Fundargerð
Skipulags- og byggingarnefnd Borgarbyggðar
70. fundur
1. nóvember 2024 kl. 08:30 - 10:09
í fundarsal að Digranesgötu 2
Nefndarmenn
Starfsmenn
Dagskrá
1. Holtavörðuheiðalína 1_Kynning umhverfismatsskýrslu (mat á umhverfisáhrifum)
Samþykkt samhljóða.
2. Efra-Nes - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134858
Fyrirhugað er að breyta landnotkun á um 10 ha svæði í landi Efra-Ness úr landbúnaði í verslun og þjónustusvæði (S9). Breyting verður gerð bæði á uppdrætti og í greinagerð aðalskipulags. Fyrirhugað er að byggja upp frekari ferðaþjónustu á svæðinu með allt að 60 gistitjöldum á steyptri plötu með hitalögnum og salerni í hverju tjaldi, tvö af þeim verða stærri þjónustutjöld. Svæðið verði byggt upp í áföngum. Aðkoma að svæðinu er frá Kaðalstaðavegi (5250). Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa.
Samþykkt samhljóða.
3. Brekkukot - umsókn um aðalskipulagsbreytingu - L134386
Lýsingin fjallar um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 sem og nýtt deiliskipulagi fyrir sama skipulagssvæði. Fyrirhuguð breyting á aðalskipulagi felur í sér breytingu á landnotkun á 20 ha spildu úr landi Brekkukots (Landnr. L134386) frá landbúnaðarlandi yfir í íbúðarbyggð. Breyting verður gerð á greinagerð aðalskipulags og á uppdrætti. Á svæðinu hefur landeigandi uppi áform um að útbúa 6 lóðir fyrir íbúðarhús, til viðbótar við eitt íbúðarhús sem er til staðar á svæðinu nú þegar, Brekkuhvamm (Landnr. L178781). Aðkoma að svæðinu er frá Borgarfjarðarbraut (50). Hönnuður er á lista Skipulagsstofnunar um samþykkta ráðgjafa. Einnig er lögð fram fornleifaskráning fyrir Brekkukot frá árinu 2024.
Samþykkt samhljóða.
4. Athafnasvæði Kárastaðaflugvallar - umsókn um framkvæmdarleyfi - 2215061001
Lögð er fram umsókn fh. flugklúbbsins Kára, dags. 3.10.2024 um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku úr malarnámu á athafnasvæði Kárastaðaflugvallar. Svæðið er vestan brautar á móti flugskýli. Efni hefur verið tekið áður til uppbyggingar flugbrautar (2014) og yrði að mestu nýtt í annan áfanga í frágangi á öryggissvæðum í kringum brautina. Samkvæmt samningi milli Samgönguráðuneytis og Borgarbyggðar frá 2007 er gert ráð fyrir að fylla í um 1.500 metra af skurðum sem liggja meðfram flugbrautinni. Búið er að fylla í hluta þessara skurða nú þegar en aðrir eru ófylltir. Byrjað verði á að fylla í þá skurði sem eru næst flugbrautinni en óvíst hvort þurfi að fylla í skurði fjærst brautinni. Skurðirnir verða fylltir af grjóti úr námunni sem er við suðvesturenda brautar. Framkvæmdin verður í samráði við framkvæmdasvið ISAVIA og Flugmálafélag Íslands. Áætlað magn er um 12-14 þúsund rúmmetrar af grjóti.
Samþykkt samhljóða.
5. Básar 27 Svartagil _ Umsókn um deiliskipulag
Í greingerð deiliskipulags er leyfileg stærð sumarbústaða 300 m3 en í breytingu er heildarbyggingarmagn aukið upp í 250 m2 (900 m3). Aðrir skilmálar gildandi deiliskipulags haldast óbreyttir.
Kynnt var frá 24.09.2024 til og með 23.10.2024 fyrir nágrönnum og öðrum hagsmunaaðilum bréflega. Níu athugasemdir voru gerðar við breytinguna á kynningartíma.
Samþykkt samhljóða.
6. Húnabyggð_Aðalskipulag Húnabyggðar 2025-2037
Samþhykkt samhljóða.
7. Fyrirspurn um skipulagsmál - Hvítárbakki 7
Samþykkt samhljóða.
8. Fjárhagsáætlun 2025 skip og bygg
9. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 42
9.1
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir fasteignaeigendum Borgarbrautar 12, 13 og 15.
9.2
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði í gegnum skipulagsgátt fyrir landeigenda Hrossastapa.Breyting á mati lands verður sett fyrir starfshóp endurskoðunar aðalskipulagsins 2025-2037.
9.3
Skipulagsfulltrúi bendir á að skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 skal, í frístundabyggð, ekki byggja nær lóðamörkum en 10 metrar. Auk þess sem viðbygging fer út fyrir byggingarreit lóðarinnar.Máli frestað.
9.4
Skipulagsfulltrúi bendir á að skv. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 skal, í frístundabyggð, ekki byggja nær lóðamörkum en 10 metrar. Kallað er eftir uppfærðum teikningum.Máli frestað.
10. Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa - 43
10.1
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir fyrir sitt leyti að stofnuð verði 1,2ha lóð, Náttúruskóli, úr upprunalandinu Einkunnir lnr. 207461 þegar merkjalýsandi hefur afmarkað lóðina í landeignaskrá HMS og skilað inn undirrituðum gögnum til sveitarfélagsins. Lóðin fer í notkunarflokkinn Aðstöðuhús. Samkvæmt aðalskipulagi er lóðin á landbúnaðarsvæði.
10.2
Skipulagsfulltrúi vísar erindinu áfram til umræðu og ákvörðunar í skipulags- og byggingarnefnd.
10.3
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna fyrsta áfanga gatnagerðar í Vallarási í Borgarnesi með vísan til framlagðra gagna. Framkvæmdin er í samræmi við deiliskipulag svæðisins frá árinu 2023, Athafnarsvæðið Vallarás.
11. Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 234
11.1
Erindið er samþykkt. Byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn um tilkynningarskylda framkvæmd sbr. gr. 2.3.5. í byggingarreglugerð 112/2012.
11.2
Ekki liggur fyrir samþykkt deiliskipulag af svæðinu. Erindið þarf að grenndarkynnaByggingin fellur undir umfangsflokk 1 skv. gr. 1.3.2 í byggingarreglugerð.Byggingaráform eru samþykkt að undangenginni grenndarkynningu og uppfylla þau ákvæði mannvirkjalaga nr.160/2010 og gr. 2.4.2. í byggingarreglugerð.Byggingarheimild verður veitt þegar eftirfarandi skilyrði skv. byggingarreglugerð gr.2.3.8 eru uppfyllt:- Undirritaðir aðaluppdrættir hafa verið staðfestir og skilað inn árituðum til leyfisveitanda.- Byggingarstjóri hefur staðfest ábyrgð sína og afhent staðfestingu á starfsábyrgðartryggingu fyrir framkvæmdinni.- Leyfisgjöld hafa verið greidd.
11.3
Samþykkt
11.4
Samþykkt