Dagskrá
1. Trúnaðarbók 2025
2501057
Lagðar fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi og afgreiddar umsóknir um fjárhagsstyrk.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustu starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
2. Fjárhagsáætlun 2026
2505064
Farið yfir stöðu í vinnu við fjárhagsáætlun fyrir árið 2026, en fyrri umræða fer fram á sveitastjórnarfundi 13. nóvember.
Velferðarnefnd fer yfir fjárhagsáætlun og minnisblöð varðandi þá liði fjárhagsáætlunar er lúta að málefnum nefndarinnar. Nefndin gerir enga athugasemd við þá fjárhagsáætlum sem afgreidd hefur verið af Byggðarráði til fyrri umræðu í sveitaastjórn. Samþykkt samhljóða.
3. Skammtímadvöl fyrir fötluð börn og ungmenni
2501058
Samráðshópur stjórnenda í velferðarþjónustu á Vesturlandi hefur skoðað möguleika á sameiginlegum rekstri skammtímadvalar á svæðinu. Þroskahjálp á Vesturlandi hefur lýst yfir vilja til að koma að slíkri uppbyggingu. Drög að viljayfirlýsingu sveitarfélaga á Vesturlandi og Þroskahjálpar á Vesturlandi um uppbyggingu skammtímadvalar lögð fram til kynningar.
Með þessari viljayfirlýsingu lýsa aðilar yfir sameiginlegum vilja sínum til að vinna saman að framgangi slíks verkefnis með það að markmiði að tryggja börnum og fjölskyldum þeirra örugga og faglega þjónustu á svæðinu.
Velferðarnefnd lýsir yfir mikilli ánægju með mögulegri aðkomu Þroskahjálpar á Vesturlandi að uppbyggingu skammtímadvalar á Vesturlandi. Nefndin leggur áherslu á að brýnt sé að koma á skammtímadvöl á svæðinu og skrifað verði undir viljayfirlýsingu milli Þroskahjálpar á Vesturlandi og sveitarfélaga á Vesturlandi. Væntingar eru jafnframt um að samhliða skammtímadvöl verði hægt að nýta húsnæðið í úrræði á grundvelli barnaverndarlaga.
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir yfirgaf fundinn undir þessum lið.
4. Farsældarráð Vesturlands
2405112
Farsældarráð Vesturlands mótar aðgerðaáætlun til fjögurra ára sem byggir á stefnu stjórnvalda um farsæld barna, niðurstöðum farsældarþings og stöðumats á Vesturlandi. Áætlunin skal endurspegla svæðisbundar áskoranir og tækifæri og skilgreina skýr markmið, aðgerðir, tímaramma, mælikvarða um árangur og ábyrgðaraðila. Meðfylgjandi eru drög að skipulagi ráðsins sem og erindisbréfi. Gert er ráð fyrir tveimur kjörnum fulltrúum, tveimur til vara og einum stjórnanda frá Borgarbyggð og er því óskað eftir tilnefningum inn í ráðið.
Velferðarnefnd leggur til að Guðveig Eyglóardóttir og Kristján Ágúst Magnússon séu aðalmenn í samráðshópnum, Eðvar Ólafur Traustason og Bjarey Lárudóttir Bjarnadóttir séu varamenn, ásamt félagsmálastjóra í Borgarbyggð.
5. Stefna í málefnum fatlaðra
2005194
Notendaráð fatlaðs fólks er nú fullskipað í Borgarbyggð. Í ljósi þess er lagt til áframhaldandi vinnu samstarfshópsins í málefnum fatlaðs fólk. Markmið er að móta stefnu í málaflokkum þar sem lagður er frekari grunnur að öflugri þjónustu við fatlað fólk í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um þjónustuna. Hlutverk hópsins yrði þá m.a. að greina stöðu og þarfir fatlaðs fólks í samfélaginu, tryggja samráð á milli stofnanna og starfsfólks, móta framtíðarsýn í málaflokknum og leggja fram aðgerðaráætlun. Í allri þeirri vinnu væri einnig samráð við notendaráð fatlaðs fólks, notendur þjónustunnar sem og aðstandendur þeirra eftir þörfum.
Velferðarnefnd felur félagsmálastjóra að kalla til fyrsta fundar.
6. Erindi frá fjölmenningarráði
2305284
Lagðar til kynningar fyrir Velferðarnefnd fundargerðir Fjölmenningarráðs á þessu ári.
Heiðrún Halldórsdóttir, verkefnastjóri fer yfir fundargerðirnar.
Velferðarnefnd þakkar Heiðrúnu fyrir yfirferð á greinargerðum ráðsins. Jafnframt lýsir Velferðarnefnd ánægju með störf Fjölmenningarráðs.
7. Fjölmenningarráð - 7
2501006F
Lögð fram fundargerð 7. fundar Fjölmenningarráðs.
7.1
2501053
Kynning frá Grunnskólanum í Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar.
Fjölmenningarráð - 7
Fjölmenningarráð þakkar fyrir góðar kynningar frá báðum skólum. Fjölmenningarráð fagnar stofnun ÍSAT teymis og telur það mikilvægt skref íslenskukennslu og inngildingu fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku.
7.2
2406053
Samstarf við foreldrafélög grunnskóla
Fjölmenningarráð - 7
Fjölmenningarráð hvetur foreldrafélögin til þess að stuðla að fjölmenningarfræðslu fyrir alla foreldra og ýta undir samráð bekkjarfulltrúa með inngildingu að markmiði.
8. Fjölmenningarráð - 8
2503006F
Lögð fram fundargerð 8. fundar Fjölmenningarráðs.
8.1
2305050
Önnur mál fjölmenningarráðs
8.2
2409300
Aðlögun og inngilding fjölbreyttra hópa í samfélagið
Fjölmenningarráð - 8
Ráðið telur mikilvægt að leggja upp áætlun fyrir haustið. Bæði fyrir almenning og skólana.
9. Fjölmenningarráð - 9
2505007F
Lögð fram fundargerð 9. fundar Fjölmenningarráðs
9.1
2305050
Önnur mál fjölmenningarráðs
Fjölmenningarráð - 9
Ráðið telur mikilvægt að stofnanir í sveitarfélaginu komi upplýsingum til allra íbúa á auðskyldu máli. Markmiðið er að ná til fjölbreyttra hópa í samfélaginu.
10. Fjölmenningarráð - 10
2509029F
Lögð fram fundargerð 10. fundar Fjölmenningarráðs.
10.1
2010090
Kynning á móttöku flóttafólks
Fjölmenningarráð - 10
Heiðrún Halldórsdóttir kynnir stöðuna á Bifröst og stöðu á samningum um Samræmda mótttöku sem renna út 31. desember 2025. Ráðið fagnar því að VMST ætlar að vera með fasta viðveru vikulega með náms og starfsráðgjöf. Eins að það standi til að halda íslensku námskeið á komandi vikum, því það er mikilvægt að halda fólki í vikni.
10.2
2305050
Önnur mál fjölmenningarráðs
Fjölmenningarráð - 10
Ráðið kynni sér fyrirliggjandi stefnu um málefni innflytjenda í sveitarfélaginu, allir lesi yfir og komi með athugasemdir á næsta fund með tillögum að úrbótum og endurmeta núverandi stefnu.