Sveitarstjórn Borgarbyggðar

258. fundur

14. nóvember 2024 kl. 16:00 - 18:00

Hjálmaklettur


Nefndarmenn

Guðveig Eyglóardóttir - Forseti
Davíð Sigurðsson - aðalmaður
Eva Margrét Jónudóttir - 1. varaforseti
Eðvar Ólafur Traustason - aðalmaður
Thelma Dögg Harðardóttir - aðalmaður
Sigurður Guðmundsson - aðalmaður
Sigrún Ólafsdóttir - aðalmaður
Ragnhildur Eva Jónsdóttir boðaði forföll og Kristján Ágúst Magnússon - varamaður sat fundinn í hans stað
Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir boðaði forföll og Logi Sigurðsson - varamaður sat fundinn í hans stað

Starfsmenn

Stefán Broddi Guðjónsson - sveitarstjóri
Lilja Björg Ágústsdóttir - Sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Lilja Björg Ágústsdóttir - sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslusviðs

Dagskrá

1. Skýrsla sveitarstjóra
2102062

Sveitarstjóri flytur skýrslu sveitarstjóra



2. Fjárhagsáætlun 2025
2407054

Afgreiðsla fundar byggðarráðs nr. 688: "Drög að áætlun um rekstur 2025 og fjárfestingar 2025-2028 rædd og kynnt. Lagt til álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt milli ára 14,97%. Frekari vinna er framundan við mat á tekju-, gjalda- og fjárfestingarliðum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn fer fram 14. nóvember næst komandi. Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða."

Lögð fram til fyrri umræðu tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2025 ásamt tillögu að fjárheimildum fyrir árinu 2026 - 2028.



Sveitarstjóri kynnti tillöguna og lagði fram greinargerð.



Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu um álagningu útsvars 2025:

"Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að álagning útsvars á árinu 2025 verði 14,97% af tekjum"



Samþykkt samhljóða



Samþykkt samhljóða að vísa tillögu að fjárhagsáætlun til síðari umræðu í sveitarstjórn.



Til máls tóku: SBG, SG, GLE, TDH, DS,

Fylgiskjöl


3. Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga
2310004

Stefna Borgarbyggðar um þjónustu og þjónustustig í byggðum og byggðarlögum sveitarfélagsins, sbr. 130. gr. a sveitarstjórnarlaga nr.138/2011, fyrir árin 2025-2028 lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn samþykkir að vísa þjónustustefnu Borgarbyggðar fyrir árið 2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn.





Til máls tóku: SÓ, KÁM,

Fylgiskjöl


4. Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
2401306

Lagður fram viðauki nr 6 við fjárhagsáætlun 2024.

Lagður fram viðauki nr 6 við fjárhagsáætlun ársins 2024. Í viðaukanum er sett inn 6 millj kr framlag til Hestamannafélagsins Borgfirðings, 6,8 millj kr greiðsla vegna leigu á landi, þjónustukaup á framkvæmdasviði minnkuð um 5 millj kr en aukið í þjónustukaup við deiliskipulag fyrir sömu fjárhæð. Þá er launakostnaður lækkaður í Grunnskóla Borgarfjarðar um 17,5 millj kr en aðkeypt þjónusta í skólanum hækkuð um sömu fjárhæð. Breytingu í rekstraráætluninni er mætt með lækkun á handbæru fé.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


5. Útboð vegna vátrygginga
2408150

Lagður fram samningur við Vátryggingafélag Íslands sem gildir frá 01.01.2025 til 31.12.2027.

Sveitarstjórn samþykkir að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Vátryggingafélag Íslands hf. og staðfestir samning um vátryggingarvernd, dags. 28. október 2024. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


6. Stofnun lögbýlis á jörðinni Vindás L233-5672
2409292

Afgreiðsla 68. fundar umhverfis- og landbúnaðarnefndar: Umsóknin er í samræmi við staðfest aðalskipulag og uppfyllir skilyrði 18. gr. Jarðalaga nr. 81/2004. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Nefndin veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.



Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn Borgarbyggðar staðfestir jákvæða umsögn um stofnun lögbýlis að jörðinni Vindás L233-5672 enda er umsóknin í samræmi við staðfest aðalskipulag og uppfyllir skilyrði 18. gr. jarðarlaga nr. 81/2004.



Samþykkt samhljóða





Fylgiskjöl


7. Holtavörðuheiðalína 1_Kynning umhverfismatsskýrslu (mat á umhverfisáhrifum)
2410034

Afgreiðsla 70. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðalínu 1 og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðalínu 1



Samþykkt samhljóða



Til máls tók: DS

Fylgiskjöl


8. Efra-Nes - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134858
2410060

Afgreiðsla 70. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Efra-Nes skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Efra-Nes skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


9. Brekkukot - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134386
2410094

Afgreiðsla 70. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Brekkukot (lnr. 134386) skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem og nýtt deiliskipulagi fyrir sama skipulagssvæði. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á landnotkun á 20 ha spildu úr landi Brekkukots (Landnr. L134386) frá landbúnaðarlandi yfir í íbúðarbyggð. Breyting verður gerð á greinagerð aðalskipulags og á uppdrætti. Á svæðinu hefur landeigandi uppi áform um að útbúa 6 lóðir fyrir íbúðarhús, til viðbótar við eitt íbúðarhús sem er til staðar á svæðinu nú þegar, Brekkuhvamm (Landnr. L178781). Aðkoma að svæðinu er frá Borgarfjarðarbraut (50). Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa. Einnig er lögð fram fornleifaskráning fyrir Brekkukot frá árinu 2024. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Brekkukot í Reykholtsdal skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


10. Húnabyggð_Aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037
2410273

Afgreiðsla 70. fundar skipulags- og byggingarnefndar: "Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu Aðalskipulags Húnabyggðar 2025-2037 og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu Aðalskipulags Húnabyggðar 2025-2037.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


11. Umsókn um grænt svæði í fóstur
2102007

Afgreiðsla 70. fundar umhverfis- og landbúnaðarnefndar: 2102007 - Umsókn um grænt svæði í fóstur



Lagður er fram samningur um grænt svæði í fóstur sem var tekin fyrir á 24.fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar og samþykktur á 215.fundi sveitarstjórnar. Samningur endurnýjaðist sjálfkrafa um eitt ár þann 1.maí 2024 en er uppsegjanlegur með 3 mánaða fyrirvara.



Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja uppsögn á samning við Drop Inn ehf. sem tekur til græns svæðis í fósturs, á þeim grundvelli að í gildi er deiliskipulag sem nær yfir samningssvæðið með fyrirhugaðri uppbyggingu sem þjónar Grunnskóla Borgarfjarðar og almenning.



Samþykkt samhljóða.

Sveitarstjórn staðfestir uppsögn á samningi dags. 17. maí 2021, við Drop inn ehf. sem tekur til græns svæðis í fóstur.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


12. Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn
2209240

Afgreiðsla byggðarráðs frá fundi nr. 685: "Afgreiðsla 68. fundar umhverfis- og landbúnaðarnefndar: Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að framlengdir verði samningar á grundvelli verðfyrirspurnar við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli um eitt ár.

Verktakarnir á hverju svæði fyrir sig:

Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:

Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is

Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:

Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is

Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:

Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is

Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:

Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187

Fyrrum Hraunhreppur:

Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com

Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:

Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is

Málinu er vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.



Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og landbúnaðarnefndar og vísar til sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn staðfestir að framlengdir verði samningar á grundvelli verðfyrirspurnar dags. 12. desember 2022, við núverandi verktaka um snjómokstur í dreifbýli um eitt ár til viðbótar.



Verktakar á hverju svæði fyrir sig:



Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:

Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.is



Hálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:

Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.is



Hvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:

Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.is



Fyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:

Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187



Fyrrum Hraunhreppur:

Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.com



Fyrrum Kolbeinsstaðahreppur:

Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.is



Samþykkt samhljóða





Fylgiskjöl


13. Snjómokstur í Borgarnesi - Útboð 2024
2408027

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 685: " Framlagður verksamningur við Beton Technology Servicecs um snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026.



Byggðarráð samþykkir framlagðan verksamning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir framlagðan samning við Beton Technology Services, dags. 21. október 2024, um snjómokstur í Borgarnesi 2024-2026.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


14. Útboð á akstursþjónustu
2401273

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 686: "Framlögð skýrsla um niðurstöðu útboðs á akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða frá Consensa, sem er ráðgjafi sveitarfélagsins, en útboðsfrestur rann út 18. október sl.



Framlagt og bárust tvö tilboð. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Dagleið ehf., að öllum skilyrðum uppfylltum, með fyrirvara um fullnaðarsamþykki sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri, Elísabet Jónsdóttir deildarstjóri í fötlunarmálum og Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið."

Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Dagleið ehf. að öllum gefnum skilyrðum uppfylltum.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


15. Sorpútboð 2024
2406059

Afgreiðsla frá 688. fundi byggðarráðs: "Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð útboðsgögn og leggur til við sveitarstjórn að fram fari útboð á grundvelli þeirra. Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir framlögð útboðsgöng og felur sveitarstjóra að framkvæma útboð á grundvelli þeirra.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


16. Snældubeinsstaðir - íbúabyggð
2003153

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 686: "Framlögð drög að samkomulagi við landeigendur Snældubeinsstaða um áframhaldandi leigu á spildu á landinu undir íbúabyggð sbr. afgreiðslu á fundi byggðarráðs nr. 671. Jafnframt lagður fram nýr lóðarleigusamningur og uppfærð lóðablöð.



Framlagt samkomulag við eigendur Snældubeinsstaða um uppgjör á lóðarleigusamningi frá árinu 1979 sem bæði var ótímabundinn og óuppsegjanlegur og óhagstæður sveitarfélaginu samanborið við nútíma ákvæði lóðarleigusamninga. Samkomulagið felur í sér að Borgarbyggð felst á að greiða 6,8 m.kr. til eigenda Snældubeinsstaða sem fullnaðaruppgjör samningsins. Framlagður einnig nýr leigusamningur milli aðila sem tekur mið af nútíma ákvæðum í lóðarleigusamningum sveitarfélagsins.

Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að framlagt samkomulag og lóðarleigusamningur verði samþykkt og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna samkomulagsins.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir framlagt samkomulag og felur sveitarstjóra að undirrita.





Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


17. Styrkbeiðni vegna fjórðungsmóts í hestaíþróttum 2025
2410141

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs Borgarbyggðar nr. 686: " Framlögð styrkbeiðni frá Hestamannafélaginu Borgfirðingi vegna fjórðungsmóts vestlenskra hestamanna sem fram fer á félagssvæði Borgfirðings 2. - 6. júlí 2025.



Byggðarráð samþykkir framlagða styrkbeiðni að fjárhæð 6,0 m.kr. Stórir íþrótta- og menningarviðburðir laða gesti í sveitarfélagið og stuðla að beinum tekjum til atvinnulífs og íbúa og óbeinum tekjum til sveitarfélagsins. Stuðningur sveitarfélagsins getur skipt sköpum til að skapa umgjörð fyrir slíka viðburði sem annars eru bornir uppi af öflugu sjálfboðaliðastarfi. Þeir styrkja mannlíf og ímynd samfélagsins í Borgarbyggð. Á yfirstandandi ári hefur Borgarbyggð aukið styrkveitingar til íþrótta- og menningarviðburða sbr. framlag til Unglingalandsmóts UMFÍ, aukinna framlaga til bæjarhátíða og rekstrarframlags til Golfklúbbs Borgarness. Eins og önnur framlög taka framlög til íþrótta- og menningarviðburða mið af fjárhagsstöðu og horfum hverju sinni.

