177-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 177

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 8. nóvember 2018

og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson, Guðveig Eyglóardóttir, Magnús Smári Snorrason, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Lilja Björg Ágústsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Davíð Sigurðsson, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Gunnlaugur A. Júlíusson.

 

Fundargerð ritaði:  Eiríkur Ólafsson,

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra 2018 – 1801042
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.
2. Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 176 – 1810005F
Fundargerðin er lögð fram.
3. Byggðarráð Borgarbyggðar – 466 – 1810008F
Fundargerð 466. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
3.1 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu og fjármálasviðs, mætti til fundarins og skýrði út stöðu vinnunnar og helstu niðurstöður. Unnið verður að áframhaldi fjárhagsáætlunar á vinnufundum.
3.2 1810071 – Ljósleiðari Borgarbyggðar – opnun tilboða
Ljósleiðari Borgarbyggðar – opnun tilboða. Sveitarstjóri skýrði frá þeim tilboðum sem bárust í lagningu ljósleiðara um Borgarbyggð. Þrjú tilboð bárust. Borgarverk ehf bauð 1.032.904.586 kr, Þjótandi ehf bauð 1.127.938.710 kr og SH Leiðarinn ehf bauð 774.861.244 kr. Boðin verð innifela virðisaukaskatt. Verklegar framkvæmdir innfela jarðvinnu við lagningu á kerfinu, ísetningu ljósleiðara í lagnakerfið, tengingu á ljósleiðara og annan frágang við kerfið þar til það er tilbúið til notkunar. Starfsmenn Ríkiskaupa eru að fara yfir tilboðin og lýkur þeirri vinnu innan skamms tíma. Þá liggur fyrir hvort lægsta tilboði verður tekið.
3.3 1810030 – Þjónustukönnun Gallup 2019
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Gallup frá 2. Október sl. þar sem kynnt er fyrirhuguð árleg þjónustukönnun Gallup. Byggðarráð samþykkti að taka þátt í könnunni og leggur þá ákvörðun fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Niðurstaða þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.
3.4 1810051 – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – umsóknir.
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga frá 2. Október sl. þar sem skýrt er frá að opnað sé fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða. Byggðarráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagssviðs og hvetur til að sótt verði um styrki til verkefna úr sjóðnum þar sem forsendur eru fyrir hendi.
3.5 1810039 – Almannavarnanefnd – starfsmaður
Lagt fram til kynningar bréf frá formanni almannaverndarnefndar Vesturlands þar sem lagt er til að sveitarfélögin á Vesturlandi leggi til sex milljónir króna á árinu 2019 til að fjármagna tímabundna ráðningu starfsmanna hjá Almannanefnd Vesturlands. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnslu fjárhagsáætlunar.
3.6 1810060 – Gagnaveita Reykjavíkur – heimsókn
Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri og Kjartan Jónsson frá Gagnaveitu Reykjavíkur mættu til fundarins. Kynntu þeir stöðu ljósleiðaraverkefnis sem GR er með í Borgarbyggð og annað er tengist ljósleiðaravæðingu.
3.7 1810014 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – eftirlit
Framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi. Benedikt Magnússon, verkfræðingur hjá Víðsjá og eftirlitsmaður með framkvæmdunum mætti til fundarins. Hann skýrði úr stöðu framkvæmda og útlagðan kostnað vegna þess sem lokið er. Hann gaf yfirlit um samþykkt aukaverk og kostnað við þau. Hann fór einnig yfir samskipti við arkitekt byggingarinnar og hönnuði.
3.8 1705198 – Upplýsinga- og lýðræðisstefna
Upplýsinga- og lýðræðisstefna Borgarbyggðar, sem unnin var af sérstökum vinnuhóp á síðasta kjörtímabili, lögð fram. Byggðarráð bókaði eftirfarandi. „Byggðarráð samþykkir framlagða stefnu í upplýsinga- og lýðræðismálum fyrir Borgarbyggð og leggur hana fyrir sveitarstjórn til staðfestingar. Í framhaldi af þessari ákvörðun verði sett upp aðgerðaáætlun og verkáætlun um framkvæmd stefnunnar og kostnaðarmat unnið jafnhliða fyrir þá verkþætti sem ráðist verður í.“
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

Til máls tóku MSS, GLE, LBÁ.

3.9 1810095 – Mannauðsmál
Rætt um mannauðsmál hjá Borgarbyggð. Ingibjörg Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri mætti til fundarins. Óskað er eftir minnisblaði um starfsmannamál.
GLE lagði til að gerð verði könnun á líðan starfsmanna og var tillögunni vísað til byggðarráðs.

