174-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 174

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 23. ágúst 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Finnbogi Leifsson aðalmaður, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður, Lilja Björg Ágústsdóttir aðalmaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir aðalmaður, Silja Eyrún Steingrímsdóttir aðalmaður, Orri Jónsson varamaður, Sigrún Ólafsdóttir varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

 

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

 

Forseti leitar afbrigða frá auglýstri dagskrá um að inn á fundinn verði teknir liðir 17 og 18, fundargerðir fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar nr. 20 og 21 og liður 19, Kosningar í nefndir og ráð – kosning í fjallskilanefnd Borgarbyggðar

Samþykkt samhljóða.

Dagskrá:

 

1. Skýrsla sveitarstjóra 2018 – 1801042
Sveitarstjóri, Gunnlaugur A. Júlíusson, flutti skýrslu sveitarstjóra.

Skýrsla sveitarstjóra

2. Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 173 – 1807004F
Fundargerðin framlögð.
3. Byggðarráð Borgarbyggðar – 457 – 1807007F
Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku: GE, MSS, FL, SÓ, HLÞ, MSS, OJ, HLÞ, FL, MSS, FL, MSS, SÓ. GAJ,

Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun, með tilvísun til 4. liðar fundargerðarinnar, f.h. fulltrúa Framsóknarflokksins.
„Fulltrúar Framsóknarflokksins lýsa yfir áhyggjum af vinnubrögðum meirihlutans. Greinilegt er að skortur er á áhuga og meðvitund hjá starfandi meirihluta gagnvart samfélagslegum skildum sínum. Fulltrúar Framsóknarflokksins vilja hvetja nýjan meirihluta að gefa sig af heilum hug að því verkefni sem þau hafa tekið að sér. Valdi fylgir ábyrgð. Það er hlutverk sveitarstjórnar hverju sinni að tryggja að allar ákvarðanir sem teknar eru séu vel ígrundaðar og að þær séu íbúum og atvinnulífinu öllu til heilla. Forsenda árangurs er að málum og verkefnum sé fylgt eftir af vandvirkni, áhuga og metnaði fyrir öflugu atvinnulífi og samfélagi.“

Fundarhlé kl. 16:28.
Fundi framhaldið kl. 17:00

Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar „Fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar taka undir í bókun framsóknarflokks að það sé hlutverk sveitastjórna hverju sinni að tryggja að allar ákvarðanir sem teknar eru, séu vel ígrundaðar og íbúum og atvinnulífinu öllu til heilla. Í því felst að taka upplýstar, faglegar og fjárhagslega ábyrgar ákvarðanir og í því skyni var umrætt álit lögfræðings fengið. Einnig kemur fram í bókun framsóknarflokks að valdi fylgi ábyrgð, það er líka ábyrgð að standa með eigin ákvörðunum og því er gerð athugasemd við tilraun fulltrúa framsóknarflokks til að hvítþvo hendur sínar af ákvarðanatöku í byggðarráði. Búið er að vinna að umræddu máli linnulaust frá því að nýr meirihluti tók til starfa þó ekki sé fjallað formlega um málið á hverjum fundi. Til að mynda hefur verið vinna í gangi við skoðun á því hvort sveitarfélagið geti haft aðkomu að því að fá starfsleyfi annars fyrirtækisins framlengt. Undirrituð fulltrúar meirihlutans vilja ítreka þá afstöðu sína að fullur vilji er til samstarfs og samninga vegna málefna Borgarbrautar 55 sem birtist meðal annars í bréfi dags.18. júlí 2018 sem fulltrúar allra flokka samþykktu í byggðaráði. Þá má einnig halda til haga að svar lögmanns aðila við umræddu bréfi barst byggðarráði ekki fyrr en 20. ágúst“.