Vísað til viðauka í fjárhagsáætlun 2024.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn samþykkir framlagða styrkbeiðni Hestamannafélagsins Borgfirðings að fjárhæð 6 m.kr. vegna fjórðungsmóts vestlenskra hestamanna sem fram fer á félagssvæði Borgfirðings 2. - 6. júlí 2025.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


18. Alþingiskosningar 2024 - skipan í kjörstjórnir
2410255

Afgreiðsla frá fundi byggðaráðs nr. 687: "Vegna forfalla þarf að tilnefna varamenn í tvær undirkjörstjórnir, undirkjörstjórn Borgarneskjördeildar og undirkjörstjórn Kleppjárnsreykjakjördeildar vegna Alþingiskosninga 2024.



Byggðarráð samþykkir að tilnefna Guðlaugu Dröfn Gunnarsdóttur sem varamann í undirkjörstjórn Borgarnesdeildar og Guðrúnu Maríu Björnsdóttur sem varamann í undirkjörstjórn Kleppjárnsreykjadeildar.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu á Guðlaugu Dröfn Gunnarsdóttur sem varamann í undirkjörstjórn Borgarnesdeildar og Guðrúnu Maríu Björnsdóttur sem varamann í undirkjörstjórn Kleppjárnsreykjadeildar.



Samþykkt samhljóða





19. Fjölskyldunefnd Borgarbyggðar
2409326

Afgreiðsla frá 688. fundi byggðarráðs: "Framlagt, sveitarstjóra falið að ljúka vinnu við uppfærslu á samþykktum sveitarfélagsins sem m.a. munu fela í sér sameiningu velferðarnefndar og fræðslunefndar í fjölskyldunefnd. Samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að hefja breytingu á samþykktum sveitarfélagsins í því skyni stofna fjölskyldunefnd Borgarbyggðar sem verður nefnd sameinuð úr velferðarnefnd og fræðslunefnd. Horft verði til þeirra áherslna sem koma fram í drögum að erindisbréfi hinnar óstofnuðu nefndar við vinnuna.



Samþykkst samhljóða





Til máls tók: KÁM, GLE, SG, EÓT, SÓ, GLE og DS



20. Hitaveita Varmalands
2112004

Afgreiðsla frá fundi byggðarráðs nr. 688: "Farið yfir þróun og stöðu máls. Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir hitaveituna.



Byggðarráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn staðfestir framlagða gjaldskrá vegna hitaveitu á Varmalandi og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.



21. Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
2406016

Afgreiðsla fundar byggðarráðs nr 688: "Beiðni frá stjórn Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar um vilyrði fyrir því að hafin verði vinna við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar utan um starfsemi Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.



Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Borgarbyggð veiti vilyrði fyrir því að hafin verði vinna við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar utan um starfsemi Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.

Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar."

Sveitarstjórn veitir vilyrði fyrir því að hafin verði vinna við stofnun húsnæðissjálfseignastofnunar utan um starfsemi Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.



Samþykkt samhljóða

Fylgiskjöl


22. Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
2409047

Afgreiðsla frá 688. fundi byggðarráðs:"Skýrsla framlögð og byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga á grundvelli niðurstöðu tilboða að öllum skilyrðum uppfylltum. Samþykkt samhljóða."

Framlagður samningur við lægstbjóðanda Verkís hf. um gerð útboðsgagna vegna fyrirhugaðs niðurrifs og ráðgjafar á framkvæmdatíma.

Sveitarstjórn staðfestir að gengið verði til samninga við Verkís hf. á grundvelli niðurstöðu tilboða og að öllum skilyrðum uppfylltum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.

Fylgiskjöl


23. Kosningar í ráð og nefndir 2022-2026
2205140

Óskað hefur verið eftir að gera breytingu á skipan í Fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi en Jóhanna M. Þorvaldsdóttir hefur beðist lausnar. Í hennar stað er lagt til að verði skipuð Bjarney Bjarnadóttir.

Sveitarstjórn veitir Jóhönnu M. Þorvaldsdóttur lausn sem fulltrúi sveitarfélagsins í fulltrúaráði Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi og þakkar henni fyrir vel unni störf.



Bjarney Bjarnadóttir er hér með skipuð fulltrúi Borgarbyggðar í fulltrúaráð Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sbr. 6. tl. D. liðar 47. gr. samþykktar um stjórn Borgarbyggðar.



Samþykkt samhljóða





24. UMSB - samstarfssamningur
2409322

Málinu var frestað á síðasta fundi sveitarstjórnar og er nú tekið aftur fyrir til afgreiðslu.



Afgreiðsla fundar fræðslunefndar nr. 236: "Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað um samstarfssamning Borgarbyggðar og UMSB.

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs leggur fram minnisblað.

Fræðslunefnd leggur til að núverandi samningi við UMSB verði sagt upp. Uppsagnarfrestur er sex mánuðir á samningnum. Samhliða því verði tekið upp samtal við íþróttahreyfinguna um framtíðarfyrirkomulag. Sviðsstjóri fjölskyldusviðs er falið að upplýsa stjórn UMSB um þessa ákvörðun.

Málinu er vísað til sveitarstjórnar til samþykktar.

Samþykkt samhljóða."

Sveitarstjórn er þakklát fyrir það samstarf sem hefur verið við UMSB í gegnum árin. Samningurinn sem hefur verið á milli Borgarbyggðar og UMSB er kominn til ára sinna. Það er vilji hjá sveitarfélaginu að taka upp samtal við UMSB og íþróttahreyfinuna á svæðinu um nýtt fyrirkomulag á samstarfi áður en að núverandi samningur rennur út.