Til máls tóku GLE, MSS

3.10 1810098 – Kvennafrídagur 24.10.2018
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs þar sem minnt er á kvennafrídaginn þann 24. Október n.k. Byggðarráð hvatti til að leitað yrði leiða til að þær konur sem starfa hjá Borgarbyggð geti tekið þátt í viðburðum dagsins.
3.11 1810062 – Arfleifð Þorsteins frá Hamri
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Ástráði Eysteinssyni prófessor, þar sem hann óskar eftir fundi vegna vinnu óformlegs starfshóps sem vinnur að því að sýna arfleifð Þorsteins frá Hamri verðugan sóma. Byggðarráð fagnaði framkomnum hugmyndum og fól sveitarstjóra að annast samskipti við hópinn fyrir hönd Borgarbyggðar.
3.12 1806138 – Rannsókn máls hætt – tilkynning
Framlagt til kynningar bréf embættis ríkissaksóknara frá 2. október sl. þar sem skýrt var frá lyktum ákæru af hálfu Þorsteins Mána Árnasonar, Egilsgötu 4, Borgarnesi á hendur sveitarstjóra Borgarbyggðar fyrir meint brot á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 til lögreglunnar á Vesturlandi. Meint sakarefni var að þrjú erindi frá kærenda hefðu ekki verið varðveitt í skjalasafni Borgarbyggðar. Eftir rannsókn málsins og skýrslutöku af sveitarstjóra tilkynnti lögreglan á Vesturlandi með bréfi þann 18. Júní sl. að rannsókn málsins hefði verið hætt því ekki þótti grundvöllur til að halda rannsókninni áfram. Sú ákvörðun var kærð til ríkissaksóknara með bréfi þann 2. Júlí sl. Eftir yfirferð á gögnum málsins tilkynnti ríkissaksóknari með bréfi þann 2. Október að ekki þyki ástæða til að halda áfram rannsókn í málinu varðandi meint brot á lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og staðfestir því ákvörðun lögreglunnar á Vesturlandi um að hætta rannsókn málsins.
3.13 1804032 – Söfnun lífræns úrgangs
Framlagt til kynningar minnisblað og kostnaðarmat verkefnisstjóra umhverfismála varðandi söfnun lífræns úrgangs í þéttbýli Borgarbyggðar. Þar sem fyrir liggur að hér er um kostnðarauka að ræða fyrir íbúa er verkefnastjóra falið að taka saman minnisblað kostnað og áætlanir annarra sveitarfélaga í þessum málum.
3.14 1802096 – Skipulag snjómoksturs
Lagðar fram viðmiðunarreglur um snjómokstur í Borgarbyggð veturinn 2018-2019 sem vísað var til byggðarráðs af sveitarstjórn á fundi sveitarstjórnar þann 10. október sl. Byggðarráð samþykkti að breyta reglunum á þann hátt að heimreiðar séu einnig mokaðar vegna sorphirðu og/eða félagsþjónustu ef nauðsynlegt er
Reglunum með þessum breytingum vísað til sveitarstjónar til staðfestingar.
3.15 1710066 – Stefna v. Borgarbraut 57 – 59
Framlagt svar við ósk Guðveigar Eyglóardóttur á fundi sveitarstjórnar þann 10. Október sl. þar sem óskað var skriflegra upplýsinga um stöðu mála varðandi stefnu Húss &Lóða á hendur Borgarbyggð. Sveitarstjóri lagði fram eftirfarandi svar:
„Óskað var svars frá Kristni Bjarnasyni lögmanni við fyrirspurn Guðveigar Eyglóardóttur sem lögð var fram á fundi sveitarstjórnar þann 10. október sl. Svarið sem barst frá Kristni er efnislega sem hér segir:“Greinargerð var skilað fyrir hönd stefnda, Borgarbyggðar, til Héraðsdóms Vesturlands þann 3. apríl sl. Málið var tekið fyrir þann 5. júní sl. og þá frestað ótiltekið til aðalmeðferðar. Skýring þess að málinu var frestað ótiltekið er sú að það var fulltrúi héraðsdómara sem sá um fyrirtökuna en ekki dómarinn sjálfur og var því ekki hægt að ákveða dagsetninguna.Héraðsdómarinn, Ásgeir Magnússon, sendi svo fyrir skömmu boðun um aðalmeðferð þann 14. nóvember nk. Kristinn hefur látið dómara vita af því að öllum líkindum getur hann ekki flutt málið á þeim degi þar sem hann er upptekinn í aðalmeðferð mál í Héraðsdómi Reykjavíkur á sama tíma. Það mun skýrast núna á næstu tveimur vikum hvort þessi dagur getur staðið eða hvort finna þarf nýja tímasetningu.Það liggur ekki fyrir hvort stefnandi ætli að leiða vitni en væntanlega mun fyrirsvarsmaður félagsins gefa aðilaskýrslu. Að óbreyttu er ekki gert ráð fyrir að þörf verði á aðila- og vitnaskýrslum af hálfu stefndu, Borgarbyggðar, en mögulegt er að sú afstaða breytist leiði stefnandi einhver vitni.“
Til máls tók GLE
3.16 1810001 – Samningar um þjónustu við önnur sveitarfélög
Sveitarstjórn Borgarbyggðar vísaði til byggðarráðs tillögu velferðarnefndar um endurskoðun samninga um framkvæmd velferðarmála við önnur sveitarfélög. Borgarbyggð sinnir félagþjónustu, barnaverndar- og fötlunar málum fyrir Dalabyggð og Skorradal. Samningur við Dalabyggð var síðast endurgerður árið 2011 en við Skorradal árið 2016. Byggðarráð telur eðlilegt að samningarnir verið teknir til endurskoðunar, bæði út frá breytingu varðandi málafjölda, aukinnar þyngdar mála og nýjum lagasetningum. Byggðarráð fól sveitarstjóra að óska eftir viðræðum við hlutaðeigandi sveitarfélög um endurskoðun á umræddum samningum.
3.17 1810012 – Grímshús
Lagt fram til kynningar bréf sveitarstjóra til stjórnar Grímshúsfélagsins í framhaldi af afhendingu lykla að Grímshúsi þann 4. Október sl. Með bréfinu er Grímshúsfélagið leyst undan ákvæðum samkomulags frá 6. júní 2014 um sex mánaða uppsagnarfrest á samningnum. Það er því sameiginleg afstaða beggja aðila að samkomulagið sé á enda runnið án frekari fyrirvara.
3.18 1810083 – Ljósmyndakaup – tilboð
Lagt fram til kynningar erindi Guðlaugs Óskarssonar frá 12. Október sl. þar sem hann býður sveitarfélaginu til kaups fimm landslagsljósmyndir til að prýða veggi íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi. Byggðarráð þakkar erindið en telur ekki fært að þiggja tilboðið.
3.19 1810052 – Ósk um tengingu við ljósleiðara Ljóspunkts ehf.
Lagt fram erindi sex íbúa í Andakíl þar sem þeir óska eftir að Borgarbyggð gangi til samninga við Ljóspunkt ehf. um að afhenda fyrirtækinu þá 12 styrki sem Fjarskiptasjóður úthlutaði Borgarbyggð á árinu 2017 vegna tengingar tengipunkta í Andakíl við Ljóspunkt ehf. Byggðarráð óskar eftir fundi með íbúum til þess að fara yfir erindið áður en því er formlega svarað. Sveitarstjóra falið að boða til fundar.
3.20 1810080 – Frá nefndasviði Alþingis – 172. mál til umsagnar
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023. Sveitarstjóra falið að undirbúa umsögn fyrir næsta fund byggðarráðs.
3.21 1810081 – Frá nefndasviði Alþingis – 173. mál til umsagnar
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033. Sveitarstjóra falið að undirbúa umsögn fyrir næsta fund byggðarráðs.
3.22 1810088 – Frá nefndasviði Alþingis – 27. mál til umsagnar
3.23 1810070 – 209. fundur í Safnahúsi
3.24 1806018 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – verkfundir
3.25 1810097 – Fundargerð 864. fundar stjórnar sambandsins
4. Byggðarráð Borgarbyggðar – 467 – 1810013F
Fundargerð 467. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
4.1 1806098 – Samanburður fjárhags við fjárhagsáætlun 2018
Eiríkur Ólafsson kynnti samanburð fjárhags við fjárhagsáætlun 2018. Rekstur er vel innan marka þótt einstakir liðir víki aðeins frá áætlun.
4.2 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram áætlun fyrir tekjur og rekstrarútgjöld sveitarfélagsins fyrir árið 2019. fór yfir það sem unnið hefur verið frá síðasta fundi við undirbúning fjárhagsáætlunar hvað varðar tekjur og rekstrarkostnað sveitarfélagsins. Eftir er að vinna framkvæmdaáætlun og setja ramma fyrir það fjármagn sem fer til viðhalds mannvirkja. Áætluninni vísað til næsta fundar sveitarstjórnar til fyrri umræðu með þeim fyrirvara að unnið verður áfram að endanlegri uppsetningu hennar á þeim tíma sem til ráðstöfunar er.
4.3 1810110 – Tækjakaup 2018
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs um tilfærslu milli liða í fjárhagsáætlun í þeim tilgangi að fjármagna hluta af endurnýjun Avant vél áhaldahússins. Eldri vél verður sett upp í kaupverð hinnar nýju. Milligjöf verður 2.5 m.kr. Byggðarráð samþykkti erindið og leggur það fyrir næsta fund sveitarstjórnar til endanlegrar afgreiðslu.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

4.4 1804032 – Söfnun lífræns úrgangs
Lögð fram minnisblöð (vinnuskjöl) verkefnisstjóra Umhverfis- og skipulagssviðs um annars vegar kostnaðarauka við söfnun lífræns úrgangs og hins vegar um hvernig staðið er að þeim málum hjá nokkrum áþekkum sveitarfélögum. Byggðarráð þakkaði minnisblöðin og felur umhverfis- og skipulagssviði að vinna málið áfram m.a. greina kostnaðaráhrif og áhrif annarra samverkandi þátta. Ljóst er að skv. væntanlegri löggjöf verður sveitarfélagið bundið af reglum um söfnum lífræns úrgangs frá 1. janúar 2021.
4.5 1810127 – Ósmalaðar jarðir 2018
Framlagt bréf frá formanni afréttarnefndar Þverárréttaruppreksturs, dags. 23. Október 2018, þar sem hann vekur athygli á að heimalönd jarðanna Skarðshamra, Hafþórsstaða, Hamars, Höfða og Grjóts hafa ekki sinnt lögboðinni skyldu sinni að smala heimalönd jarðanna í tengslum við skilaréttir haustsins. Sveitarstjóra falið að senda viðkomandi landeigendum bréf þar sem þeir eru minntir á fyrrgreindar skyldur sínar sem og hvatt til að uppfylla þær. Að öðrum kosti verði heimalöndin smöluð á kostnað landeigenda.
Davíð lagði fram svohljóðandi bókun: „Undirritaður vill fá skriflegt svar við því á næsta byggðaráðsfundi hvort búið sé að smala þær jarðir sem um er rætt í bréfi formanns afréttanefndar Þverárréttarupprekstrar dags. 23/10 og hvort sveitarfélagið ætli sér að láta smala þær jarðir sem mögulega eru ennþá ósmalaðar.“

Til máls tóku DS, GAJ

4.6 1810095 – Mannauðsmál
Lagt fram minnisblað mannauðsstjóra Borgarbyggðar, dags. 20. Október 2018, þar sem farið er yfir stöðu starfsmannamála annars vegar í tengslum við starf byggingarfulltrúa og hins vegar varðandi aukna áherslu á að sinna eldvarnareftirliti í sveitarfélaginu. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að ráða starfsmann til starfa á skipulagssviði í fullt starf, tímabundið í eitt ár.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn samþykkir að ráða starfsmann, tímabundið í eitt ár, til starfa á skipulags- og framkvæmdaviði.
Samþykkt samhljóða.

