175-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 175

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 13. september 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Silja Eyrún Steingrímsdóttir aðalmaður, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir aðalmaður, Orri Jónsson varamaður, Guðmundur Freyr Kristbergsson varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

 

Dagskrá:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra 2018 – 1801042
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.
2. Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 174 – 1808004F
Fundargerðin framlögð

Til máls tók GE,

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram eftirfarandi bókun
„Undirrituð óskar eftir skriflegu svari frá sveitarstjóra um hver framvinda máls og varna hefur verið að hálfu lögmannsstofunnar Lex f.h. Borgarbyggðar vegna gagnstefnu sem var lögð á Borgarbyggð af hálfu eiganda Króks í Norðurárdal 4. Okt 2017. Þar sem gerð var krafa um að óheimilt yrði að safna fé að hausti í landi jarðarinnar Króks og reka það fé af fjalli til réttar um land Króks. Óskað er eftir því að svarið verði lagt fram í byggðarráði.“

3. Byggðarráð Borgarbyggðar – 460 – 1808014F
Fundargerð 460. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
3.1 1808009 – Tilkynning um fund 31.8.2018
Lögð fram tilkynning um fund um þjóðlendur á vegum forsætisráðuneytisins sem haldinn verður í Borgarnesi 31. ágúst n.k. kl. 15:00. Sveitarstjórnarmenn og formenn fjallskilanefnda eru boðaðir til fundarins.
3.2 1808158 – Samanburður á fasteignagjöldum heimila
Framlögð skýrsla frá Byggðastofnun um samanburð á fasteignagjöldum heimila. Með fasteignagjöldum er átt við fasteignaskatt, lóðarleigu, fráveitugjald, vatnsgjald og sorpgjöld. Borgarnes er annað árið í röð með næst hæstu fasteignagjöld á landinu þegar gerður sem samanburður á sambærilegum grunni. Fráveitugjöld og vatnsgjöld sem greidd eru til Veitna ehf ráða þar mestu. Ljóst er að þessi gjöld eru þau hæstu á landinu hér í Borgarbyggð og því sanngirnismál að samræma gjaldskrár á starfssvæði Veitna. Aftur á móti hækkuðu fasteignagjöld í Borgarnesi einungis um 4% sem er með því minnsta sem gerðist á landinu á síðasta ári. Þegar fasteignaskatturinn, sem rennur til sveitarfélagsins, er metinn einn og sér, þá er Borgarnes um miðjan hóp sveitarfélaga. Álagningarhlutfall fasteignaskatts verður sérstakrar skoðunar við gerð næstu fjárhagsáætlunar. Nánari upplýsingar er að finna á síðu byggðastofnunar https://www.byggdastofnun.is/is/frettir/samanburdur-fasteignagjalda-heimila-arid-2018
Til máls tóku GE, MSS,

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun:
„Fulltrúar framsóknarflokksins í sveitarstjórn hvetja til þess að ráðist verði í markvissar aðgerðir til að bæta samkeppnishæfi sveitarfélagsins. Ljóst er að útgjöld íbúa og fyrirtækja sveitarfélagsins eru með þeim hæstu sem gerist á landinu. Fulltrúar Framsóknarflokksins óska efir því að við fyrirliggjandi vinnu við fjárhagsáætlun og markmiðasetningu verði áhersla lög á að lækka gjöld á fólk og fyrirtæki. Samhliða því verða fulltrúar meirihlutans að beita sér af festu að því að gjaldskrá OR vegna vatns- og fráveitu verði sambærileg og á öðrum veitusvæðum fyrirtækisins. Nauðsynlegt er að leggja fram framsækna framtíðarsýn um það hvernig megi tryggja búsetu vaxandi hóp fólks sem stundar atvinnu fyrir utan sveitarfélagið.“