 

4. Byggðarráð Borgarbyggðar – 458 – 1807010F
Fundargerðin framlögð.

Til máls tóku GE, HLÞ,

5. Byggðarráð Borgarbyggðar – 459 – 1808001F
Fundargerð 459. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
5.1 1808025 – Malarvegir í Borgarbyggð – yfirlit
Framlagt yfirlit yfir malarvegi í Borgarbyggð sem unnið er upp úr upplýsingum Vegagerðarinnar. Sveitarstjóri fylgdi yfirlitinu eftir. Samtals eru 32 númeraðir malarvegir skráðir í Borgarbyggð sem eru um 320 km. að lengd. Byggðarráð telur mikilvægt að ræða þessa stöðu við hlutaðeigandi yfirvöld samgöngumála. Unnið verður áfram að málinu m.t.t. búsetu, skólaaksturs og atvinnuuppbyggingar.
5.2 1807077 – Gunnlaugsgata 21 – niðurrif
Búið er að rífa húsið að Gunnlaugsgötu 21a og frágangur á lokastigi. Ekkert tilboð barst í húsið að Gunnlaugsgötu 21b. Samþykkt að auglýsa húsið til leigu, tímabundið, fram til næsta vors.
5.3 1808021 – Straumfjörður lnr. 135948 – stofnun lóðar, Deildarás
Byggðarráð vísaði erindinu til umsagnar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar.
5.4 1807123 – Arnarflöt 4 – Umsókn um lóð
Framlögð umsókn Iðunnar Hauksdóttur, kt. 0410883629, Túngötu 22 Hvanneyri, um lóðina Arnarflöt 4, Hvanneyri. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Byggðarráð samþykkti umsóknina.
5.5 1808043 – Ljósleiðari Reykholt – Húsafell, framkvæmdaleyfi, umsókn
Framlögð umsókn Ferðaþjónustunnar Húsafelli ehf, kt. 660390-1039, um framkvæmdaleyfi vegna lagningar ljósleiðara frá Reykholti í Húsafell. Erindinu vísað til umhverfis og skipulagsviðs til afgreiðslu. Ragnar Frank Kristjánsson sat fundinn undir þessum lið.
5.6 1807134 – Rallýkeppni um Kaldadal
Framlögð umsókn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur um akstur um Skíðholtsveg nr. 537 í tengslum við rallýkeppni dagana 23. – 25. ágúst n.k. Byggðarráð veitir leyfi sitt til aksturs um Skíðholtsveg þar sem fyrirliggur samþykki ábúenda þeirra jarða sem búa við veginn. Skilyrði fyrir leyfisveitingunni er að veginum verði skilað í áþekku ásigkomulagi og hann var fyrir keppnina og verði í því sambandi heflaður ef þörf þykir.
5.7 1808027 – Námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum
Framlagður tölvupóstur frá SSV um námskeið fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum sem fyrirhugað er að halda 7. sept. n.k. Námskeiðið verður haldið í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 10:00. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna námskeiðið fyrir sveitarstjórn og formönnum þeirra nefnda sem fara með stærstu málaflokka í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
5.8 1808041 – Vegna Grunnskólans í Borgarnesi
Framlagt bréf Erindis – samtaka um samskipti og skólamál í tilefni aðkomu að starfi Grunnskólans í Borgarnesi s.l. vetur. Í bréfinu sem er dagsett þann 13. Ágúst 2018, kemur fram mikil ánægja með kynni samtakanna af hinu faglega starfi sem unnið er í Grunnskólanum í Borgarnesi. Viðmót kennara gagnvart nemendum og áhugi skólastjórnenda fyrir umbótum í skólastarfi vakti sérstakan áhuga þeirra. Byggðarráð þakkaði bréfið og lýsti ánægju sinni með það viðhorf sem kemur fram í því gagnvart því faglega starfi sem unnið er í Grunnskólanum í Borgarnesi og góðum anda á vinnustaðnum. Bréfinu er visað til fræðslunefndar.
5.9 1706053 – Stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands – kynning