4.7 1808212 – Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar – endurskoðun
Rætt um endurskoðun á samþykktum Borgarbyggðar. Byggðarráð ræddi framkomnar hugmyndir sem lúta að aukinni skilvirkni hjá fastanefndum sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að breyta nefndaskipan Borgarbyggðar í tveimur atriðum. Í fyrsta lagi að skipta Umhverfis, skipulags og landbúnaðarnefnd upp í tvær nefndir, umhverfis-og landbúnaðarnefnd og skipulagsnefnd. Þessar nefndir verði hvor fyrir sig skipuð fimm einstaklingum. Síðan leggur byggðarráð til við sveitarstjórn að sett verði á fót atvinnu, markaðs- og menningarmálanefnd. Sú nefnd verði skipuð þremur einstaklingum. Tillögunni er vísað til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn samþykkir að vísa afgreiðslu byggðarráðs til seinni umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku HLÞ, GLE, MSS, LBÁ

4.8 1810122 – Ungmennaráð 2018-2019
Skipan ungmennaráðs: Byggðarráð leggur til við sveitarstjorn að eftirtaldir verði skipaðir í Ungmennaráð Borgarbyggðar:

Frá Grunnskólanum í Borgarnesi

Elín Björk Sigurþórsdóttir

Elinóra Ýr Kristjánsdóttir

Frá Grunnskóla Borgarfjarðar

Kristján Bjarni Jakobsson

Elías Andri Harðarson

Frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Dagbjört Diljá Haraldsdóttir

Arna Hrönn Ámundadóttir

Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn samþykkir að vísa þessum lið til byggðarráðs.

Til máls tóku MSS, LBÁ

4.9 1810015 – Ungmennaþing Vesturlands
Lögð fram til kynningar dagskrá ungmennaþings sem haldið verður á Laugum í Sælingsdal dagana 2. – 3. nóv. Byggðarráð fagnar því framtaki að komið verði á samræðuvettvangi milli ungmenna á Vesturlandi og kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum. Tveir fulltrúar sveitarstjórnar Borgarbyggðar mæta til þings.
4.10 1810128 – Heilbrigðisþing 2. nóvember 2018
Lögð fram til kynningar dagskrá heilbrigðisþings sem haldið verður þann 2. nóvember nk. á Grand hótel, Reykjavík.
4.11 1810135 – Aðalfundur Grundartanga ehf þróunarfélags 16.nóv. 2018
Lagt fram fundarboð aðalfundar Þróunarfélags Grundartanga ehf. sem haldinn verður í fundarsal stjórnsýsluhúss Hvalfjarðarsveitar þann 16. Nóvember 2018 kl. 15:00. Dagskrá fundarins er í samræmi við 13 gr. samþykkta félagsins. Byggðarráð tilnefndi Gunnlaug A Júlíusson sveitarstjóra til að sitja fundinn. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að Guðveig Eyglóardóttir taki sæti í stjórn félagsins fyrir hönd Borgarbyggðar.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

4.12 1810129 – Persónuvernd heimsækir landsbyggðina
Lagt fram til kynningar erindi Persónuverndar, dags. 10. Október 2018, um kynningarfund um persónuverndarmál sem haldinn verður í Hjálmakletti. Tímasetning fundarins hefur verið ákveðin fimmtudaginn 22. Nóvember n.k. milli kl. 12:30 og 14:30.
4.13 1810080 – Frá nefndasviði Alþingis – 172. mál til umsagnar
Lögð fram drög að bókun vegna tillögu að samgönguáætlun Alþingis fyrir árin 2019-2028 og 2033: Byggðarráð bókaði eftirfarandi:

Á fundi byggðarráðs þann 18. október 2018 voru lagðar fram til kynningar tvö erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis. Þau voru tillaga til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2023 og tillaga til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 – 2033. Óskað var umsagnar sveitarfélagsins um fyrrgreindar tillögur. Sveitarstjóra var falið að undirbúa umsögn fyrir næsta fund byggðarráðs. Þar sem fyrrgreindar tillögur eru svo nátengdar er sá kostur valinn að fjalla um þær í einni umsögn.

Umsögn Byggðarráðs um framlagðar tillögur að samgönguáætlun:

Borgarbyggð er með landstærstu og víðfeðmustu sveitarfélögum landsins. Það gefur sveitarfélaginu ákveðna sérstöðu á landsvísu. Ein af sérstöðu sveitarfélagsins er hve búseta er dreifð um sveitarfélagið. Því er vegakerfi mjög umfangsmikið innan þess. Miklu máli varðar að samgöngur séu greiðar í svo landstóru sveitarfélagi, hvort sem er fyrir íbúa í dreifbýlinu til að sækja atvinnu eða þegar þörf er á að að veita þeim margháttaða þjónustu. Um 60% vega á Vesturlandi eru ekki lagðir bundnu slitlagi. Stór hluti þessara malarvega eru innan Borgarbyggðar. Í allri þeirri umræðu um að þörf sé á að leggja sérstaka áherslu á að taka þurfi sérstakt tillit til aukningar á ferðamannastraumi til landsins við áherslur um aðgerðir í vegamálum þá má ekki gleyma því að vegir eru einnig og ekki síður fyrir þá íbúa sem landið byggja. Um 300 km. af vegakerfi Borgarbyggðar eru malarvegir. Víða er ástand þeirra mjög slæmt. Með grófri nálgun má færa að því rök fyrir því að skólaakstur fari fram á um helmingi þessara vega. Þjónusta þarf mjólkurframleiðendur reglubundið á álíka löngum malarvegum. Akstur skólabíla og mjólkurbíla fer þó alls ekki alltaf saman. Mikið af malarvegum og þá sérstaklega á Mýrunum eru illa uppbyggðir og illa viðhaldnir troðningar.

Byggðarráð Borgarbyggðar mótmælir harðlega hve litlir fjármunir eru lagðir til uppbyggingar vegakerfisins innan Borgarbyggðar í langtímaáætlun í samgöngumálum. Ekki er gert ráð fyrir að lagðir séu fjármunir til að ljúka Uxahryggjavegi fyrr en eftir 5-10 ár. Sú leið er gríðarlega mikilvæg hvað varðar bættar samgöngur milli Vesturlands og Suðurlands. Síðan er svokölluð „hjáleið“ framhjá Borgarnesi sett inn á samgönguáætlun eftir 10-15 ár.

Þessi framkvæmd hefur verið inni á samgönguáætlun um áratuga skeið en án þess að af framkvæmdum hafi orðið. Hæpið er því að búast við að úr henni verði á þessu tímabili frekar en á liðnum áratugum. Með hliðsjón af framansögðu þá er ekki að sjá að neinar framkvæmdir í uppbyggingu vega í Borgarbyggð séu fyrirhugaðar á næstu 15 árum þrátt fyrir gríðarlega langt malarvegakerfi sem að verulegu leyti er í mjög lélegu ástandi.

