169-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 169

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 12. apríl 2018

og hófst hann kl. 16:00

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Heiða Dís Fjeldsted varamaður, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varamaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Skýrsla sveitarstjóra 2018 – 1801042
Sveitarstjóri flutti skýrslu sveitarstjóra.

Skýrsla sveitarstjóra

2.   Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2017. – 1803131
Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2017 lagður fram til seinni umræðu.

Sveitarstjórn samþykkti framlagðan ársreikning Borgarbyggðar fyrir árið 2017 samhljóða.

3.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 168 – 1803011F
Fundargerðin framlögð
Heimasíða fyrir ljósleiðaraverkefnið í Borgarbyggð opnuð formlega. Þar er, og verður, að finna margháttaðar upplýsingar um verkefnið.
4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 447 – 1803014F
Fundargerð 447. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.1 1804005 – Ljósleiðaramál í Borgarbyggð 2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.2 1804002 – Fjárfestingaáætlun 2018 – endurskoðun
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.3 1804003 – Fjárhagsáætlun Slökkviliðs Borgarbyggðar 2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.4 1803144 – Laugargerðisskóli – tilboð
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.5 1803046 – Húsnefnd Þinghamars – fundargerð 16.1.2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.6 1803137 – Hlöðutún lnr. 134877 – stækkun lóðar, Hlöðutún 1
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.7 1803152 – Bréf til byggðarráðs 22.3.2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.8 1803171 – Arðgreiðsla frá Sorpurðun Vesturlands hf.
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.9 1709098 – Öryggisstefna Borgarbyggðar
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir framlagða stefnu í öryggismálum tölvumála hjá sveitarfélaginu svo og erindisbréf öryggisnefndar tölvumála.

Samþykkt samhljóða.

 

4.10 1803155 – Ársskýrsla Spalar 2017
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.11 1803154 – Skotlandsferð 2018 – skýrsla
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.12 1803163 – Skýrsla um mannfjöldaþróun útg. 2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.13 1803178 – Ársreikningur Handverkssjóðs FIB 2017
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.14 1801191 – Samgöngusafnið – framlenging leigutíma
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.15 1803166 – Frá nefndasviði Alþingis – 394. mál til umsagnar
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.16 1803169 – Frá nefndasviði Alþingis – 345. mál til umsagnar
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.17 1803157 – Til umsagnar 389. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.18 1803167 – Fundargerð 858. fundar stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.19 1803138 – Fundargerðir OR nr. 256 og 257
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.20 1803139 – Vinnuhópur um endurskoðun aðalskipulags – fundargerðir
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.21 1803153 – 202. fundur í Safnahúsi
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.22 1803160 – Fundargerð aðalfundar heilbrigðisnefndar Vesturlands 2018.
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.23 1803159 – Fundargerð 148. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.24 1801097 – Fundargerðir ráðningarnefndar 2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.25 1801017 – Stýrihópur um endurskoðun íþrótta – og tómstundastefnu Borgarbyggðar
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

4.26 1801181 – Byggingarnefnd Hnoðrabóls – fundargerðir 2018
Afgreiðsla 447. fundar byggðarráðs samþykkt samhljóða.

 

5.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 168 – 1803013F
Fundargerð 168. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Geirlaug Jóhannsdóttire formaður fræðslunefndar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.1 1803176 – Skólaþjónusta Borgarbyggðar
Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

 

5.2 1803177 – Skólavogin 2018
Afgreiðsla 168. fundar fræðslunefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, GJ, GE.

 

6.   Velferðarnefnd Borgarbyggðar – 82 – 1804002F
Fundargerð 82. fundar velferðarnefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Hulda Hrönn Sigurðardóttir formaður velferðarnefndar kynnti efni fundargerðarinnar.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.1 1610014 – Trúnaðarbók
Afgreiðsla 82. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.2 1704005 – Fundir með – samráð við þjónustuþega.
Afgreiðsla 82. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.3 1605121 – Aldan
Afgreiðsla 82. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.4 1801016 – Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra.
Afgreiðsla 82. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.5 1804012 – Reglur um ferðaþjónustu fatlaðra og aldraðra í Borgarbyggð
Afgreiðsla 82. fundar velferðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 61 – 1804005F
Fundargerð 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

7.1 1804036 – Miðnes í Borgarnesi – óveruleg breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti óverulega breytingu á aðalskipulagi fyrir Miðnes í Borgarnesi til auglýsingar. Með deiliskipulagstillögunni mun nýtingarhlutfall breytast á svæðinu og er því gerð óveruleg breyting á aðalskipulaginu. Málsmeðferð verði samkvæmt 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.