3.3 1806099 – Fjárhagsáætlun 2019
Undirbúningi fjárhagsáætlunar 2019 fram haldið. Eiríkur Ólafsson fjármálastjóri mætti til fundarins. Hann fór yfir það sem unnið hefur verið að til undirbúnings fyrir fjárhagsáætlun og hver næstu skref verða. Einnig mætti Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi hjá KPMG til fundarins til samtals um áframhald verkefnisins „Brúin til framtíðar“
3.4 1808186 – Kynning á verkefni
Kynning á verkefni Sigursteins Sigurðssonar og Önnu Rúnar Kristbjörnsdóttur um kennileyti og áfangastað. Sigursteinn Sigurðsson og Anna Rún Kristbjörnsdóttir mættu til fundarins. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og fagnar frumkvæði þeirra og undirbúningi. Erindinu er vísað til umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar til úrvinnslu.
Tils máls tók HLÞ,
3.5 1808065 – Borgarbraut 55 – bréf 20.8.2018
Framlagt bréf lögfræðiþjónustunnar Advocatus slf. dags. 20. ágúst 2018 ásamt fylgigögnum varðandi málefni lóðarhafa að Borgarbraut 55. Byggðarráð ræddi efni bréfsins og bókaði eftirfarandi:
Sveitarstjóra falið að leita aðstoðar hjá lögmanni sveitarfélagsins við að vinna svar við erindinu sem lagt verði fyrir byggðarráð til áður en það er sent út.
Til máls tók HLÞ,
3.6 1807136 – Bréf He.V. v. starfsleyfi Borgarbraut 55.
Framlögð bréf heilbrigðiseftirlits Vesturlands vegna starfsleyfis Bifreiðaþjónustu Harðar að Borgarbraut 55. Eftirfarandi var bókað:

„Vegna afrits bréfs sem barst sveitastjóra dags 30. júlí 2018 og bréfs sem barst 28. ágúst, frá Heilbrigðiseftiliti Vesturlands vill byggðaráð árétta að mál er varðar starfsleyfi Bifreiðaþjónustu Harðar ehf. hefur aldrei fengið formlega umfjöllum af hálfu byggðaráðs eða sveitarstjórnar. Útgáfa starfsleyfa fyrirtækja af þessum toga er alfarið á ábyrgð heilbrigðiseftirlitsins.
Byggðaráð vill koma því á framfæri að það mun ekki gera athugasemd við að fyrirtækið fái að starfa meðan lóðaleigusamningur er í gildi svo fremi að starfsemin uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til hennar skv. öðrum lögum og reglugerðum. Byggðaráð telur rétt að óska eftir fundi sem fyrst með formanni heilbrigðisnefndar Vesturlands og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands“.