Framlagt kynningarefni vegna fundar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu þann 20. ágúst n.k. á Hvammstanga. Fulltrúar sveitarfélagsins munu sækja fundinn.
5.10 1712047 – Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi
Framlagt kynningarefni vegna fundar um Áfangastaðaáætlun DMP á Vesturlandi sem haldinn verður í Borgarnesi þann 23.ágúst n.k. Byggðarráð hvatti til að fulltrúar sveitarfélagsins myndu sækja fundinn.
5.11 1808046 – Húsafell – Framkvæmdaleyfi vegna snyrtingar á gömlu úrgangssvæði
Framlögð umsókn Þórðar Kristleifssonar vegna frágangs á gömlu úrgangssvæði í landi Húsafells. Vísað til umhverfis – og skipulagssviðs til afgreiðslu
5.12 1804051 – Borgarbraut 55 lnr.135499 – lóðaleigusamningur og fleira
Staða mála við Borgarbraut 55 rædd. Ragnar Frank Kristjánsson sviðsstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Eftirfarandi var bókað:
„Byggðarráð Borgarbyggðar vill koma því á framfæri að það er vilji af hálfu sveitarfélagsins til að ná samkomulagi við lóðarhafa á Borgarbraut 55 í þeirri stöðu sem nú er uppi, sem báðir aðilar geta sætt sig við. Það kom m.a. skýrt fram í bréfi Borgarbyggðar sem sent var til lóðarhafa þann 30. júlí s.l. Í umræddu bréfi var leitast við að skýra réttarstöðu sveitarfélagsins og því lýst yfir að áhugi sé fyrir því að halda áfram samningsviðræðum. Einnig kemur fram að sveitarfélagið er reiðubúið til að útvega þeim nýja lóð eða lóðir undir rekstur þeirra og semja um forsendur þess að starfsemi þeirra verði flutt af Borgarbraut 55.“
Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi bókun: „Undirrituð fulltrúi framsóknarflokksins hvetur meirihlutann til að hundsa ekki samfélagslega ábyrgð sína. Framgangur Borgarbyggðar byggir á því að hér sé tryggt að fyrirtæki sjái tækifæri til vaxtar. Samskipti stjórnsýslunnar eiga að einkennast af trausti, sanngirni, samtali og virðingu. Ljóst er meirihluti sveitarstjórnar þarf að axla ábyrgð á því að samskipti lögfræðings Borgarbyggðar við lóðarhafa að Borgarbraut 55 hafi ekki verið fylgt eftir í samræmi við það sem var ákveðið eftir umræður á byggðarráðsfundi 19. júlí s.l. Mikilvægt er að sveitarstjórn starfi innan þeirra heimilda sem hún hefur, en gæti þess ávallt að stjórnsýslan fari ekki fram gagnvart fyrirtækjum og íbúum með drambsemi. Undirrituð tekur ekki þátt í aðför að atvinnulífinu í Borgarbyggð.“Tekið var fundarhlé.Að afloknu fundarhléi var framlögð eftirfarandi bókun „Undirrituð vilja benda á það að allir fulltrúar í byggðarráði samþykktu að senda út umrætt bréf sem lagt var fyrir fund byggðarráðs þann 19. júlí síðastliðinn. Það var gert til að skýra lagalega stöðu sveitarfélagsins fyrir öllum aðilum í þeim viðræðum sem átt höfðu sér stað. Einnig var lögmanni sveitarfélagsins falið að hafa samband við lögmann lóðarhafa að Borgarbraut 55 til að undirstrika enn fremur samningsvilja sveitarfélagsins í málinu. Undirrituð ítreka þá afstöðu sína að til staðar sé fullur samningsvilji. Það er vilji allra að ásættanleg niðurstaða náist á milli aðila í málinu.“ (LBÁ, HLÞ, MSS).
5.13 1808017 – Fundargerðir 205. og 206. funda starfsmanna safnahúss
6. Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 84 – 1807002F
Fundargerð 84. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Silja Eyrún Steingrímsdótir formaður velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.