Í samantekt þeirri sem SSV hefur nýlega kemur fram að einungis eigi að leggja 500 m.kr. til nýframkvæmda á Vesturlandi á næstu fimm árum. Það er algerlega óviðunandi niðurstaða. Fjárveitingar til tengivega eru einnig óásættanlegar miðað við umfang og ástand malarvega í sveitarfélaginu.
Þegar litið er til samgönguáætlunarinnar í heild sinni þá vaknar sú spurning hvort eðlilegt sé að setja Vesturland og Vestfirði í einn flokk sem nefnist Vestursvæði. Miklir fjármunir renna til þessa svæðis í samgönguáætlun þeirri sem kynnt hefur verið. Að langstærstum hluta til renna þeir til Vestfjarða vegna þeirra umfangsmiklu framkvæmda sem þar standa yfir eða eru fyrirhugaðar. Ekki skal á nokkurn hátt dregið úr nauðsyn fyrirhugaðra vegabóta á Vestfjörðum. Það kæmi á hinn bóginn miklu skýrar í ljós í þeim tillögum að samgönguáætlun sem lögð hefur verið fyrir Alþingi, hve litla fjármuni er fyrirhugað að leggja í vegaframkvæmdir á Vesturlandi á komandi árum, ef Vesturland stæði eitt og sér í áætluninni.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir fundi með þingmönnum kjördæmisins um samgönguáætlun.

Til máls tók HLÞ
4.14 1810130 – Fundargerð Faxaflóahafna sf. 19. október 2018 Fundur nr. 173
4.15 1810132 – 210. fundur í Safnahúsi
5. Byggðarráð Borgarbyggðar – 468 – 1810016F
Fundargerð 468. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
5.1 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Framhaldið vinnu við fjárhagsáætlanagerð Borgarbyggðar. Eiríkur Ólafsson, sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti stöðu vinnunnar.
GE leggur fram eftirfarandi bókun „Undirrituð situr hjá við afgreiðslu málsins. Engin gögn tengd fjárhagsáætlun fylgdu með fundarboði. Engin framkvæmdaáætlun er lögð fram á fundinum. Undirrituð lýsir vonbrigðum með seinagang í vinnubrögðum meirihlutans og tafir á gögnum sem eiga með réttu að liggja fyrir fundinum.“MSS, fyrir hönd meirihluta byggðarráðs leggur fram eftirfarandi bókun „Undirrituð benda á að boðaður verður aukafundur í byggðarráði næstkomandi mánudag þar sem lögð verður fram framkvæmdaráætlun og heilstæð fjárhagsáætlun. Bent er á að gögn sem tengjast vinnu fjárhagsáætlunar eru í fundargátt þó svo að ekki fylgi ný skjöl fundarboði.“
5.2 1810068 – Bætt starfsumhverfi leikskóla
Framlögð skýrsla um bætt starfsumhverfi leikskóla sem lögð var fram á fundi fræðslunefndar þann 18. október sl. Nokkrar umræður urðu um skýrsluna og þau áhersluatriði sem komu fram í henni. Byggðarráð felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að útfæra tillögurnar og með hvaða hætti hægt er, í áföngum, að koma til móts við þær tillögur sem fram koma í skýrslunni. Einnig að kanna skörun tillagna við gildandi kjarasamninga. Byggðarráð telur ekki rétt að loka leikskólum milli jóla og nýárs.
5.3 1810189 – Gæðamál – verkferlar
Gæðamál og verkferlar. Formaður ræddi um þörf fyrir að styrkja móttöku og afgreiðslu erinda með úttekt á verkferlum og læra af reynslu annarra sveitarfélaga í því sambandi. Sveitarstjóra falið að afla upplýsinga um sérfræðinga á þessu sviði sem gætu tekið slíkt verk að sér og afla verðtilboða.
Til máls tóku SJB, GLE
5.4 1810071 – Ljósleiðari Borgarbyggðar – opnun tilboða
Tilboð í lögn ljósleiðara í Borgarbyggð. Sveitarstjóri lagði fram minnisblað um niðurstöður Ríkiskaupa á mati á framkomnum tilboðum. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki að taka tilboði SH leiðarans sem var lægstbjóðandi í verkið.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

Til máls tók SES

5.5 1810073 – Eldriborgararáð 2018 – 2022
Tilnefning í eldriborgararáð fyrir tímabilið 2018-2022. Eftirfarandi voru tilnefndir af hálfu Borgarbyggðar: Sigurður Helgason, Ingibjörg Hargrave, Sigurður Oddsson, Rannveig Lind Egilsdóttir. Fyrir Félag eldriborgara í Borgarfjarðardölum: Pétur Jónsson og Sigríður Blöndal. Fyrir Félag eldri borgara í Borgarnesi: Guðrún María Harðardóttir og Fanney Hannesdóttir.
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að skipa ofangreinda í eldriborgararáð.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs um tilnefningu í öldungaráð.
Samþykkt samhljóða.

5.6 1808168 – Borgarbraut 57 – 59, bréf 20.8.2018
Lögð fram drög Lögmannsstofunnar Pacta að svarbréfi við erindi frá lögfræðiþjónustunni Nordik dags. 20. ágúst 2018 vegna framkvæmda að Borgarbraut 57-59. Byggðarráð samþykkti drögin með smávægilegum breytingum.
Þórólfur Óskarsson byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.
5.7 1802096 – Skipulag snjómoksturs
Lögð fram drög að snjómokstursreglum Borgarbyggðar fyrir veturinn 2018-2019. Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að staðfesta framlagðar snjómokstursreglur.

GLE situr hjá við afgreiðslu málsins.

Davíð lagði fram svohljóðandi bókun:
„Fulltrúar framsóknarflokksins geta ekki samþykkt þá þjónustuskerðingu sem felst í nýjum snjómokstursreglum fyrir dreifbýlið. Fulltrúar framsóknarflokksins óska eftir því að í reglum sé gert ráð fyrir að vegir séu mokaðir svo sem kostur er til að tryggja að íbúar sveitarfélagsins geti komist leiðar sinnar.“Sigríður lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta sveitarstjórnar:
„Endurskoðaðar viðmiðunarreglur vegna snjómokstur sem lagt er til að sveitarstjórn samþykki er verkfæri sem snjómokstursfulltrúar hafa þegar taka þarf ákvarðanir varðandi snjómokstur. Í reglunum er skýrt að sveitarfélagið sinni lögboðinni skyldu sinni, eins og t.d. það að tryggja aðgengi að skóla, sorphirða geti átt sér stað og að hægt sé að sinna félagsþjónustu. Gagnrýnt hefur verið að mokstur vegna einstakra atvinnugreina sé ekki getið í viðmiðunarreglunum. Meirihluti sveitarstjórnar Borgarbyggðar telur ekki stætt á því að þjónustua eina atvinnugrein fram yfir aðrar. Ef þjónusta á öll fyrirtæki með snjómokstri þá hefur það í för með sér umtalsverðan kostnaðarauka fyrir sveitarfélagið.“Niðurstaða þessa fundar:Sveitarstjórn staðfesti framlagðar reglur um snjómokstur í Borgarbyggð 2018 – 2019 með 5 atkvæðum (LBÁ, MSS, HLÞ, SJB, SES) gegn 4 (FL, DS, SSÁ, GLE).Til máls tóku DS, SJB, FL
5.8 1810137 – Ágóðahlutagreiðsla 2018
Lagt fram til kynningar bréf EBÍ frá 18. október 2018 þar sem kynnt er niðurstaða fyrir Borgarbyggð í ágóðahlutagreiðslu sveitarfélagsins vegna ársins 2018. Samtals er um að ræða fjárhæð upp á 795.500 kr. Byggðarráð þakkaði erindið og leggur til að sveitarstjórn samþykki að þessari fjárhæð verði farið til að endurnýja búnað og tæki slökkviliðs Borgarbyggðar.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