3.7 1808168 – Borgarbraut 57 – 59, bréf 20.8.2018
Framlagt bréf Nordik lögfræðiþjónustu dags. 20.ágúst.2018 varðandi Borgarbraut 57 – 59. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri og Sigurður Friðgeir Friðriksson skipulagsfulltrúi mættu til fundarins. Samþykkt að fela umhverfis – og skipulagssviði að taka saman minnisblað um efni bréfsins. Í framhaldi af því verði bréfinu svarað og óskað eftir fundi með hlutaðeigandi.
3.8 1808169 – Innleiðing í leikskólum vegna nýrra persónuverndarlaga
Framlagt bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 24. Ágúst, vegna innleiðingar ákvæða nýrra persónuverndarlaga í leikskólum. Vísað til fræðslunefndar.
3.9 1808149 – Rafveita í hesthúsahverfinu í Borgarnesi
Framlagt erindi frá rafmagnsnefnd Hmf. Borgfirðings, dags. 22. Ágúst 2018, varðandi rafmagnsmál í hesthúsahverfinu í Borgarnesi. Vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar.
3.10 1808181 – Góð afkoma OR – fréttatilkynning
Framlögð tilkynning OR, dags. 28, ágúst 2018, um góða afkomu OR fyrstu sex mánuði ársins. Byggðarráð fagnar góðri afkomu fyrirtækisins og hvetur til að sterk rekstrarstaða fyrirtækisins verði nýtt til að lækka fráveitu- og vatnsgjald í Borgarbyggð eins og gert hefur verið hjá Reykjavíkurborg og Akranesi í kjölfar batnandi rekstrar.
Til máls tók HLÞ
3.11 1808182 – Leikskólinn Hnoðraból – kynningarfundur
Umræða um kynningarfund v. Hnoðrabóls og Gbf – Kleppjárnsreykjadeild. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að finnan hentugan fundartíma í samráði við skólastjórnendur og fleiri hlutaðeigandi. Einnig leggur byggðarráð til að skipuð verði ný byggingarnefnd til að fylgja framkvæmdum eftir, á næsta fundi byggðarráðs þann 6. sept. Einnig leggur byggðarráð til að ráðinn verði sérstakur byggingarstjóri til að fylgja verkinu eftir.
3.12 1808183 – Bréf íbúa við Stöðulsholt – hljóðveggur
Framlagt bréf íbúa við Stöðulsholt dags. 28.ágúst 2018 varðandi úrbætur á hljóðvist og öryggismálum við götuna Vísað til umhverfis, skipulags- og landbúnaðarnefndar.
3.13 1808174 – Skipulagsdagurinn 2018
Framlögð til kynningar auglýsing Skipulagsstofnunar um skipulagsdag 2018 sem haldinn verður þann 20. sept. n.k. Byggðarráð hvetur hlutaðeigandi aðila að sækja fundinn ef tök eru á.
3.14 1808185 – Aðalfundur OR-Eigna ohf.
3.15 1806018 – Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – verkfundir
3.16 1801097 – Fundargerðir ráðningarnefndar 2018
3.17 1808184 – Fundargerð OR dags. 25.6.2018
3.18 1808188 – Fundargerð frá 39 fundi stjórnar Grímshúsfélagsins
Til máls tók SSÁ,
4. Byggðarráð Borgarbyggðar – 461 – 1808018F
Fundargerð 461. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
4.1 1705010 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum
Umræður um hlutverk byggingarnefndar og erindisbréf. Sviðsstjóra framkvæmda – og skipulagssviðs og sveitarstjóra falið að endurskoða erindisbréfið. Skipað verður í nefndina á næsta sveitarstjórnarfundi og erindisbréfið lagt fram.
Til máls tóku: MSS,

Sveitarstjorn Borgarbyggðar samþykkir samhljóða framlagt erindisbréf og samþykkir ennfremur samhljóða að eftirtaldir taki sæti í byggingarnefnd Hnoðrabóls á Kleppjárnsreykjum.
Magnús Smári Snorrason
Pálmi Þór Sævarsson
Orri Jónsson
Dagny Vilhjálmsdóttir
Guðmundur Freyr Kristbergsson