6.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiddar voru tvær umsóknir um fjárhagsaðstoð. Niðurstaða nefndarinnar var skráð í trúnaðarbók. Lagðar voru fram afgreiðslur starfsmanna frá síðasta fundi. Einnig skráð í trúnaðarbók.
Óheimilt er að birta afgreiðslu nefndarinnar og starfsmanna opinberlega og því eru afgreiðslur skráðar með formlegum hætti í trúnaðarbók. Það er skýr reglurammi sem nefndin og starfsmenn félagsþjónustunnar starfa eftir. Reglurnar má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.
6.2 1804012 – Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra í Borgarbyggð
Farið var yfir reglur Borgarbyggðar um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra. Nefndin leggur til að reglunum verði ekki breytt að svo stöddu heldur verði ósk um þjónustu sem er utan við gildandi reglur metin í hverju tilviki fyrir sig.
6.3 1807029 – Tilnefning í Barnaverndarnefnd
Nefndin gerir tillögu að eftirfarandi aðilum í barnaverdarnefnd: Lilju Björg Ágústsdóttur, varamaður fyrir hana Silja Steingrímsdóttir, Sonju Lind Eyglóardóttur, varamaður Kristín Erla Guðmudsdóttir, og Friðrik Asperlund, varamaður Logi Sigurðsson.
Afgreiðsla þessa fundar:
Sveitarstjórn staðfestir tillögu velferðarnefndar, að eftirtaldir aðilar taki sæti í barnaverndarnefnd Borgarfjarðar og Dala. Lilja Björk Ágústsdóttir, til vara Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Sonja Lind Eyglóardótti, til vara Kristín Erla Guðmundsdóttir og Friðrik Aspelund, til vara Logi Sigurðsson.Samþykkt samhljóða.
6.4 1807005 – Félagsþjónusta – lög og reglur
Rætt var um lög og reglur sem Borgarbyggð vinnur út frá og ákveðið að hafa aðgengilegt öðrum nefndarmönnum á one syste.
7. Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 171 – 1807001F
Fundargerð 171. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Magnús Smári Snorrason formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
7.1 1806021 – Málefnasamningur D, V og S lista
Farið var yfir helstu áherslur í fræðslu-, íþrótta og tómstundamálum í Borgarbyggð árin 2018-2022 sem fram koma í málefnasamningi meirihluta sveitarstjórnar.
7.2 1805047 – Yfirlit yfir störf fræðslunefndar 2014-2018
Farið yfir helstu verkefni fræðslunefndar á síðasta kjörtímabili og stöðu þeirra.
7.3 1807002 – Gögn fyrir fræðslunefnd
Leiðbeiningar lagðar fram frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir nefndarmenn um störf fræðslunefnda.
7.4 1505019 – Skólastefna Borgarbyggðar 2016-2020
Helstu atriði í Skólastefnu Borgarbyggðar rædd og farið yfir innleiðingu hennar. Einnig var rætt um lestrarstefnu Borgarbyggðar og verkferla henni tengdri.
7.5 1806109 – Skóladagur í Borgarbyggð 30.3.2019
Að frumkvæði Menntaskóla Borgarfjarðar er fyrirhugað að halda skóladag í Borgarbyggð þann 30. mars 2019. Munu leikskólar, grunnskólar, menntaskólinn og háskólar í sveitarfélaginu taka þátt í deginum. Mynduð hefur verið undirbúningsnefnd með fulltrúum allra skóla í Borgarbyggð sem mun sjá um skipulag dagsins. Markmið dagsins er að vekja athygli á þýðingu skólanna í samfélaginu, kynna skólastarfið og skapa jákvæðni í garð þeirra.
7.6 1807003 – Fræðslu- og umræðufundir um menntun fyrir alla og menntastefnu 2030