5.9 1810143 – Ábending vegna gildissviðs PVRG í skólum
Lögð fram til kynningar ábending frá Persónuvernd vegna misskilnings í skólasamfélaginu vegna gildissviðs nýrra laga. Í erindinu er farið yfir allnokkur atriði þar sem gildandi reglur hafa verið oftúlkaðar. Byggðarráð þakkaði erindið og lagði áherslu á að mikilvægt sé að ekki sé gengið lengra í þessum efnum en lög og reglur heimila. Persónuverndarfulltrúi hefur þegar kynnt erindið fyrir skólasamfélaginu í Borgarbyggð.
Erindinu er vísað til fræðslunefndar til umfjöllunar og frekari kynningar.
Samþykkt að vísa erindinu til fræðslunefndar.
5.10 1810173 – Rekstrarkostnaður á nemanda í grunnskólum sveitarfélaga 2017
Lögð fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem gerður er samanburður á rekstri grunnskóla í landinu sem reknir eru af sveitarfélögunum á árinu 2017. Byggðarráð þakkaði samantektina en í henni koma margar athyglisverðar upplýsingar og vísar málinu til fræðslunefndar.
5.11 1810172 – Rekstrarkostnaður á heilsdagsígildi í leikskólum 2017
Lögð fram til kynningar samantekt frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem gerður er samanburður á rekstri leikskóla í landinu sem reknir eru af sveitarfélögunum á árinu 2017. Unnið er út frá samanburði á heilsdagsígildi í leikskólum. Byggðarráð þakkaði samantektina en í henni koma margar athyglisverðar upplýsingar og vísar málinu til fræðslunefndar.
5.12 1810174 – Stöðumat á lífríki Andakílsár
Lögð fram skýrsla Hafrannsóknarstofnunar frá 23. Október þar sem lagt er fram stöðumat á lífríki Andakílsár. Farið er yfir hvaða áhrif urðu af umhverfisslysi því sem átti sér stað í ánni vorið 2017. Í skýrslunni er einnig skýrt frá hvaða rannsóknir hafa verið gerðar og hverjar verða afleiðingar atburðarins. Líklegt er að áhrifin komi fyrst og fremst í laxagöngum í ánni á árunum 2020 og 2021 þegar klakárgangur 2017 hefði átt að vera mest áberandi.
5.13 1810179 – Slökkvilið Borgarbyggðar – úttekt 2018
Rætt um vinnu við úttekt á stöðu slökkviliðs Borgarbyggðar. Reiknað er með að lokaskýrsla liggi fyrir um miðjan nóvember.
5.14 1810181 – Ritun fundargerða – leiðbeiningar um bókanir
Lagt fram minnisblað sveitarstjóra frá 15. október 2018 þar sem farið er yfir ýmis atriði er varða fyrirkomulag bókana og afgreiðslu mála.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera vinnureglur upp úr minnisblaðinu sem lagðar verða fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn samþykkir framlagðar leiðbeiningar um ritun fundargerða.
Samþykkt samhljóða.

5.15 1810180 – Greiðslur vegna aksturs – endurskoðaðar reglur.
Lagar fram endurskoðaðar reglur um launakjör sveitarstjórnar, byggðarráðs, nefnda og vinnuhópa hjá Borgarbyggð. Ákvæði um endurgreiðslu á aksturskostnaði hafa verið skýrðar frá núgildandi reglum en að öðru leyti eru reglurnar óbreyttar. Byggðarráð leggur til að sveitarstjórn samþykki fyrrgreindar breytingar á reglum um greiðslur fyrir fundarsetur og endurgreiðslu á aksturskostnaði.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs samhljóða.

5.16 1810168 – Borgir og Borgaland – Umsókn um sameiningu
Framlögð umsókn Inga Tryggvasonar hrl, dags. 26. Október 2018, f.h. GG húsa ehf., kt. 681113-0610, og Georgs Gíslasonar, kt. 250378-3359, um að sameina landspilduna Borgaland F2109570 við jörðina Borgir F2109558. Byggðarráð vísar erindinu til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
5.17 1811004 – Lok máls nr. 9809-2018
Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis um lok máls 9809/2018 v. grenndarkynningar v. byggingarleyfis Egilsgötu 6.
5.18 1810169 – Til umsagnar 222. mál frá nefndasviði Alþingis
5.19 1810170 – Til umsagnar 212. mál frá nefndasviði Alþingis
5.20 1810183 – Frá nefndasviði Alþingis – 20. mál til umsagnar
5.21 1810171 – Fundargerð Aðalfundar Nemendagarða ehf.
6. Byggðarráð Borgarbyggðar – 469 – 1811001F
Fundargerð 469. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
6.1 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Framlagðar tillögur að fjárheimildum fyrir rekstur og fjárfestingar Borgarbyggðar á árinu 2019 ásamt rekstrar og fjárfestingaráætlun fyrir árin 2020 – 2022. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 afgreidd til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Fundur sveitarstjórnar verður haldinn þann 8. nóvember n.k.

GLE situr hjá við afgreiðslu tillögunnar.

7. Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 173 – 1810007F
Fundargerð 173. fundar fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Magnús Smári, formaður nefndarinnar, kynnti efni fundargerðarinnar.
7.1 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Forstöðumenn hafa skilað inn fyrstu tillögum að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019. Farið var yfir heildarniðurstöðu hverrar stofnunar.
7.2 1810066 – Starfsáætlanir skóla veturinn 2018-2019
Starfsáætlanir skóla ásamt umsögnum foreldraráða/skóla fyrir veturinn 2018-2019 lagðar fram og ræddar. Nefndin lýsir ánægju sinni með metnaðarfullar starfsáætlanir sem endurspegla vel það faglega og fjölbreytta starf sem unnið er í skólum Borgarbyggðar.
7.3 1810068 – Bætt starfsumhverfi leikskóla
Greinargerð með tillögum um aðgerðir til að bæta starfsumhverfi leikskóla Borgarbyggðar lögð fram. Greinargerðin var unnin í nánu samstarfi við starfsfólk og stjórnendur leikskólanna. Lagt er til að:
Frá og með hausti 2019 verði reiknað með 9 fermetrum á barn í leikskólum Borgarbyggðar.
Breytingar verði gerðar á barngildisviðmiðum um áramót 2018-2019.
Hafið verði samtal sveitarfélagsins og þeirra háskóla sem mennta leikskólakennara um skipulag og fyrirkomulag námsins svo að álagi á leikskólann verði haldið í lágmarki.
Lágmarksundirbúningur á hverja deild verði skilgreindur 15 klukkustundir á viku.
Tveggja klukkustunda starfsmannafundi verði bætt við hvern leikskóla á árinu 2019 til starfsþróunar.
Leikskólar Borgarbyggðar verði lokaðir milli jóla og nýárs frá og með vetrinum 2019-2020.
Kostnaðarmat tillagna er um tíu milljónir á ári.
Fræðslunefnd telur brýnt að bæta starfsumhverfi leikskóla og tekur jákvætt í tillögur leikskólanna en leggur til að tillagan um að leikskólar loki milli jóla og nýárs verði tekin til frekari umræðu og að gerð verði viðhorfskönnun meðal foreldra um hana. Tillögunum er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.
7.4 1712055 – Rannsókn á högum og líðan ungs fólks
Kynning á niðurstöðum rannsóknarinnar Ungt fólk meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk árið 2018 var haldin í Borgarnesi og á Kleppjárnsreykjum í vikunni. Rannsóknin er framkvæmd meðal allra barna í grunnskólum landsins á nokkurra ára fresti og hafa nýst við stefnumótun í forvarnastarfi á meðal fólks sem starfar á vettvangi með börnum og unglingum í fjölda ára. Rannsóknin hefur meðal annars kannað þætti í lífi barna og unglinga á borð við andlega og líkamlega heilsu og líðan, fjölskylduaðstæður, frístundaiðkun, áfengis- og vímuefnaneyslu, árangur í námi, líkamsrækt og þátttöku í íþróttastarfi, trúarskoðanir, mataræði og sjálfsvíg. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið nýttar með staðbundnum hætti, innan sveitarfélaga, hverfa og skóla til að auka skilning á högum ungs fólks og bæta aðstæður þeirra, heilsu og líðan. Sú vinna sem fram hefur farið á á vettvangi á Íslandi frá árinu 1997 hefur skilað sér í umtalsverðri minnkun á neyslu áfengis og vímuefna meðal ungs fólks. Þetta sýnir rannsóknin glögglega. Fræðslunefnd leggur áherslu á að unnið verði með niðurstöður rannsóknarinnar meðal allra sem að börnum og unglingum koma. Jákvætt er hve líðan ungmenna er almennt góð, en huga þarf að svefnvenjum þeirra og notkun samfélagsmiðla og setja reglur þar um.
Til máls tóku GLE, HLÞ, MSS
7.5 1810076 – Frístundastyrkur
Farið yfir reglur um frístundastyrk og notkun þeirra. Fræðslunefnd telur mikilvægt að auka notkun styrksins og leggur áherslu á að hann sé vel kynntur foreldrum.
Til máls tóku SJB, MSS,
7.6 1810067 – Stýrihópur um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð
Sigurður Guðmundsson framkvæmdarstjóri UMSB kynnti þá vinnu sem fram fór á árunum 2005-2006 um stækkun íþróttahússins. Einnnig kynnti Sigurður greinargerð vinnuhóps UMSB um fjölnota íþróttahús en samþykkt var á sambandsþingi UMSB 2017 að skipa starfshóp til að greina byggingu fjölnota íþróttahúss í Borgarnesi. Fræðslunefnd leggur til að byggðarráð skipi stýrihóp um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja í Borgarbyggð sem verði falið það hlutverk að þarfa- og kostnaðargreina uppbygginguna, framkvæma staðarvals- og umferðagreiningu og taka tillit til fjárfestingagetu sveitarfélagsins. Hópurinn taki mið af nýsamþykktri stefnu Borgarbyggðar í íþrótta- og tómstundamálum.
Til máls tók GLE
7.7 1810015 – Ungmennaþing Vesturlands
Dagana annan og þriðja nóvember næstkomandi fer fyrsta ungmennaþing Vesturlands fram á
Laugum í Sælingsdal. Fulltrúum sveitastjórna á Vesturlandi er boðið að taka þátt síðari daginn. Um er að ræða samstarfsverkefni sveitafélaga á Vesturlandi, ungmennaráða og Samtaka sveitafélaga á Vesturlandi. Verkefnið er áhersluverkefni í Sóknaráætlun Vesturlands. Þátttakendur munu ræða stöðu ungmenna á Vesturlandi frá ýmsum hliðum auk þess sem boðið verður upp á fyrirlestra sem tengjast málefnum ungs fólks og ungmennaráða. Fræðslunefnd hvetur sveitarstjórnafulltrúa og ungmennaráð að fjölmenna á þingið.
Formaður leggur til að Ungmennaráð Borgarbyggðar verði boðið á næsta fund fræðslunefndar.
8. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 67 – 1810003F
Fundargerð 67. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Sigríður Júlía, formaður nefndarinnar, kynnti efni fundargerðarinnar.
8.1 1809127 – Refa- og minkaeyðing
Jón Axel Jónsson kom á fundinn og fór yfir sína sýn á fyrirkomulagi refa – og minkaveiði í sveitarfélaginu og breytinga á því. Nefndin þakkar honum fyrir fróðlegt erindi og góðar ábendingar.
8.2 1810048 – Beiðni um afgirt svæði fyrir hunda í Borgarnesi
Framlagt erindi Sigríðar Dóru Sigurgeirsdóttur, hundaeiganda í Borgarnesi um að komið verði upp afgirtu svæði fyrir hunda. Nefndin þakkar erindið og felur umhverfis – og skipulagssviði að útfæra hugmyndir að slíku svæði fyrir næsta fund nefndarinnar.
8.3 1810133 – Ferjubakki II – Óverulega breyting á deiliskipulagi
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ferjubakka II í Borgarbyggð til grenndarkynningar. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 30. ágúst 2018. Breytingin tekur til færslu á stækkun bílageymslu, hámark byggingarmagns bílageymslu er aukið úr 80 m² í 100 m² ásamt hliðrun byggingarreits íbúðarhúss á Ferjubakka 2. Á austurhluta skipulagsvæðis er stofnuð ný lóð Ferjubakki 2, Miðbæjarklettur, sú lóð er tekin úr landi Ferjubakka 2, Miðbær (L 135029). Stofnun lóðar Miðbæjar 2 fór ekki í gegnum deiliskipulagsbreytingu. Í þessari deiliskipulagsbreytingu er lóð Miðbæjar 2 sett inn á deiliskipulag ásamt því að hún er stækkuð úr 1.500 m² í 1.833 m² að norðanverðu. Á gildandi skipulagsuppdrætti eru byggingareitir sem fyrirhugað var að fjarlægja. Búið er að fjarlæga þær byggingar og þar með eru reitirnir teknir út af uppdrætti. Nöfn á íbúðarhúsum eru uppfærð Miðbær 2 og Ferjubakki 2. Nefndin leggur til að grenndarkynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi landareigna. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Ferjubakka II í Borgarbyggð til grenndarkynningar. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 30. ágúst 2018. Breytingin tekur til færslu á stækkun bílageymslu, hámark byggingarmagns bílageymslu er aukið úr 80 m² í 100 m² ásamt hliðrun byggingarreits íbúðarhúss á Ferjubakka 2. Á austurhluta skipulagsvæðis er stofnuð ný lóð Ferjubakki 2, Miðbæjarklettur, sú lóð er tekin úr landi Ferjubakka 2, Miðbær (L 135029). Stofnun lóðar Miðbæjar 2 fór ekki í gegnum deiliskipulagsbreytingu. Í þessari deiliskipulagsbreytingu er lóð Miðbæjar 2 sett inn á deiliskipulag ásamt því að hún er stækkuð úr 1.500 m² í 1.833 m² að norðanverðu. Á gildandi skipulagsuppdrætti eru byggingareitir sem fyrirhugað var að fjarlægja. Búið er að fjarlæga þær byggingar og þar með eru reitirnir teknir út af uppdrætti. Nöfn á íbúðarhúsum eru uppfærð Miðbær 2 og Ferjubakki 2. Sveitarstjórn samþykkir að grenndarkynnt verði fyrir eigendum aðliggjandi landareigna. Fyrirhuguð breyting er í samræmi við Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010 – 2022. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða

8.4 1808210 – Hraunsnef – lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsnef. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar, bæta við frístundabyggð (F148) á um 21 ha svæði í landi Hraunsnefs, innan frístundasvæðisins verða 12 frístundahús. Bent er á að hér er um að ræða breytta lýsingartillögu, sem áður hefur verið auglýst, og kemur þessi lýsing í stað þeirrar fyrri. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdatímabili. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum við gerð tillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsnef. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar, bæta við frístundabyggð (F148) á um 21 ha svæði í landi Hraunsnefs, innan frístundasvæðisins verða 12 frístundahús. Bent er á að hér er um að ræða breytta lýsingartillögu, sem áður hefur verið auglýst, og kemur þessi lýsing í stað þeirrar fyrri. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdatímabili. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum við gerð tillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

8.5 1810134 – Framtíðarsvæði fyrir gámastöð
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd gerir ekki athugasemdir við að Íslenska Gámafélagið sæki um lóðirnar Sólbakka 29 og 31 sem tilteknar eru í erindi þeirra.
8.6 1804089 – Umsókn um landsvæði til íþróttaiðkunar
Umhverfis,-skipulags- og landbúnaðarnefnd felur skipulagsfulltrúa að hefja hönnunar- og skipulagsferli málsins.
8.7 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 153
Fundargerðin framlögð
9. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 68 – 1811003F
Fundargerð 68. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstalkir liðir hennar bera með sér.
Sigríður Júlía, formaður nefndarinnar, kynnti efni fundargerðarinnar.
9.1 1708157 – Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar – Bjargsland II
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skv. tillögunni breytist afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11 auk verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. tekur til gatnanna Kvíaholts, Stekkjarholts og Stöðulsholts. Íbúðasvæði Í12 verður til og afmarkast af Hrafnakletti til norðausturs og nýrri safngötu sem tengist þvert á Hrafnaklett. Svæðið nær yfir Fjóluklett og nýtt byggingarsvæði norðan hennar og að Í11. Opið svæði til sérstakra nota O15 (leikvöllur) fellur út og óbyggt svæði minnkar. Skipulagssvæðið er u.þ.b. 19,3 ha að stærð. Nýting lóða er skilgreind sérstaklega í deiliskipulaginu, ýmist með nýtingarhlutfalli eða hámarksbyggingarmagni. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Ábendingar frá lögaðilum úr lýsingarferli voru teknar til greina í breytingartillögunni. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022. Skv. tillögunni breytist afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11 auk verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. tekur til gatnanna Kvíaholts, Stekkjarholts og Stöðulsholts. Íbúðasvæði Í12 verður til og afmarkast af Hrafnakletti til norðausturs og nýrri safngötu sem tengist þvert á Hrafnaklett. Svæðið nær yfir Fjóluklett og nýtt byggingarsvæði norðan hennar og að Í11. Opið svæði til sérstakra nota O15 (leikvöllur) fellur út og óbyggt svæði minnkar. Skipulagssvæðið er u.þ.b. 19,3 ha að stærð. Nýting lóða er skilgreind sérstaklega í deiliskipulaginu, ýmist með nýtingarhlutfalli eða hámarksbyggingarmagni. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Ábendingar frá lögaðilum úr lýsingarferli voru teknar til greina í breytingartillögunni. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein skipulagslaga.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tók MSS