Tillagan samþykkt með 6 atkvæðum: DS, SÓ, EÓT, EMJ, TDH og GLE

Á móti 1 atkvæði: LS

Sátu hjá 3 atkvæði: SG og KÁM





Til máls tóku: SG, KÁM, EÓT, KÁM, SG, LS, EÓT og GLE



25. Byggðarráð Borgarbyggðar - 685
2410014F

Fundargerð framlögð

25.1
2408150
Útboð vegna vátrygginga
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Framlagt og sveitarstjóra falið að vinna áfram.Samþykkt samhljóða.

25.2
2401273
Útboð á akstursþjónustu
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Kostnaðaráætlun framlögð.

25.3
2410032
Framlag til Brákarhlíðar 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Framlagt og vísað til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.Samþykkt samhljóða.

25.4
1905134
Áskorun um húsnæðismál
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Framlagt og byggðarráð er jákvætt fyrir uppbyggingu leiguhúsnæðis á þeim forsendum sem fram koma í viljayfirlýsingunni og bindur vonir við að samstarfið leiði til aukins framboðs á hagstæðu leiguhúsnæði í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram.Samþykkt samhljóða.

25.5
2410069
Frístundaakstur í Borgarbyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Byggðarráð þakkar fyrir erindið. Öflugri almenningssamgöngur og sérstaklega samgöngur barna- og ungmenna eru stór áskorun fyrir Borgarbyggð. Það er ríkur vilji hjá byggðarráði að skoða hvernig útfæra megi samgöngur þannig að þær gagnist sem best flestum. Núverandi fyrirkomulag er byggt á þarfagreiningu sem sífellt er tilefni til að endurskoða. Í dreifðu samfélagi eins og Borgarbyggð er mjög víða mikilvægt að bæta samgöngur fyrir börn og ungmenni og horfa þarf til forgangsröðunar sem byggist á aðstöðu, tímaramma skóla og frístunda, kostnaði og þeirrar þjónustu sem aðgengileg er í nærumhverfi. Að störfum er spretthópur sem skipaður var af fræðslunefnd sem er með verkefnið til skoðunar. Byggðarráð vísar erindinu til frekari umræðu í fræðslunefnd. Samþykkt samhljóða.

25.6
2408201
Hreinsunarátak_brotajárn 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Byggðarráð samþykkir afgreiðslu umhverfis- og landbúnaðarnefndar. Tilboðið felur ekki í sér kostnað fyrir sveitarfélagið né íbúa þess.Samþykkt samhljóða.

25.7
2209240
Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Byggðarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu umhverfis- og landbúnaðarnefndar og vísar til sveitarstjórnar.

25.8
2409072
Rafmagnslögn að salernisaðstöðu við Álatjörn og Litlu-Einkunnir
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Í gangi er útboð á vinnu við raflýsingu á leið sem liggur til fólkvangsins í Einkunnum. Samhliða stendur til að leggja rafmagn í salernisaðstöðu við Álatjörn. Raflýsing leiðarinnar og uppbygging innviða í Einkunnum er á meðal umsókna Borgarbyggðar sem sendar hafa verið til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

25.9
2408027
Snjómokstur í Borgarnesi - Útboð 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Byggðarráð samþykkir framlagðan verksamning og felur sveitarstjóra að undirrita með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.

25.10
2406059
Sorpútboð 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 685

Byggðarráð samþykkir tillögu umhverfis- og landbúnaðarnefndar um að söfnun lífræns úrgangs verði undanskilin í útboði vegna sorphreinsunar. Byggðarráð tekur undir með umhverfis- og landbúnaðarnefnd að mikilvægt er að kynning á breyttu fyrirkomulagi verði ítarleg. Byggðarráð tekur einnig undir væntingar umhverfis- og landbúnaðarnefndar þess efnis að breytt fyrirkomulag sé umhverfisvænna og stuðli að lækkun kostnaðar vegna málaflokksins.Samþykkt samhljóða.



26. Byggðarráð Borgarbyggðar - 686
2410021F

Fundargerð framlögð

26.1
2410048
Safnahús og menningarmál 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Byggðarráð þakkar Þórunni fyrir góða yfirferð um áherslur ársins 2025. Tillögum er snúa að fjárhagsramma vísað til yfirstandandi vinnu við fjárhagsáætlun.Samþykkt samhljóða.

26.2
2410095
Leiðarkerfi landsbyggðarvagna
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Byggðarráð fagnar því að nú er komið að endurhönnun akstursleiða strætó ásamt því að framkvæmd verður íbúakönnun m.a. á Vesturlandi. M.v. tímalínu sem fram kemur í erindi Vegagerðarinnar má vænta þess að drög að aksturleiðum verði kynnt hagaðilum fyrir lok þessa árs. Borgarbyggð tók þátt í samráðsfundum með Vegagerðinni ásamt fleiri hagaðilum af Vesturlandi og bindur vonir við að endurhönnun leiðakerfisins stuðli að því að gera almenningsamgöngur að hagstæðari valkosti innan Borgarbyggðar, Vesturlands og við höfuðborgarsvæðið. Sérstaklega er mikilvægt að endurhönnun leiðakerfisins auðveldi ungu fólki að nýta almenningssamgöngur til að stunda íþróttir, menningu, skóla og atvinnu á milli byggðarlaga.

26.3
2401057
Fundargerðir Faxaflóahafna sf. 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Framlagt.

26.4
2403092
Fundagerðir 2024 - Heilbrigðisnefnd Vesturlands.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Framlagt.

26.5
2401273
Útboð á akstursþjónustu
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Framlagt og bárust tvö tilboð. Sveitarstjóra falið að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Dagleið ehf., að öllum skilyrðum uppfylltum, með fyrirvara um fullnaðarsamþykki sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.Erla Björg Kristjánsdóttir félagsmálastjóri, Elísabet Jónsdóttir deildarstjóri í fötlunarmálum og Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir þessum dagskrárlið.