Á haustmánuðum 2018 verða haldnir 23 fræðslu- og umræðufundir á vegum Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um allt land um mótun nýrrar menntastefnu og menntun fyrir alla. Tveir fundir verða haldnir á hverjum stað, hvor fyrir sinn markhóp, þ.e. með forsvarsmönnum sveitarfélaga og ábyrgðaraðilum málaflokka mennta-,
velferðar- og heilbrigðismála annars vegar og hins vegar með fulltrúum kennara og frístundafólks, stjórnendum leik-, grunn- og framhaldsskóla, fulltrúum foreldra, skóla- og félagsþjónustu og forstöðumönnum skóla-, fjölskyldu og frístundamála í heimabyggð. Fundur verður haldinn fyrir Vesturlandið á Akranesi mánudaginn 10. septmeber nk. og eru nefndarmenn hvattir til að mæta.
7.7 1711125 – Ytra mat á Grunnskóla Borgarfjarðar
Skýrsla með niðurstöðum ytra mats Menntamálastofnunar á starfi Grunnskólans í Borgarfirði lögð fram. Skólastjóri grunnskólans kynnti helstu niðurstöður og er skýrslan aðgengileg á heimasíðu skólans. Nefndin fagnar jákvæðum niðurstöðum og óskar stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki til hamingju með faglegt skólastarf. Unnið verður að gerð útbótaáætlunar í skólanum sem lögð verður fyrir fund fræðslunefndar til kynningar.
7.8 1712055 – Rannsókn á högum og líðan ungs fólks
Farið yfir niðurstöður rannsóknar um hagi og líðan barna og ungmenna í Borgarbyggð sem lögð var fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í vor. Ákvað nefndin að fá aðila frá Rannsóknum og greiningu til að kynna niðurstöðurnar fyrir nefndarmönnum, foreldrum, stjórnendum, kennurum og öðru starfsfólki í hvorum skóla fyrir sig í haust. Mikilvægt er að fylgja niðurstöðum vel eftir svo að könnunin nýtist sem best í að bæta hagi og líðan barna og ungmenna í Borgarbyggð. Lykilaðilar í þeirri eftirfylgd eru foreldrar og skólinn.
Til máls tók GE, MSS.
7.9 1711075 – Íþrótta- og tómstundastefna Borgarbyggðar
Drög að stefnu Borgarbyggðar í íþrótta og tómstundamálum lögð fram og rædd. Ákveðið að ræða drögin á næsta fundi nefndarinnar.
8. Afréttarnefnd Álftaneshrepps – 28 – 1807008F
Fundargerð 28. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
8.1 1807106 – Kosning formanns, varaformanns og ritara
Sigurður Arilíusson, formaður
Svanur Pálsson, varaformaður
Ragnheiður Einarsdóttir, ritari
Nýr formaður settur inn í málin hjá nefndinni.
8.2 1807107 – Önnur mál afréttarnefndar Álftaneshrepps
Talað var um að laga veginn inn Mjóadal, ákveðið að láta ráðast af því hvernig veður leyfir. Og laga hlið við fjallhús.
9. Afréttarnefnd Álftaneshrepps – 29 – 1808006F
Fundargerð 29. fundar afréttarnefndar Álftaneshrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
9.1 1808068 – Álagning fjallskila 2018
Aðalmál fundarins voru fjallskil. Kindur alls 1708 sem er fækkun um 185. Hver kind metin á 725 kr. til fjallskila, dagsverkið 10.000. Fengnir verða menn til að keyra í allar leitir, óskað að allir leitarmenn verði með talstöðvar.
Sveitarstjórn staðfestir álagningu fjallskila.
10. Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals – 41 – 1807009F
Fundargerð 41. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár lögð fram til afgreiðslu
10.1 1807128 – Verkaskipting nefndar BSN 2018