Erindisbréfið

4.2 1705163 – Viðbygging Grunnskólans í Borgarnesi – áætlanir
Staða framkvæmda við Grunnskólann í Borgarnesi. Lögð fram fundargerð frá fundi byggingarnefndar frá 4. september þar sem farið var yfir stöðu framkvæmda, samþykkt aukaverk og lýst því sem framundan er. Skv. áætlun verður mötuneytið tilbúið fyrir næsta skólaár. Byggðarráð lýsir ánægju með framgang verksins og þakkar starfsfólki skólans fyrir jákvæð og lausnamiðuð viðhorf í því umróti sem óhjákvæmilega fylgir slíkri framkvæmd.
Til máls tók SES, GE,
4.3 1808191 – Tillögur starfshóps og ósk ráðherra um samstarf
Framlagt bréf menntamálaráðherra og skýrsla starfahóps, dags. 22. ágúst 2018, um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni og ofbeldishegðun í íþrótta – og æskulýðsstarfi. Byggðarráð lýsir ánægju sinni með tillögur starfshópsins og telur nauðsynlegt að tryggt sé að unnið sé eftir því vinnulagi sem lýst er í bréfinu innan íþrótta- og æskulýðsstarfs í Borgarbyggð. Bréfinu og skýrslunni vísað til fræðslunefndar.
4.4 1808190 – Grímshús – tilboð
Framlagt til kynningar bréf Sigvalda Arasonar, dags. 28, ágúst 2018, þar sem hann óskar eftir því að kaupa Grímshús eða leigja það til næstu 25 ára. Samþykkt að óska eftir samtali við bréfritara og Grímshúsfélagið um framtíðaráform.
4.5 1806183 – Álagning fjallskila, Dalsmynni – fyrirspurn
Framlagt bréf Umboðsmanns Alþingis ásamt drögum að svari til embættisins vegna álagðra fjallskilagjalda á jörðina Dalsmynni á árunum 2015 og 2016. Sveitarstjóra falið að ganga frá svarbréfi til embættis Umboðsmanns Alþingis samkvæmt fyrirliggjandi drögum.
4.6 1807079 – Golfklúbbur Borgarness – kynning á starfsemi
Fulltrúar Golfklúbbs Borgarness mættu til fundarins og fóru yfir starf klúbbsins og fjárhagslega stöðu hans.
4.7 1809007 – Þriggja fasa rafmagn á Mýrum
Fulltrúi Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytisins, Ingvi Már Pálsson, mætti til fundarins vegna umræðu um möguleika á hröðun lagningu þriggja fasa rafmagns á Mýrunum. Í máli hans kom fram mikill vilji ráðherra til að flýta framkvæmdum eins og mögulegt er í ljósi þeirra stöðu sem uppi er á svæðinu. Byggðarráð samþykkti að stofna stýrihóp utan um verkefnið í samvinnu við Atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytið. Að þessum stýrihóp koma fulltrúar sveitarfélagsins, ríkisins, Búnaðarfélags Mýramanna og annarra hagsmunaaðila. Byggðarráð leggur áherslu á að fullur kraftur verði settur í þetta verkefni og skoðuð verði möguleg samlegðaráhrif verkefnisins,m.a. vegna fyrirsjánalegrar lagningu ljósleiðara í sveitarfélaginu.
Til máls tóku HLÞ, SES, GE,
4.8 1801073 – Heimasíða og kynningarmál
Ný heimasíða Borgarbyggðar. Ingibjörg Guðmundsdóttir mannauðsstjóri kynnti stöðu verkefnisins og drög að nýrri heimasíðu.
4.9 1808212 – Samþykkt um stjórn Borgarbyggðar – endurskoðun
Rætt um hugmyndir að breytingum á samþykktum um stjórn Borgarbyggðar sem snúa að nefndaskipan. Byggðarráð samþykkti að óska eftir minnisblaði frá sviðsstjórum um ábendingar þeirra varðandi nefndaskipan. Markmiðið með endurskoðun á samþykktum er að minnka álag, auka skilvirkni í afgreiðslum og að tryggja að öll verkefni fái nauðsynlega umfjöllun hjá nefndum sveitarfélagsins.
Til máls tóku GE, LBÁ, MSS,
4.10 1705092 – Íbúðir á Varmalandi – tilboð
Framlagður tölvupóstur, dags. 31. ágúst 2018, frá Inga Tryggvasyni lögmanni varðandi frágang á sölu á fjórum íbúðum á Varmalandi sem seldar höfðu verið til Lava-hotel Varmaland ehf, kt. 560616-0740. Byggðarráð samþykkir að Varmaland ehf, kt. 620518-0260, yfirtaki áður samþykkt kauptilboð Lava-hotel Varmaland ehf, kt. 560616-0740 á áðurnefndum fjórum íbúðum. Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við Inga Tryggvason lögmann.
4.11 1809004 – Tilkynning um fasteignamat 2019
Til máls tók HLÞ,
4.12 1809010 – Ljósleiðari í Borgarbyggð – útboð
Framlögð til kynningar útboðsgögn vegna útboðs Ríkiskaupa f.h. Ljósleiðara Borgarbyggðar. Tilboð verða opnuð þann 9. október n.k. Byggðarráð lýsti ánægju sinni með þennan áfanga í þessu stóra verkefni.
Til máls tóku: GFK, GE, GAJ, LBÁ, GAJ,HLÞ,