26.6
2406245
Kjarasamningar 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Síðustu vikurnar hafa stjórnendur sveitarfélagsins skoðað áhrif styttingar vinnutíma á starfsemi stofnana sveitarfélagsins. Þá var í byrjun vikunnar boðað til fundar með atvinnulífi og stéttarfélögum. Flestar stofnanir Borgarbyggðar munu þurfa að laga starfsemi sína að einhverju leyti að breyttu fyrirkomulagi en það er mat stjórnenda að stærsta áskorunin muni snúa að þjónustu og mönnun leikskóla. Framlagt minnisblað og samþykkt samhljóða að vísa málinu til umfjöllunar í fræðslunefnd.Hlöðver Ingi Gunnarsson sviðsstjóri fjölskyldusviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

26.7
2410071
Markaðsmál Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Lilja Björg Ágústsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir framtíðarsýn og áherslur í markaðsmálum sveitarfélagsins.

26.8
2410093
Sóknaráætlun 2025-2029
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Lokadrög að Sóknaráætlun Vesturlands 2025-2029 framlögð. Sóknaráætlunin er nú í opnu samráðsferli og til umsagnar í Samráðsgátt stjórnvalda og rennur umsagnarfrestur út 15. nóvember næst komandi. Byggðarráð hvetur íbúa til að kynna sér nýja sóknaráætlun, innihald hennar og áherslur.

26.9
2003153
Snældubeinsstaðir - íbúabyggð
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Framlagt samkomulag við eigendur Snældubeinsstaða um uppgjör á lóðarleigusamningi frá árinu 1979 sem bæði var ótímabundinn og óuppsegjanlegur og óhagstæður sveitarfélaginu samanborið við nútíma ákvæði lóðarleigusamninga. Samkomulagið felur í sér að Borgarbyggð felst á að greiða 6,8 m.kr. til eigenda Snældubeinsstaða sem fullnaðaruppgjör samningsins. Framlagður einnig nýr leigusamningur milli aðila sem tekur mið af nútíma ákvæðum í lóðarleigusamningum sveitarfélagsins.Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að framlagt samkomulag og lóðarleigusamningur verði samþykkt og felur sveitarstjóra að gera viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna samkomulagsins.Samþykkt samhljóða.

26.10
2406004
Holtavörðuheiðarlína 1 - umhverfismatsskýrsla
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Byggðarráð þakkar Kristni fyrir kynninguna og góðar umræðar. Umhverfismatsskýrslan er aðgengileg á heimasíðum Landsnets og Skipulagsstofnunar og kynningarferli stendur yfir til 29. nóvember.

26.11
2410141
Styrkbeiðni vegna fjórðungsmóts í hestaíþróttum 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Byggðarráð samþykkir framlagða styrkbeiðni að fjárhæð 6,0 m.kr. Stórir íþrótta- og menningarviðburðir laða gesti í sveitarfélagið og stuðla að beinum tekjum til atvinnulífs og íbúa og óbeinum tekjum til sveitarfélagsins. Stuðningur sveitarfélagsins getur skipt sköpum til að skapa umgjörð fyrir slíka viðburði sem annars eru bornir uppi af öflugu sjálfboðaliðastarfi. Þeir styrkja mannlíf og ímynd samfélagsins í Borgarbyggð. Á yfirstandandi ári hefur Borgarbyggð aukið styrkveitingar til íþrótta- og menningarviðburða sbr. framlag til Unglingalandsmóts UMFÍ, aukinna framlaga til bæjarhátíða og rekstrarframlags til Golfklúbbs Borgarness. Eins og önnur framlög taka framlög til íþrótta- og menningarviðburða mið af fjárhagsstöðu og horfum hverju sinni.Vísað til viðauka í fjárhagsáætlun 2024.Samþykkt samhljóða.

26.12
2410224
Erindi frá SSV til sveitarfélaga á Vesturlandi_mönnun HVE
Byggðarráð Borgarbyggðar - 686

Framlagt og tekur byggðarráð heils hugar undir þær áherslur sem fram koma í minnisblaði starfshópsins. Þær samræmast vel þungri áherslu byggðarráðs og sveitarstjórnar Borgarbyggðar á endurbætur á starfsumhverfi starfsfólks á Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Borgarnesi sbr. erindi sem samþykkt var á fundi sveitarstjórnar dags. 12. september sl.



27. Byggðarráð Borgarbyggðar - 687
2410030F

Fundargerð framlögð

27.1
2310004
Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Byggðarráð þakkar íbúum Borgarbyggðar fyrir gott samtal um mótun þjónustustefnu Borgarbyggðar. Ásamt því sem nú stendur yfir vinna við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar er nú unnið úr ábendingum sem söfnuðust á kynningar- og samráðsfundum. Samráð stendur enn yfir og koma má skilaboðum á framfæri t.d. með tölvupósti til sveitarfélagsins.

27.2
2401306
Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti viðauka VI við fjárhagsáætlun 2024 sem felur í sér samtals hækkun rekstrargjalda að fjárhæð 12,8 m.kr. og að henni verði mætt með breytingu á handbæru fé. Um er að ræða hækkun á styrk til íþróttafélaga um 6,0 m.kr. í tengslum við fjórðungsmót vestlenskra hestamanna sem fram fer í Borgarnesi í júlí 2025 og kostnað að fjárhæð 6,8 m.kr. vegna uppgjörs á gömlum samningi við landeigendur Snældubeinsstaða en hvorutveggja var samþykkt á fundi byggðarráðs nr. 686. Jafnframt felur viðauki VI í sér millifærslu milli rekstrarliða í Grunnskóla Borgarfjarðar þar sem launakostnaður lækkar um 17,4 m.kr. en aðkeypt þjónusta hækkar um sömu fjárhæð.Samþykkt samhljóða og vísar til fullnaðarsamþykkis í sveitarstjórn.