Nefndin skiptir með sér verkum sem hér segir:
Formaður:Þorsteinn Viggóson
Varaformaður:Halldóra Jónasdóttir
Ritari: Axel Freyr Eiríksson
10.2 1807130 – Beiðni um undanþágu frá fjallskilaskyldu BSN-2018
Nefndin samþykkir undanþágubeiðnina.
10.3 1807129 – Önnur mál BSN 2018
Farið nánar yfir helstu verkefni nefndarinnar og formanni falið að óska eftir fundi með fyrrum formanni til upplýsingaöflunar um hagnýt atriði.
Verkefnastjóra falið að senda nefndinni upplýsingar um rekstur sjóðsins og ýmis gögn er lúta að störfum nefndarinnar.Næsti fundur ákveðinn 20. ágúst kl. 17 í Ráðhúsinu í Borgarnesi.
11. Fjallskilanefnd Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals – 42 – 1808003F
Fundargerð 42. fundar fjallskilanefndar Borgarhrepps, Stafholtstungna og Norðurárdals vestan Norðurár lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
11.1 1808062 – Álagning fjallskila BSN 2018
Farið yfir fjallskil Norðurárdals vestan Norðurár og þau samþykkt. Lagt er á 902 kindur, 850 kr. á kind.
Farið yfir fjallskil í Ystutungu og þau samþykkt.
Farið yfir fjallskil í Borgarhreppi og þau samþykkt. Lagt er á 1857 kindur, 850 kr. á kind.
Samþykkt að taka tilboði Guðrúnar Kristjánsdóttur fyrir veitingar í leitum Borghreppinga.
Ákveðið að hafa sama skipulag á seinni leitum og árið 2017, að leggja ekki á 3. leit en fara þess í stað í yfirflug fyrir miðjan október og ráðnir menn til að sækja það fé sé þá sést.
Farið yfir nafnalista forsvarsmanna lögbýla.
Kaffisala verður í 1. Skarðsrétt líkt og verið hefur.
Sveitarstjorn staðfestir samhljóða álagningu fjallskila.
11.2 1806054 – Ystutungugirðing – erindi v. viðhalds
Farið yfir erindi frá Skógræktinni og formanni falið að ræða við bréfritara.
11.3 1807129 – Önnur mál BSN 2018
Rætt um heimalandasmölun.
Rætt um nýtingu fjallhússins og möguleika á að bæta aðstöðuna og auka þannig nýtingu hússins.
12. Afréttarnefnd Hraunhrepps – 24 – 1808007F
Fundargerð 24. fundar afréttarnefndar Hraunhrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
12.1 1808069 – Verkaskipting afréttarnefndar Hraunhrepps
Verkaskipting stjórnar:
Finnbogi Leifsson, formaður
Gísli Guðjónsson, varaformaður
Kristjana Guðmundsdóttir, ritari
12.2 1808070 – Framkvæmd fjallskila 2018
Rætt um fjallskil. Stefnt á að fara inn fyrir afréttarmörk við Svínbjúg til smölunar föstudaginn 7. september í samráði við Dalamenn.
12.3 1808071 – Álagning fjallskila 2018
Álagning fjallskila á fjáreigendur sem eru 15. Tala sauðfjár er 2702 samkvæmt uppgefnum tölum eigenda.
Fjallskilagjald á kind ákveðið 550 kr. Heildarálagning 1.486.100 kr.
Dagsverkið er metið á 10.000 kr.
Dagsetningar leita og rétta verða samkvæmt samþykktum breytingum frá fjallskilareglugerð.
Leitarstjóri í öllum leitum verður Gísli Guðjónsson.
Guðbrandur Guðbrandsson stjórnar leit á Svarfhólsmúla. Réttarstjóri í fyrstu rétt verður Sigurður Jóhannsson, í annarri og þriðju rétt Finnbogi Leifsson.
Sveitarstjorn staðfestir samhljóða álagningu fjallskila.
13. Fjallskilanefnd Kolbeinsstaðahrepps – 25 – 1808008F
Fundargerð fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
13.1 1808072 – Verkaskipting Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps
Formaður var kosinn Jónas Jóhannesson, varaformaður Ásbjörn Pálsson og ritari Sigrún Ólafsdóttir.
13.2 1808073 – Önnur mál Fjallskilanefndar Kolbeinsstaðahrepps
Fjallskilanefnd hefur borist bréf frá Forsætisráðuneytinu. Þar er fundarboð sem boðað er til fundar föstudaginn 31. ágúst n.k í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
Efni fundarins eru málefni þjóðlendna.
Til máls tók FL,
14. Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar – 38 – 1808009F
Fundargerð 38. fundar fjallskilanefndar Oddstaðaafréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
14.1 1808074 – Skipting verka
Nefndin skipti með sér verkum sem hér segir:
Formaður: Ólafur Jóhannesson
Varformaður: Ragnhildur Eva Jónsdóttir
Ritari: Logi Sigurðsson
14.2 1808075 – Erindi frá Jóni Gíslasyni á Lundi
Nefndin þakkar erindið og tekur þau atriði sem þar koma fram til skoðunar í vinnu við gerð fjallskilaseðils.
14.3 1808076 – Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar
Rætt um ýmislegt er lítur að fjallskilum
Rætt um viðmiðunarreglur við dagsverkamat og fleiraNæstu fundur var ákveðinn 19. ágúst kl. 19:30 að Hóli
15. Fjallskilanefnd Oddsstaðaréttar – 39 – 1808010F
Fundargerð 39. fundar fjallskilanefndar Oddstaðaafréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
15.1 1808077 – Álagning fjallskila 2018
Samkvæmt upplýsingum frá sveitastjórnarskrifstofu hefur jarðamat hækkað um 5,0 %
Álagning á kind hækkar úr 390 krónum í 450 krónur
Álagningarhlutfall á fasteingamat óbreytt, 1,3 %
Álögð fjallskil samtals: 2.869.669 kr.
Innheimt í peningum: 1.646.569 kr.
Dagsverkamat í leitum hækkað – Norðurfjall metið á 25000 kr. , Tunguleit og Suðurfjall metið á 19.000 kr.
Gengið frá fjallskilaseðli
Sveitarstjorn staðfestir samhljóða álagningu fjallskila.
15.2 1808076 – Önnur mál fjallskilanefndar Oddsstaðaréttar
Akstur nefndarmanna:
8. ágúst Logi 18 km, Ragnhildur 19 km.
19. ágúst Logi 18 km, Ragnhildur 19 km.
16. Afréttarnefnd Þverárréttar – 51 – 1808011F
Fundargerð 51. fundar afréttarnefndar Þverárréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
16.1 1808097 – Verkaskipting nefndar
Kristján setti fund og bauð alla velkomna.
Þetta er fyrsti fundur þessarar nefndar á nýju kjörtímabili svo fyrst var skipt með sér verkum.
Kristján, formaður
Þuríður, varaformaður
Einar Guðmann, ritari
Egill, meðstjórnandi
Allir nefndarmenn una glaðir við sitt og þá er það ákveðið.
16.2 1808098 – Girðingamál
Í ljós hefur komið að aldur setur mark sitt á girðingar. Nauðsynlegt er orðið að girða upp girðingu milli afréttarins og bæjanna Örnólfsdals og Kvía. Þ.e. frá Litlu Þverá yfir að Örnólfsdalsá. Gera þarf kostnaðaráætlun og huga að fjármögnun.
16.3 1808099 – Arðgreiðslur
Kristján viðrar hugmyndir sem upp hafa komið um nýjar útfærslur á arðgreiðslum sem upprekstrarfélög fá. Hugmyndir eru uppi um hvort það eigi að greiða þær til þeirra er upprekstur eiga. Þetta er mál sem þarf nánari útfærslu og mun frekari umræðu áður en ákvörðun er tekin.
16.4 1808100 – Fjallskil
Komið hafa upp hugmyndir um að breyta einum vökumanni í Þverárrétt í eftirlitsmann í safngirðingu á réttardaginn til að sporna við hugsanlegum troðningi og tjóni af völdum hans. Þetta er mjög góð hugmynd og ákveðið að gera þetta.