9.2 1805057 – Bjargsland II – breyting á deiliskipulagi
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd leggur til að sveitarstjórn samþykki tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargslands II. Að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar er nú talin þörf á að breyta framboði byggingarlóða þannig að færri lóðir verði fyrir einbýlishús en fleiri fyrir raðhús og smærri íbúðir. Ennfremur er talið nauðsynlegt að koma fyrir vegtengingu að næsta fyrirhugaða íbúðarsvæði, en það svæði er áætlað norðan við Bjargsland II. Ofantalin atriði og ákvörðun um að stækka skipulagssvæðið til norðurs og bæta við það atvinnulóðum við Egilsholt, leiddu til þess að ákveðið var að uppfæra skipulagið í heild þ.e. uppdrátt, skipulagslýsingu og skipulagsskilmála. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdar tímabili. Málsmeðferð var samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bjargslands II. Að mati sveitarstjórnar Borgarbyggðar er nú talin þörf á að breyta framboði byggingarlóða þannig að færri lóðir verði fyrir einbýlishús en fleiri fyrir raðhús og smærri íbúðir. Ennfremur er talið nauðsynlegt að koma fyrir vegtengingu að næsta fyrirhugaða íbúðarsvæði, en það svæði er áætlað norðan við Bjargsland II. Ofantalin atriði og ákvörðun um að stækka skipulagssvæðið til norðurs og bæta við það atvinnulóðum við Egilsholt, leiddu til þess að ákveðið var að uppfæra skipulagið í heild þ.e. uppdrátt, skipulagslýsingu og skipulagsskilmála. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdar tímabili. Málsmeðferð var samkvæmt 43. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

10. Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 87 – 1810018F
Fundargerð 87. fundar velferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Silja Eyrún, formaður nefndarinnar, kynnti efni fundargerðarinnar.
10.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiddar voru tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
10.2 1607129 – Þjónusta við aldraða
Farið var yfir drög að aðgerðaráætlun í stefnu Borgarbyggðar í málefnum aldraðra. Mörgu er þegar unnið að og öðru þarf að koma í framkvæmd. Nefndin felur sviðssjóra að klára áætlunina og tímassetja verkefni.
10.3 1811006 – Erindisbréf Öldungaráðs
Lögð fram drög að erindisbréfi fyrir öldungaráð Borgarbyggðar. Samkvæmt breytingum á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 sem tók gildi 1. október 2018 skal vera formlegur samráðsvettvangur er nefnist öldungaráð þar sem fjallað er um þjónustu við aldraða og framkvæmd og þróun öldrunarmála. Í öldungaráði skulu að lágmarki sitja þrír fulltrúar kosnir af sveitarstjórn að loknum sveitarstjórnarkosningum og þrír fulltrúar tilnefndir af félagi eldri borgara, auk eins fulltrúa frá heilsugæslunni. Eldriborgararáð hefur verið starfandi hjá Borgarbyggð síðan 2008. Erindisbréf þess hefur verið uppfært til samræmis við lög um öldungaráð. Nefndin samþykkir erindisbréfið.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf samhljóða.

10.4 1607128 – Þjónusta við einstaklinga með fötlun
Ekki hefur verið hægt að fara í heimsókn í Ölduna eins og ákveðið var á síðasta fundi. Fara þurfti í viðgerðir á húsnæði hæfingarinnar vegna leka sem kom af efri hæð hússins og var starfsemi hæfingarinnar flutt í salinn að Borgarbraut 65a meðan á framkvæmdum stóð. Nú er viðgerðum að mestu lokið og starfsemin flutt til baka í húsnæðið. Fyrir liggur þó að fara þarf í breytingar og lagfæringar á eldhúsi.
Heimsókn í Ölduna verður skipulögð.
10.5 1810003 – Erindisbréf velferðarnefndar
Tillaga að erindisbréfi samþykkt.
Niðurstaða þessa fundar:

Sveitarstjórn samþykkir framlagt erindisbréf samhljóða.

10.6 1810195 – Þjónusta við fötluð börn
Rætt var hvort hægt væri að setja á fót nokkurs konar vinnusamninga fyrir unglinga með fatlanir, þ.e. gera samning við fyrirtæki og/eða stofnanir um að veita unglingum atvinnu í fáeina klukkustundir á viku og Borgarbyggð myndi greiða laun þeirra. Með þessu móti væri m.a. komið til móts við félagslega þörf fatlaðra barna, og kæmi í stað liðveislu sem oft á tíðum er erfitt að veita vegna skorts á liðveitendum. Félagsmálastjóra og formanni falið að útfæra reglur um verkefnið.
10.7 1810194 – Fjárhagsáætlun félagsþjónustu 2019
Drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2019 kynnt. Unnið verður að fjárhagsáætlun milli funda og fullgerð áætlun lögð fyrir á næsta fundi.
10.8 1811003 – Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2019 Kvennaathvarfið
Nefndin þakkar erindið og samþykkir að styrkja hið mikilvæga starf Kvennaathvarfsins um 100 þúsund krónur.
Samþykkt að vísa erindinu til byggðarráðs.
10.9 1811007 – Verkefni og starfsmannamál í félagsþjónustu og barnavernd
Farið yfir starfsmannamál og verkefni félagsþjónustu og barnaverndar. Mikil aukning hefur orðið í barnavernd og þungi mála hefur aukist bæði í barnavernd og félagsþjónustu. Nefndin telur ljóst að auka þurfi stöðugildi í félagsþjónustu um 50%. Nefndin leggur til við Byggðaráð að það verði gert.
Samþykkt að vísa erindinu til byggðarráðs.

Til máls tóku FL, HLÞ

11. Fjallskilanefnd Borgarbyggðar – 27 – 1810015F
Fundargerð 27. fundar fjallskilanefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
11.1 1810140 – Verkaskipting fjallskilanefndar Borgarbyggðar
Formaður kosinn Finnbogi Leifsson, varaformaður kosinn Ólafur Jóhannesson.
11.2 1802059 – Vinnuhópur um fjallskilamál
Innihald skýrslunnar rætt.
11.3 1810141 – Önnur mál fjallskilanefndar Borgarbyggðar
Rætt um ástand fjallgirðinga, fjallhúsa og skilarétta, tímasetningar leita o.fl.
Rætt um heimasmalanir á jörðum.
12. Fjárhagsáætlun 2019 – 1806099
Tillaga til fjárheimilda árið 2019 ásamt áætlun fyrir árin 2020 – 2022 lögð fram til fyrri umræðu.
Sveitarstjóri lagði fram og kynnti tillögu að fjárheimildum Borgarbyggðar fyrir árið 2019 og fjárhagsáætlun fyrir árin 2020 – 2022. Lagði hann fram greinargerð sem fylgir áætluninni við fyrri umræðu.