27.3
2410247
Ágóðahlutagreiðsla 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Framlagt. Eignarhlutur Borgarbyggðar í Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands er 1,591%. Ágóðahlutur Borgarbyggðar samkvæmt ákvörðun stjórnar EBÍ 9. október 2024 er samtals kr. 795.500,-

27.4
2401059
Mælaborð um rekstur Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Farið yfir stöðu á rekstri og fjárfestingum Borgarbyggðar í september 2024. Kristín Lilja vék af fundi að afloknum dagskrárliðnum.

27.5
2410259
Fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Vesturlands 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Framlögð fjárhagsáætlun sem var samþykkt á fundi heilbrigðisnefndar Vesturlands 21. október 2024.

27.6
2407054
Fjárhagsáætlun 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Vinna við fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2025 stendur yfir. Fyrr í þessum mánuði áttu sveitarstjórnarfulltrúar fundi með forstöðumönnum stofnana og eru hér framlögð fyrir byggðarráði minnisblöð forstöðumanna. Vinna við fjárhagsáætlun stendur yfir og er ráðgert að leggja fjárhagsáætlun fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 14. nóvember næst komandi.

27.7
2401006
Rammasamningar 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Farið yfir helstu atriði rammasamninga Ríkiskaupa og þá samninga sem Borgarbyggð er aðili að. Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa minnisblað sem fjallar um helstu sjónarmið er varðar aðild að rammasamningunum, kosti og ókosti fyrir sveitarfélagið, íbúa og atvinnulíf. Samþykkt samhljóða.Lilja Björg Ágústsdóttir vék af fundi að afloknum þessum dagskrárlið.

27.8
2410271
Lóðaúthlutun Kvíaholt 1a og 1b
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Ein umsókn hefur borist um lóðirnar og samþykkir byggðarráð að úthluta þeim til Steinars Helgasonar í samræmi við umsókn hans fyrir hönd óstofnaðs félags að uppfylltum skilyrðum sem fram koma í úthlutunarreglum. Samþykkt samhljóða.

27.9
2410255
Alþingiskosningar 2024 - skipan í kjörstjórnir
Byggðarráð Borgarbyggðar - 687

Byggðarráð samþykkir að tilnefna Guðlaugu Dröfn Gunnarsdóttur sem varamann í undirkjörstjórn Borgarnesdeildar og Guðrúnu Maríu Björnsdóttur sem varamann í undirkjörstjórn Kleppjárnsreykjadeildar.Samþykkt samhljóða.



28. Byggðarráð Borgarbyggðar - 688
2411001F

Fundargerð framlögð

28.1
2407054
Fjárhagsáætlun 2025
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Drög að áætlun um rekstur 2025 og fjárfestingar 2025-2028 rædd og kynnt. Lagt til álagningarhlutfall útsvars verði óbreytt milli ára 14,97%. Frekari vinna er framundan við mat á tekju-, gjalda- og fjárfestingarliðum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn fer fram 14. nóvember næst komandi. Drögum að fjárhagsáætlun er vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

28.2
2401300
Fundagerðir 2024 - Hafnasamband Íslands.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Framlagt

28.3
2409326
Fjölskyldunefnd Borgarbyggðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Framlagt, sveitarstjóra falið að ljúka vinnu við uppfærslu á samþykktum sveitarfélagsins sem m.a. munu fela í sér sameiningu velferðarnefndar og fræðslunefndar í fjölskyldunefnd.Samþykkt samhljóða og vísað til sveitarstjórnar.

28.4
2401306
Viðauki við fjárhagsáætlun 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Samþykkt að vísa framlagðri tillögu um viðbætur til viðauka VI við fjárhagsáætlun 2024 með fyrirvara um fullnaðarsamþykkt sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.Eiríkur Ólafsson vék af fundi.

28.5
2411003
Tillaga um endurbætur á reiðhöllinni - anddyri
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Byggðarráð tekur undir það sem fram kemur í erindinu að bygging anddyris er til þess fallin að bæta verulega aðgengi og þar með nýtingu hússins fyrir hestamenn og aðra. Hestamennska er bæði mikilvæg afþreying og ekki síður atvinnugrein í Borgarbyggð og framundan fjórðungsmót vestlenskra hestamanna í júlí 2025. Byggðarráð tekur því vel í það erindi að Borgarbyggð taki þátt í framkvæmdinni í samræmi við eignarhlut. Sveitarstjóra falið að gera tillögu til sveitarstjórnar um að gera ráð fyrir þátttöku sveitarfélagsins.Samþykkt samhljóða.

28.6
2406059
Sorpútboð 2024
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti framlögð útboðsgögn og leggur til við sveitarstjórn að fram fari útboð á grundvelli þeirra.Samþykkt samhljóða.

28.7
2409047
Brákarbraut 25, gamla sláturhúsið - áætlun um niðurrif
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Skýrsla framlögð og byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga á grundvelli niðurstöðu tilboða að öllum skilyrðum uppfylltum. Samþykkt samhljóða.

28.8
2303105
Fjölnota íþróttahús - Knatthús
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Bréf framlagt og sveitarstjóra falið að taka saman svör við þeim spurningum sem fram koma í erindinu. Samþykkt samhljóða.

28.9
2112004
Hitaveita Varmalands
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Byggðarráð samþykkir framlögð drög að gjaldskrá og vísar til sveitarstjórnar.Samþykkt samhljóða.

28.10
2406016
Uppbygging nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að Borgarbyggð veiti vilyrði fyrir því að hafin verði vinna við stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar utan um starfsemi Nemendagarða Menntaskóla Borgarfjarðar.Samþykkt samhljóða og vísað til fullnaðarafgreiðslu sveitarstjórnar.

28.11
2401226
Samband ísl.sveitarfélaga - fundagerðir 2024.
Byggðarráð Borgarbyggðar - 688

Framlagt



29. Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70
2410033F

Fundargerð framlögð

29.1
2410034
Holtavörðuheiðalína 1_Kynning umhverfismatsskýrslu (mat á umhverfisáhrifum)
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við umhverfismatsskýrslu Holtavörðuheiðalínu 1 og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn.Samþykkt samhljóða.