Fram kom hugmynd um að hækka daggjaldið úr 8000 í 10000 til frekara samræmis við aðra í sveitarfélaginu. Það samþykkt.
Í framhaldi af breytingu daggjalds þá breytist gjald á allri annarri vinnu við fjallskil þar sem þetta er allt reiknað með einhverjum margföldunarstuðlum af daggjaldi.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða álagningu fjallskila.
16.5 1808101 – Álagning fjallskila 2018
Borist hafa tölur frá öllum fjáreigendum á svæðinu. Á upprekstrarsvæðinu eru fjallskilaskyldar ær 9549.
Heildarfjallskilakostnaður er 4.774.500.-kr sem gerir 500.-kr á hverja kind.
Niðurjöfnun lokið, hún yfirfarin og send Borgarbyggð til dreifingar.
Fjallskilagjöld verða innheimt af Borgarbyggð með gjalddaga 1.nóvember 2018 og eindaga 20.nóvember 2018.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða álagningu fjallskila.
16.6 1808102 – Önnur mál
Rætt um nauðsyn þess að girða upp girðingu milli afréttar og Haukagils vegna bágs ástands hennar.
Eins er nefndarmönnum orðið mjög hugleikinn nauðsyn þess að huga að endurnýjun Þverárréttar.
17. Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar – 20 – 1808012F
Fundargerð 20. fundar fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
17.1 1808136 – Verkaskipting nefndar
Fundinn situr skipuð nefnd, Kolbeinn Magnússon, Ingimundur Jónsson og Jóhanna Sjöfn Guðmundsdóttir.
Kolbeinn tilnefnir Ingimund sem formann nefndarinnar og Jóhönnu Sjöfn sem ritara og samþykkja þau það.
17.2 1808137 – Fjallskil 2018
Fjallskil eru rædd og þar sem nefndinni höfðu ekki borist gögn til að setja upp fjallskilaseðil var ákveðið að funda aftur innan fárra daga.
18. Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar – 21 – 1808013F
Fundargerð 21. fundar fjallskilanefndar Rauðsgilsréttar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
18.1 1808137 – Fjallskil 2018
Ákveðið er að hækka fjárgjöld um 10kr og eru því 440kr á kind. Dagsverk, jarðagjöld og fæði haldast óbreytt.
Húsafellsleit er flýtt til 28. september en var áður 14. október.
Ákveðið er að fá fjárvagn upp að Köstum í lok II. leitar.
Aðrar smalanir eru óbreyttar.
Fjallskil eru skipt á bændur og starfsfólk skipað í leitir og réttir, en nefndarmenn gefa sér frest til sunnudags 19.08.2018 til að ræða við bændur og starfsfólk og verður seðillinn tilbúin eftir það.
Nefndin leggur til að reynt verið að fá ferðaklósett við Fljótstungurétt á meðan á réttum stendur.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða álagningu fjallskila.
19. Kosningar í nefndir og ráð – 1806009
Kosning í fjallskilanefnd Borgarbyggðar.
Sveitarstjórn skipar eftirtalda formenn afrétta – og fjallskilanefnda til setu í fjallskilanefnd Borgarbyggðar.
Sigurður Arelíusson- Afréttarnefnd Álftaneshrepps
Þorsteinn Viggósson- Afréttarnefnd f. Borgarhr. Stafh. og Norðurárdals vestan Norðurár
Finnbogi Leifsson,- Afréttarnefnd Hraunhrepps
Kristján Axelsson- Afréttarnefnd Þverárupprekstrar
Jónas Jóhannesson – Fjallskilanefnd Kolbeinstaðarhrepps
Ólafur Jóhannesson – Fjallskilanefnd Oddstaðarréttar
Ingimundur Jónsson- Fjallskilanefnd Rauðsgilsréttar
Samþykkt samhljóða.Til máls tók GE.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:47