4.13 1809016 – Bílakaup v. íþrótta – og tómstundastarfs
Framlagt erindi UMSB, dags. 4. sept. 2018, um kaup á bifreið til nota í íþrótta – og tómstundastarfi. Byggðarráð ræddi erindið og samþykkti að kanna betur ýmis atriði sem tengjast því og að nauðsynlegt sé að kortleggja þörf fyrir akstur í sveitarfélaginu. Ákveðið að visa erindinu til fræðslunefndar.
4.14 1809017 – Umsókn um styrk og ósk um samstarfssamning
Framlagt bréf Skógræktarfélags Borgarfjarðar dags. 20. ágúst 2018 þar sem óskað er eftir styrk og viðræðum um samstarfssamning. Byggðarráð vísaði erindi vegna styrkumsóknar vísað til fjárhagsáætlunar. Sveitarstjóra var falið að undirbúa fund með fulltrúum skógræktarfélagsins.
5. Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 85 – 1808016F
Fundargerð 85. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Silja Eyrún Steingrímsdóttir formaður velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
5.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiddar voru tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
5.2 1807005 – Félagsþjónusta – lög og reglur
1. október taka gildi breytigar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og ný lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem leysa af hólmi lög um málefni fatlaðs fólks frá 1992. Lögin byggja í ríkari mæli en fyrri lög á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem fullgiltur var á Íslandi í september 2016. Lögin fjalla um aðgengi að þjónustu sem er forsenda þess að fatlað fólk geti notið fullra mannréttinda.
Í lögunum eru mörg nýmæli og breytingar er varða félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk, m.a. lögfesting NPA þjónustuformsins, breytingar varðandi akstursþjónustu fatlaðra, aukin grunnþjónusta sveitarfélaga áður en til sértækari þjónustu kemur og ákvæði eru um samráð við notendur þjónustunnar. Eftir á að koma betur í ljós hvaða áhrif breytingarnar hafa fyrir sveitarfélög s.s. varðandi fjármál og fyrirkomulag þjónustunnar. Sveitarfélög þurfa að endurskoða reglur og gjaldskrár í samræmi við nýju lögin á næstu mánuðum.
5.3 1806021 – Málefnasamningur D, V og S lista
Helstu áherslur í velferðarmálum í Borgarbyggð 2018-2022.
Farið var yfir helstu áherslur í velferðarmálum í Borgarbyggð árin 2018-2022 sem fram koma í málefnasamningi meirihluta sveitarstjórnar.
5.4 1808206 – Fundargerðir þjónusturáðs – þjónustusvæði Vesturlands í málefnum fatlaðra.
6. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 65 – 1808005F
Fundargerð 65. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Orri Jónsson fulltrúi í umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd kynnti efni fundargerðarinnar.
6.1 1808172 – Sorphirða í dreifbýli
Umhverfis-, skipulags-,og landbúnaðarnefnd samþykkir að hreinsunarátak í dreifbýli fari fram dagana 1.-17.október.
Gámar fyrir grófan úrgang, timbur- og málmúrgang verða aðgengilegir á eftirtöldum stöðum:1.? 8.október
Lyngbrekka
Lindartunga
Eyrin við Bjarnadalsá(Norðurárdalur)
Högnastaðir10. -17.október
Bæjarsveit
Brautartunga
Bjarnastaðir – á eyrinni (ath. að hliðið á að vera lokað)
LundarNefndin tók til umræðu minnisblað um hræbílinn í Skagafirði og leggur til að skoðað verði að fara sömu leið með söfnun dýraleifa í tengslum við næstu fjárhagsáætlun.
6.2 1808171 – Framtíðarsýn í úrgangsmálum
Fulltrúar Íslenska gámafélagsins, Karl Edvaldsson og Gunnar Haraldsson komu á fundinn og fóru yfir framtíðarsýn félagsins í söfnun og flokkun úrgangs. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd þakkar þeim fyrir fróðlega kynningu. Umhverfis – og Skipulagssviði er falið að taka saman minnisblað um móttökustöð á Grímsstöðum í Reykholtsdal. Einnig er óskað eftir minnisblaði um söfnun lífræns úrgangs og meðhöndlun hans í ljósi þess að árið 2020 verður óheimilt að urða lífrænan úrgang.
6.3 1808173 – Umhverfisviðurkenningar 2018
Auglýsing vegna umhverfisviðurkenninga lögð fram. Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd hvetur íbúa til að senda inn tilnefningar.
6.4 1802096 – Skipulag snjómoksturs