29.2
2410023F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 43
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 43.

29.3
2410032F
Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 234
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa nr. 234.

29.4
2410060
Efra-Nes - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134858
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Efra-Nes skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.

29.5
2410094
Brekkukot - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134386
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja framlagða lýsingu til auglýsingar fyrir Brekkukot (lnr. 134386) skv. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem og nýtt deiliskipulagi fyrir sama skipulagssvæði. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á landnotkun á 20 ha spildu úr landi Brekkukots (Landnr. L134386) frá landbúnaðarlandi yfir í íbúðarbyggð. Breyting verður gerð á greinagerð aðalskipulags og á uppdrætti. Á svæðinu hefur landeigandi uppi áform um að útbúa 6 lóðir fyrir íbúðarhús, til viðbótar við eitt íbúðarhús sem er til staðar á svæðinu nú þegar, Brekkuhvamm (Landnr. L178781). Aðkoma að svæðinu er frá Borgarfjarðarbraut (50). Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa. Einnig er lögð fram fornleifaskráning fyrir Brekkukot frá árinu 2024.Samþykkt samhljóða.

29.6
2410024
Athafnasvæði Kárastaðaflugvallar - umsókn um framkvæmdarleyfi - 2215061001
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr malarnámu við Kárastaðaflugvöll og fyllingu í skurði með vísan til framlagðra gagna. Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að skrá framangreint efnistökusvæði inn á aðalskipulag Borgarbyggðar.Samþykkt samhljóða.

29.7
2407075
Básar 27 Svartagil _ Umsókn um deiliskipulag
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, vísar málinu til frekari meðferðar hjá skipulagsfulltrúa og fer fram á að gerð verði heildarendurskoðun á gildandi deiliskipulagi.Samþykkt samhljóða.

29.8
2410273
Húnabyggð_Aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við skipulagslýsingu Aðalskipulags Húnabyggðar 2025-2037 og vísar til endanlegrar afgreiðslu hjá sveitarstjórn.Samþhykkt samhljóða.

29.9
2410275
Fyrirspurn um skipulagsmál - Hvítárbakki 7
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í að breyta landnotkun á svæðinu og bendir umsækjanda á að endurskoðun aðalskipulags er í vinnslu hjá sveitarfélaginu. Jafnframt bendir skipulags- og byggingarnefnd á að gera þarf deiliskipulag vegna þeirrar uppbyggingar sem fyrirhuguð er.Samþykkt samhljóða.

29.10
2410285
Fjárhagsáætlun 2025 skip og bygg
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Skipulags- og byggingarnefnd fór yfir þá málaflokka í fjárhagsáætlun 2025 sem heyra undir nefndina.

29.11
2410016F
Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 42
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar - 70

Lögð er fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa nr. 42.



30. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68
2409025F

Fundargerð framlögð

30.1
2406059
Sorpútboð 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68

Gögn vegna útboðs sorphreinsunar lögð fram. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð drög og felur starfsmanni nefndarinnar að uppfæra í samræmi við umræðu á fundi.Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að söfnun lífræns úrgangs verði undanskilin í útboði vegna sorphreinsunar. Nefndin hefur verið með til skoðunar ýmsar lausnir við söfnun lífræns úrgangs með það að markmiði að lækka hrein útgjöld íbúa og draga úr urðun. Nefndin mun í framhaldinu taka afstöðu til mismunandi lausna og gera tillögu að útfærslu fyrir byggðarráð. Áður en til innleiðingar kæmi yrði ráðist í ítarlega kynningu fyrir íbúum sveitarfélagsins. Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna málið áfram. Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Consensa sat fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.Samþykkt samhljóða.

30.2
2409003
Umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68

Kynnt staða þeirra umsókna sem eru í vinnslu af hálfu sveitarfélagsins en umsóknarfrestur rennur út 15. október. Á desemberfundi nefndarinnar verður tekinn fyrir sérstakur dagskráliður um uppbyggingu áfangastaða í Borgarbyggð.Samþykkt samhljóða.

30.3
2408201
Hreinsunarátak_brotajárn 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68

Í samræmi við afgreiðslu á 66. fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar fór fram verðfyrirspurn um söfnun brotajárns. Eitt tilboð barst, barst frá Hringrás, umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við byggðarráð að fela starfsmanni að ganga til samninga við Hringrás, að uppfylltum skilmálum, á grundvelli þess.Áætlað er að söfnunin fari fram undir lok október og nóvember.Samþykkt samhljóða.

30.4
2209240
Snjómokstur í dreifbýli - verðfyrirspurn
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til að framlengdir verði samningar á grundvelli verðfyrirspurnar við verktaka vegna snjómoksturs í dreifbýli um eitt ár.Verktakarnir á hverju svæði fyrir sig:Andakíll, Bæjarsveit og Lundarreykjadalur:Verktaki: Tryggvi Valur Sæmundsson s.869-2900 netfang: halstak@halstak.isHálsasveit, Reykholtsdalur og Flókadalur:Verktaki: Einar S. Traustason s. 892-3606, netf. sigrun@heilsuhof.isHvítársíða, Þverárhlíð, Stafholtstungur, Norðurárdalur, Borgarhreppur með þjóðvegi 1 að Borgarnesi:Verktaki: Sleggjulækur ehf. s. 894-9549, netf. kaldolfur@vesturland.isFyrrum Borgarhreppur vestan Borgarness og fyrrum Álftaneshreppur:Verktaki: Hálfdán Helgason s. 894-1187Fyrrum Hraunhreppur:Verktaki: Gísli Guðjónsson s. 894-0440 netf. gisligudjons68@gmail.comFyrrum Kolbeinsstaðahreppur:Verktaki: Gestur Úlfarsson s. 893-6735 netf. kaldarb@simnet.isMálinu er vísað til byggðarráðs.Samþykkt samhljóða.