Greinargerð

Áætlun 20190-02022 A hluti – fyrri umræða

Áætlun 2019 – 2022 – A+B hluti – fyrri umræða

Framkvæmdaáætlun 2019 – 2022 – fyrri umræða

Málaflokkayfirlit 2019 – fyrri umræða

Guðveig lagði fram svohljóðandi bókun fulltrúa Framsóknarflokksins:
„Í framlagðri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 1,6 milljarða lántöku á kjörtímabilinu til að fjármagna fyrirliggjandi framkvæmdaáætlun. Fulltrúar framsóknarflokksins vara við því að fara í svo umfangsmikla lántöku með tilheyrandi kostnaði. Sveitarstjórn ber að hafa í huga varnaðarorð sem fram hafa komið í fréttum um að blikur séu á lofti um kólnun í hagkerfinu og vaxtahækkanir.
Þrátt fyrir uppsafnaða viðhalds- og fjárfestingarþörf telja fulltrúar framsóknarflokksins óábyrgt að gera áætlanir um að fjárfesta fyrir ríflega 2 milljarða á tímabilinu og leggja til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á framkvæmdaáætlun fyrir árin 2019-2022 og með því verði kostnaður við framkvæmdaráætlun fyrir tímabilið lækkaður um 455 milljónir. Ekki er forsvaranlegt að fjárfestingar á tímabilinu verði svo gott sem fjármagnaðar að fullu með lántöku. Nauðsynlegt er í tengslum við svo umfangsmikla fjárfestingaáætlun að fyrir liggi framtíðarsýn og rökstuðningur um nýtingu og sölu á fasteignum í eigu sveitarfélagsins til lengri tíma.

1. Framkvæmdum og endurbótum á Grunnskólanum í Borgarnesi verð lokið 2020 en ekki 2021 eins og fyrirliggjandi framkvæmdarætlun gerir ráð fyrir. Ljóst er að hagræði er í því að komast hjá verkstöðvun og nauðsynlegt að lágmarka þann tíma vegna óþæginda fyrir starfsmenn og nemendur.
2. Unnið verði að því árið 2019 að klára hönnun og útboðsgögn vegna byggingu leikskóla á Kleppjárnsreykjum. Framkvæmdum verði fresta til ársins 2020 og henni lokið 2021. Enn er óvissa er um kostnaðarmat á framkvæmdinni sem er ekki komin á útboðsstig.
3. Framkvæmdum við endurbætur á grunnskólanum á Kleppjárnsreykjum verði frestað fram á næsta kjörtímabil.
4. 80 milljónir sem fyrirhugað er að setja í annað leikskólahúsnæði verði frestað fram á næsta kjörtímabil.
5. 150 milljónum verðir ráðstafað á árunum 2021 og 2022 í skipulag, hönnun og undirbúning að nýju fjölnota íþróttahúsi í Borgarnesi.“

Guðveig lagði fram svohljóðandi fyrirspurn:
„Undirrituð óskar eftir skriflegu svari um það á næsta byggðarráðsfundi hverju líður að stofnun stýrihóps sem byggðarráð samþykkti að stofna á fundi 6.september s.l. í samvinnu við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Samþykkt þessi var í tengslum við umræðu um möguleika á hröðun lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrunum. Í máli fulltrúa Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins kom fram mikill vilji ráðherra til að flýta framkvæmdum eins og mögulegt er í ljósi þeirra stöðu sem uppi er á svæðinu. Samkvæmt fundargerð áttu að þessum stýrihóp að koma fulltrúar sveitarfélagsins, ríkisins, Búnaðarfélags Mýramanna og annarra hagsmunaaðila.“

Halldóra Lóa lagði fram svohljóðandi bókun meirihluta sveitarstjórnar:
„Fjárhagsáætlunin sem nú er lögð fram til fyrri umræðu gerir ráð fyrir að að rekstrarafgangur vegna ársins 2019 verði 116 m.kr fyrir A og B hluta sveitasjóðs. Veltufé frá rekstri í sjóðsstreymisyfirlitinu er rágert að séu tæpar 392 m. kr og handbært fé frá rekstri verði 366 m. kr. fyrir 2019.
Skuldir sveitafélagsins hafa lækkað verulega á síðustu árum. Árið 2019 eru skuldir A hlutans um 170 m. kr en árið 2024 lækka skuldir sveitafélagsins verulega, verða að mestu niðurgreiddar fyrir A hlutann 2025 og verða þá um 30 m. kr. Á næstu fjórum árum sem nú er fjallað um er áætlað að greiða niður skuldir sveitafélagsins um 1.200 m. kr. Lykilatriði í áætluninni er að rekstrarafkoman er jákvæð um 115 m. kr, skatttekjur hækka þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts úr 0.45% í 0.40%
Framkvæmdaáætlunin eins og hún er lögð fram í dag mun taka breytingum. Mikilvægt er að fá fram málefnalega umræðu um möguleika sveitafélagsins til að fjárfesta í þeim innviðum sem kallað er eftir. Yfirstandandi vinna um langtímamarkmið sveitafélagsins sem unnin er með KPMG mun varpa á ljósi á hversu hratt hægt er að að fara í þessar framkvæmdir. Þessar áætlanir munu síðan taka mið af því hvernig efnahagsástandið er hverju sinni. Mikilvægt er að öll sveitastjórn komi að þessari vinnu.
Til að fjármagna framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru og einnig þær sem þegar eru komnar af stað er nauðsynlegt að ráðast í lántöku. Gert ráð fyrir 400 m. kr lántöku 2019 miðað við þá framkvæmdaáætlun sem nú liggur fyrir. Ef farið verður hraðar í framkvæmdir við Grunnskólann í Borgarnesi gæti þurft að gera ráð fyrir hærri lántöku á næsta ári. Skuldastaða sveitafélagsins er góð en skuldaviðmið sveitafélagsins er 72% og fer batnandi. Með 400 m. kr lántöku mun skuldastaðan hækka tímabundið en er vel innan þess ramma sem sveitarfélaginu er fært. Þessvegna leggur meirihluti áherslu á að tekin verði umræða um hvort eigi að flýta framkvæmdum og hækka þar með skuldahlutfalið enn meira á næsta ári. Mikil umræða hefur verið i samfélaginu um allar þær brýnu framkvæmdir sem þurfi að ráðast í. Í þessari framkvæmdaáætlun má sjá helstu kröfur sem fram komu í kosningabaráttunni og hvað þær þýða. Þess má þó geta að nokkuð víst er að viðbygging við íþróttamiðstöð mun að öllum líkindum kosta meira en þær 450 m. kr eru settar fram í áætluninn. Tekið skal fram að ekki hefur verið tekin nein ákvörðun um að fara í þá framkvæmd en nauðsynlegt er að fara að gera ráð fyrir þessu í áætlunum þar sem líklegt er að um næstu stóru framkvæmd í sveitarfélaginu sé að ræða.
Verkefnin sem áætlað er að klára eins hratt og kostur er það eru viðbygging og endurbætur við Grunnskólann í Borgarnesi, koma leikskólanum Hnoðraból inn í nýtt húsnæði á Kleppjárnsreykjum og gera viðeigandi bætur á húnsæði grunnskólans þar svo vel fari um alla. Leggja ljósleiðara um hinar dreifðu byggðir Borgarbyggðar. Auk nauðsynlegra gatnagerðar til að hægt verði að fjölga íbúum svæðisins enn frekar víðsvegar um sveitafélagið.
Forsendur þessarar vinnu er að viðhalda árangri í rekstri stofnanna sveitarfélagsins sem náðst hefur á undanförnum árum en gæta jafnframt að gæðum þeirra þjónustu sem veitt er. Áfram verður haldið á þeirri braut að lækka álagningarhlutfall A-hluta fasteignaskatts.“

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árin 2019 – 2022 til síðari umræðu“.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Forseti lagði fram svohljóðandi tillögu:
„Sveitarstjórn samþykkir að álagning útsvars í Borgarbyggð á árinu 2019 verði 14,52% af tekjum“.

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GAJ, GLE, HLÞ, MSS, SJB, LBÁ.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45