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd ræddi reglur og skipulag um snjómokstur í sveitarfélaginu. Samþykkt að vinna áfram að endurskoðun reglanna í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund. Samþykkt að bjóða út snjómokstur í Borgarnesi. Umræður voru um að mikilvægt sé að opna samtal við Vegagerðina um að mokað verði alla virka daga þegar þörf er á.
Til máls tók GE,
Sveitarstjorn Borgarbyggðar samþykkir samhljóða að bjóða út snjómokstur í Borgarnesi.
6.5 1804036 – Miðnes í Borgarnesi – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir Miðnes í Borgarnesi. Með fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð breyting á aðalskipulaginu. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu í lýsingarferli. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í aðalskipulagstillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Miðnes í Borgarnesi – breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – 1804036
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir Miðnes í Borgarnesi. Með fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð breyting á aðalskipulaginu. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu í lýsingarferli. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í aðalskipulagstillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.
6.6 1807024 – Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Urriðaár, breyting
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Urriðaár. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 11. júlí 2018. Frístundabyggðin í landi Urriðaár var skipulögð árið 2000. Á þeim tíma sem liðinn er síðan, hafa kröfur og væntingar til frístundahúsa breyst mikið og er þessari skilmálabreytingu ætlað að koma til móts við þessar auknu kröfur og væntingar. Breytingin nær aðeins til byggingarskilmála í kaflanum Húsagerð í greinargerð skipulagsáætlunarinnar, en uppdráttur er óbreyttur. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Deiliskipulag frístundabyggðar í landi Urriðaár, breyting – 1807024
Framlögð tillaga Landlína ohf. að breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í landi Urriðaár
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að breytingu á deiliskipulagi í landi Urriðaár. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 11. júlí 2018. Frístundabyggðin í landi Urriðaár var skipulögð árið 2000. Á þeim tíma sem liðinn er síðan, hafa kröfur og væntingar til frístundahúsa breyst mikið og er þessari skilmálabreytingu ætlað að koma til móts við þessar auknu kröfur og væntingar. Breytingin nær aðeins til byggingarskilmála í kaflanum Húsagerð í greinargerð skipulagsáætlunarinnar, en uppdráttur er óbreyttur. Breytingin er í samræmi við aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Málsmeðferð verði samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða
6.7 1803091 – Athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri – nýtt deiliskipulag
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi landbúnaðarháskólans til suðurs. Skipulagssvæðið er um 5,7 hektarar. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs. Gert er ráð fyrir 21 lóð á svæðinu og eru þær á bilinu 1.518 til 2.258 m² að stærð. Þrjár lóðir eru þegar byggðar eða hefur verið úthlutað þ.e. við Melabraut nr. 6, 8 og 10. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Tekið var tillit til umsagna frá lögaðilum. Málsmeðferð var samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri – nýtt deiliskipulag – 1803091
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri. Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir athafnasvæði nyrst og austast í útjaðri þéttbýlis á Hvanneyri í Borgarbyggð. Skipulagssvæðið afmarkast af beitilandi prestsetursins Staðarhóls til vesturs, Melabraut til norðurs, Grímarsstaðavegi (nr. 5317) til austurs og beitilandi landbúnaðarháskólans til suðurs. Skipulagssvæðið er um 5,7 hektarar. Aðkoma er frá Melabraut sem tengist þéttbýli Hvanneyrar til vesturs og Grímarsstaðavegi til austurs. Gert er ráð fyrir 21 lóð á svæðinu og eru þær á bilinu 1.518 til 2.258 m² að stærð. Þrjár lóðir eru þegar byggðar eða hefur verið úthlutað þ.e. við Melabraut nr. 6, 8 og 10. Engar athugasemdir bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og athugasemdartímabili. Tekið var tillit til umsagna frá lögaðilum. Málsmeðferð var samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða
6.8 1806010 – Aðalskipulagsbreyting, tillaga – Iðunnarstaðir lnr. 134341, lýsing
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Iðunnarstaði í Lundarreykjadal. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í verslun- og þjónustu og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha svæðis, verslunar- og þjónustusvæði verði 1, 6 ha og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha. Nýtingarhlutfall fyrir verslunar- og þjónustusvæðis reitinn verði 0,18. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu í lýsingarferli. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í aðalskipulagstillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Til athugunar:
Spurning hvort bókað verði í sveitarstjórn í kjölfar afgreiðslu á þessari lýsingu, að hafin verði vinna við breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 vegna Iðunnarstaða
Aðalskipulagsbreyting, tillaga – Iðunnarstaðir lnr. 134341, lýsing – 1806010
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Iðunnarstaði í Lundarreykjadal. Fyrirhugað er að breyta landnotkun svæðis úr landbúnaði í verslun- og þjónustu og opið svæði til sérstakra nota. Breytingin mun taka til 4,2 ha svæðis, verslunar- og þjónustusvæði verði 1, 6 ha og opið svæði til sérstakra nota 2,6 ha. Nýtingarhlutfall fyrir verslunar- og þjónustusvæðisreitinn verði 0,18. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu í lýsingarferli. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í aðalskipulagstillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða.
6.9 1806002 – Litlu-Tunguskógur lnr. L219075 – lýsing deiliskipulags.
Litlu-Tunguskógur lnr. L219075 – lýsing deiliskipulags. – 1806002
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundasvæði í landi Litlu -Tunguskógar. Í skipulagstillögunni eru 21 frístundahúsalóðir og ein lóð undir dæluhús. Lóðirnar eru breytilegar að stærð, allt frá 2.861 m² upp í 7.226 m². Búið er að velja hverju húsi byggingarreit sem fellur best í landi og orsakar sem hefur í för með sér minnsta röskun á gróðri. Með tilkomu nýs frístundasvæðis fylgir ruðningur á hluta af birkiskógi á svæðinu, tæpur 1 hektari að stærð, ruðningur verður í götustæðum og innan byggingarreita. Í samráði við Skógrækt ríkisins er gert ráð fyrir jafn stóru svæði til mótvægisaðgerða vegna ruðnings. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu í lýsingarferli. Tekið verður tillit til umsagna frá lögaðilum í deiliskipulagstillögu. Málsmeðferð var samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða.
6.10 1808023 – Eskiholt 2 lnr. 135027 – breyting á deiliskipulagi
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Eskiholts 2, til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 11. júlí 2018. Þær breytingar sem um ræðir er stækkun frístundabyggðarinnar til norðurs um 28 lóðir, stækkun 2 lóða og sameining 3 lóða, í landi sem tekið hefur verið úr landbúnaðarnotkun. Stækkunin er innan núverandi deiliskipulagsmarka. Aðkoma að nýja svæðinu er eftir núverandi vegi fyrir neðan Þverbrekku, en þar tekur við nýr vegur sem greinist í fjóra botnlanga. Vatnsból á svæðinu hefur verið lagt af og er byggðin nú tengd vatnsveitu sveitarfélagsins??? Veitur ATH. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Eskiholt 2 lnr. 135027 – breyting á deiliskipulagi – 1808023
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi fyrir frístundabyggð í landi Eskiholts 2, til auglýsingar. Tillagan er sett fram í greinargerð og í uppdrætti dags. 11. júlí 2018. Þær breytingar sem um ræðir er stækkun frístundabyggðarinnar til norðurs um 28 lóðir, stækkun 2 lóða og sameining 3 lóða, í landi sem tekið hefur verið úr landbúnaðarnotkun. Stækkunin er innan núverandi deiliskipulagsmarka. Aðkoma að nýja svæðinu er eftir núverandi vegi fyrir neðan Þverbrekku, en þar tekur við nýr vegur sem greinist í fjóra botnlanga. Vatnsból á svæðinu hefur verið lagt af og er byggðin nú tengd vatnsveitu Veitna. Málsmeðferð verður samkvæmt 43. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða.
