510344

Umsækjandi: Stjörnuhóll ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir stækkun á núverandi sumarhúsi. Stækkun alls: 77,2 m2. Mhl-01.

Byggt úr timbri á steyptar undirstöður

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Sveinn Valdimarsson

Byggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.

Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:

- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.

- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.

- Leyfisgjöld hafa verið greidd.



5. Fremstumóar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511036

Umsækjandi: Axel Rafn Guðmundsson

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir þegar byggðu sumarhúsi sem flutt verður á staðinn. Stærð: 53,6 m2. Byggt úr timbri á forsteyptar sökkuleiningar. Húsið stóð áður á Úlfljótsvatni sbr. aðaluppdrátt sem samþykktur var af þáverandi byggingarfulltrúa Grafningshrepps árið 1990.

Fyrir er á lóðinni gestahús, matshluti 01, sem skráð er 25,8 m2. Það hús mun framvegis verða matshluti 02.

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Jökull Helgason

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.

Lagfæra þarf lítillega innsend hönnunargögn.



6. Ystumóar 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511037

Umsækjandi: Sumarhúsin Singýjarstöðum ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi í landi Signýjarstaða. Húsið er í grunninn forsniðið einingahús frá Landshúsum af gerðinni Jöklar. Húsið er reist á forsteyptar undirstöður. Stærð:24m2, mhl-01

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Jökull Helgason

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



7. Ystumóar 3 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511038

Umsækjandi: Sumarhúsin Singýjarstöðum ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi í landi Signýjarstaða. Húsið er í grunninn forsniðið einingahús frá Landshúsum af gerðinni Jöklar. Húsið er reist á forsteyptar undirstöður. Stærð:24m2, mhl-01

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Jökull Helgason

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



8. Hrísmóar 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
2511039

Umsækjandi: Sumarhúsin Singýjarstöðum ehf.

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir sumarhúsi í landi Signýjarstaða. Húsið er í grunninn forsniðið einingahús frá Landshúsum af gerðinni Jöklar. Húsið er reist á forsteyptar undirstöður. Stærð:24m2, mhl-01

Fylgigögn: Aðaluppdrættir

Hönnuður: Jökull Helgason

Byggingaráform eru samþykkt og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð 112/2012.

Byggingarleyfið verður gefið út að uppfylltum skilyrðum gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með áorðnum breytingum.



9. Einkunnir - Umsókn um leyfi fyrir stöðuhýsi
2509077

Umsækjandi: Kría Services sf

Erindi: Sótt er um leyfi fyrir fargufu í landi Einkunna. Um er að ræða færanlegt hús sem verður staðsett sunnanmegin við Álatjörn. Húsið verður klætt að utan þannig að það falli vel að umhverfinu. Stærð: 12m2.

Fylgigögn: Samþykki Borgarbyggðar.

Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.



Fundi slitið - kl. 00:00