30.5
2409299
Fjárhagsáætlunarumræða
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68

Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun hjá þeim málaflokkum og stofnunum sem heyra undir Umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Fjárhagsáætlun verður lögð fram til fyrri umræðu í sveitarstjórn 14. nóvember næst komandi.

30.6
2409292
Stofnun lögbýlis á jörðinni Vindás L233-5672
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 68

Umsóknin er í samræmi við staðfest aðalskipulag og uppfyllir skilyrði 18. gr. Jarðalaga nr. 81/2004. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemd við stofnun lögbýlis en telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis. Nefndin veitir jákvæða umsögn um umsóknina og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.Samþykkt samhljóða.



31. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 69
2410027F

Fundargerð framlögð

31.1
2406059
Sorpútboð 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 69

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að láta bjóða út sorphirðu og rekstur móttökustöðva í Borgarbyggð fyrir árin 2025 - 2029 á grundvelli framlagðra gagna. Samþykkt samhljóða.

31.2
2408203
Umhverfisviðurkenningar 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 69

Niðurstöður verða kynntar á næsta fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar.



32. Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 70
2410028F

Fundargerð framlögð

32.1
2406059
Sorpútboð 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 70

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd samþykkir framlögð útboðsgögn með tilliti til þeirra breytinga sem voru gerðar á fundinum og leggur til við byggðarráð að fram fari útboð á grundvelli þeirra.Samþykkt samhljóða.

32.2
2409299
Fjárhagsáætlun 2025 - umhverfis- og landbúnaðardeild
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 70

Farið yfir helstu liði fjárhagsáætlunar 2025 er snúa að umhverfis- og landbúnaðarnefnd. Eiríkur Ólafsson sat undir þessum lið.

32.3
2102007
Umsókn um grænt svæði í fóstur
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 70

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja uppsögn á samning við Drop Inn ehf. sem tekur til græns svæðis í fósturs, á þeim grundvelli að í gildi er deiliskipulag sem nær yfir samningssvæðið með fyrirhugaðri uppbyggingu sem þjónar Grunnskóla Borgarfjarðar og almenning.Samþykkt samhljóða.

32.4
2408203
Umhverfisviðurkenningar 2024
Umhverfis- og landbúnaðarnefnd - 70

Umhverfisviðurkenningar Borgarbyggðar 2024 veittar.Fjölmargar tilnefningar bárust í öllum flokkum.Eftirfarandi viðurkenningar voru veittar:Snyrtilegt bændabýli 2024:Sámsstaðir í Hvítársíðu Falleg lóð við íbúðarhúsnæði:Túngata 16 Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði:Orka náttúrunnar Digranesgötu 4 Sérstök viðurkenning fyrir snyrtilegt umhverfi:ArnbjargarlækurSamfélagsviðurkenning umhverfis-og landbúnaðarnefndar:Guðríður Ebba Pálsdóttir Samþykkt samhljóða.



33. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 153
2410005F

Fundargerð framlögð

33.1
2409326
Fjölskylduráð Borgarbyggðar
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 153

Lagt er til að haldinn verði sameiginlegur vinnufundur með báðum nefndum, sem lið í undirbúning að nýrri nefnd. Velferðarnefnd felur sviðsstjóra að skipuleggja slíkan fund.



34. Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 154
2411003F

Fundargerð framlögð

34.1
2407054
Fjárhagsáætlun 2025
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 154

Fjárhagsrammi málaflokksins lagður til kynningar. Velferðarnefnd telur mikilvægt að skoða þá kostnaðarliði er lúta að samræmdri mótttöku flóttamanna og þeirri þjónustu sem veitt er í ljósi þess að samningur um umsækjendur um alþjóðlega vernd mun hætta um áramót. Þá liggur fyrir að kostnaður til málaflokksins er að aukast og slíkt mun leiða til frekari útjgalda af hálfu sveitarfélagsins.

34.2
2411004
Samstarfssamningur á sviði endurhæfingar
Velferðarnefnd Borgarbyggðar - 154

Velferðarnefnd fagnar að búið sé að formfesta samstarf á milli ofangreindra þjónustuveitenda. Með því er stuðlað að ná fram heildstæðri nálgun við endurhæfingu einstaklinga og samfellu í allri þjónustu. Samningur verður lagður fram til kynningar hjá Byggðarráði.



35. Fjallskilanefnd Þverárréttar - 73
2410031F

Fundargerð framlögð

35.1
2410216
Fjárhagsáætlun 2025
Fjallskilanefnd Þverárréttar - 73

Nefndin óskar eftir því að mega setja lið í fjárhagsáætlun sem kallast viðhald girðinga þar sem hægt er að sundurliða sértaklega frá öðrum verkkaupum þann kostnað sem fer í viðhald á girðingum afréttarins. Þá er orðið afar aðkallandi að byggja hesthús í Gilsbakkaseli og endurnýja Þverárrétt í skrefum. Nefndin óskar eftir því að fá að hitta sveitarstjórn og ræða þessi mál frekar.

35.2
2410217
Girðing á Lambatungur
Fjallskilanefnd Þverárréttar - 73

Rætt um vilja nefndarinnar til að girða á Lambatungum. Slík girðing myndi auka skilvirkni við smalamennskur. Nefndin kallar eftir frekara samtali við sveitarstjórn um þann möguleika.

35.3
2410219
Styrkur til viðhalds á vegi frá Örnólfsdal fram að Hvítsíðinga afréttagirðingu
Fjallskilanefnd Þverárréttar - 73

Verktaki verður fenginn í verkið.



36. Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 39
2410029F

Fundargerð framlögð

36.1
2410245
Fjárhagsáætlun 2025
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 39

Gerð var kostnaðaráætlun fyrir komandi ár.

36.2
2410246
Málefni nefndarinnar
Fjallskilanefnd Hítardalsréttar - 39

Málefni nefndarinnar rædd.



Fundi slitið - kl. 18:00