6.11 1808175 – Miðnes í Borgarnesi tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir Miðnes í Borgarnesi til auglýsingar. Með fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð breyting á aðalskipulaginu. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Miðnes í Borgarnesi tillaga að breytingu á aðalskipulagi – 1808175
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar fyrir Miðnes í Borgarnesi til auglýsingar. Með fyrirhugaðri deiliskipulagstillögu mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð breyting á aðalskipulaginu. Málsmeðferð verður samkvæmt 31. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða.
6.12 1804037 – Miðnes í Borgarnesi – tillaga að nýju deiliskipulagi
Miðnes í Borgarnesi – tillaga að nýju deiliskipulagi – 1804037
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag fyrir Miðnes í Borgarnesi til auglýsingar. Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðarmörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega frekari uppbyggingu. Málsmeðferð verður samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða.
6.13 1808210 – Hraunsnef – lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsnef í Norðurárdal. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi bæta við frístundabyggð ( F148) í landi Hraunsnefs 21 he, innan frístundasvæðis verða 12 frístundahús. Bent er á að fallið hefur verið frá áður auglýstri lýsingu. Uppfærð lýsing er lögð fram. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Endanlegri afgreiðslu vísað til sveitarstjórnar.
Hraunsnef – lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 – 1808210
„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 fyrir Hraunsnef í Norðurárdal. Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi bæta við frístundabyggð ( F148) í landi Hraunsnefs 21 he, innan frístundasvæðis verða 12 frístundahús. Bent er á að fallið hefur verið frá áður auglýstri lýsingu. Uppfærð lýsing er lögð fram. Málsmeðferð var samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.“Samþykkt samhljóða.
6.14 1808170 – Stígagerð í Borgarnesi
Umræður um stígagerð – á fjárhagsáætlun eru 5 mill. kr. til að hefja vinnu við s.k. Hamarsstíg. Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd leggur til að þessi fjárveiting verði frekar notuð til áframhaldandi stígagerðar við Borgarvog. Nefndin telur einnig mikilvægt að áfram verði unnið að bættum og fjölbreyttum samgönguleiðum í sveitarfélaginu.
Samþykkt samhljóða að visa þessum lið til byggðarráðs.
6.15 1808179 – Árberg Kleppjárnsreykjum – framtíðarsýn
Umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefnd tók til umræðu og skoðunar hugmynd að frekari íbúabyggð við Árberg á Kleppjárnsreykjum. Umhverfis – og Skipulagssviði falið að vinna áfram að málinu í samráði við landeigendur.
6.16 1808178 – Lausar lóðir í Borgarbyggð
Starfsmenn kynntu hugmyndir að því hvernig upplýsingar um lausar lóðir í Borgarbyggð birtist á heimasíðu sveitarfélagsins.
6.17 1808177 – Málstofa um ágengar plöntutegundir
Umræður um aðgerðir gegn ágengum plöntum og hugmyndir um að halda málstofu um málefnið í vor.
6.18 1808174 – Skipulagsdagurinn 2018
6.19 1807090 – Strýtusel 2 lnr. L135346 – byggingarleyfi, geymsla
Framlagt gögn vegna byggingarleyfis geymsluhús á lóðinni Strýtuseli 2. Nefndin leggst ekki gegn þeim hugmyndum sem þar eru fram settar.
7. Menningarsjóður Borgarbyggðar – 21 – 1808017F
Fundargerðin framlögð
8. 100 ára afmæli fullveldis – starfshópur – 1808213
Tilnefning í starfshóp v. 100 ára afmælis fullveldis Íslands þann 1. des. n.k.
Framlagt erindisbréf starfshóps ,sem skipaður er í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands, samþykkt samhljóða.
Samþykkt samhljóða að eftirtaldir skipi starfshópinn.
Kristín Frímannsdóttir
Eiríkur Þór Theódórsson
Guðmundur Skúli Halldórsson
Formaður hópsins og starfsmaður er Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Borgarbyggðar.
Erindisbréf

 

 

 Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:05