 

7.2 1804037 – Miðnes í Borgarnesi – tillaga að nýju deiliskipulagi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti nýtt deiliskipulag fyrir Miðnes til auglýsingar. Skipulagssvæðið er tæplega 1,5 ha að flatarmáli og markast að vestanverðu af Skúlagötu, að norðanverðu af Gunnlaugsgötu, að austanverðu af Bröttugötu og að sunnanverðu af skipulagsmörkum Gamla miðbæjarins (Vesturnesi, svæði I), sem eru um Egilsgötu.
Á um helmingi skipulagssvæðis eru lóðir Hótel Borgarness og Félagsmiðstöðvarinnar Óðals en að öðru leyti eru á svæðinu 7 íbúðalóðir og eru flest húsin einbýlishús.
Meginmarkmið skipulagsins eru að staðfesta lóðamörk, afmarka byggingarreiti og setja skilmála um mannvirki á lóðum og hugsanlega enduruppbyggingu. Með skipulaginu er meðal annars heimilað að hækka hluta hótelbyggingar, þ.e. á lóðinni Egilsgötu 14, um eina hæð, úr þremur hæðum í fjórar
Málsmeðferð verði samkvæmt 41. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.
7.3 1711131 – Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi
Skotæfingasvæði í landi Hamars – Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur farið yfir þær ábendingar sem bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og ábendingatíma er varðar málið, einnig hefur hún farið yfir umsagnir frá lögaðilum. Níu ábendingar bárust sveitarfélaginu og 125 íbúar skrifuðu sig á undirskriftarlista varðandi staðsetningu svæðisins. Flest allar ábendingar vörðuðu staðsetningu skotæfingarsvæðis. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að tillaga breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar er varðar skotæfingasvæði í landi Hamars verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með opnum degi á Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.Saamþykkt með 7 atkv. GJ greiðir atkv. á móti og FL situr hjá.
7.4 1708157 – Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar – Bjargsland
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur farið yfir umsagnir frá lögaðilum sem bárust sveitarfélaginu er varðar málið, ábendingar frá Skipulagsstofnun hafa verið kynntar og ræddar. Skipulagsstofnun bendir m.a. á að gera þurfi betri grein fyrir áhrifum breytingarinnar á samfélagið í heild, þróun íbúðaruppbyggingar, verslun og þjónustu í öðrum hverfum, uppbyggingu samfélagsþjónustu og samgöngu/umferð á svæðinu. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu á auglýsinga- og ábendingatíma. Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir að tillaga til breytingar aðalskipulags Borgarbyggðar er varðar Bjargsland II verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með opnum degi á Umhverfis- og skipulagssviði Borgarbyggðar og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.

Samþykkt samhljóða.

 

7.5 1804038 – Hringvegur 1 í Borgarnesi – lýsing á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti framtíðarlegu Hringvegar 1 í Borgarnesi, breyting á aðalskipulagi, til auglýsingar.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti samhljóma á fundi sínum þann 10. nóvember 2016 að gera breytingar á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 á Hringvegi (1) um Borgarnes (hjáleið).
Málsmeðferð verði samkvæmt 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010.Samþykkt samhljóða.
7.6 1804041 – Fitjar 2 lnr. 187474 – Grenndarkynning byggingarleyfis
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.7 1703072 – Vinnuhópur um umhverfi miðsvæði Borgarness
Guðveig Eyglóardóttir lagði fram svohljóðandi tillögu:

„Í ljósi skorts á samráði og samskipta af hálfu sveitarfélagsins við lóðarhafa á Borgarbraut 55 og augljósa skerðingu sem þeir hafa hlotið í tengslum við breytingar á deiliskipulagi. Með vísan í lið 8 frá byggðarráðsfundi nr.447, Borgarbraut 55 lóðaleigusamning, þá leggur undirrituð til að þessu máli og skipulagi varðandi Borgarbraut 55, 57 og 59 verði vísað til frekari umfjöllunar í byggðarráði og verði tekið til umræðu á næsta fundi ráðsins í næstu viku.“

Samþykkt samhljóða.

Björn Bjarki Þorsteinsson bar upp tillögu um að þessum lið fundargerðarinnar verði vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, BBÞ, MSS, GJ,

 

7.8 1803091 – Athafnasvæði við Melabraut, Hvanneyri – nýtt deiliskipulag
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.9 1804043 – Ytri-Skeljabrekka – skipulagsmál
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.10 1804039 – Laxeyri, fiskeldisstöð – Starfsleyfi
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti framkvæmd í flokki C. Um er að ræða endurnýtt starfsleyfi, framkvæmdin er ekki háð umhverfismati.

Samþykkt samhljóða.

 

7.11 1804040 – Reglur um stöðuleyfi
Sveitarstjórn samþykkir að visa framlögðum reglum til byggðarráðs.

Til máls tóku HHH, GE, HHH, HHS, GE, FL,

Samþykkt samhljóða.

 

7.12 1802096 – Skipulag snjómoksturs
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.13 1804032 – Söfnun lífræns úrgangs
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók MSS,

 

7.14 1710008 – Umferðaröryggi í Arnarkletti
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

7.15 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 146
Afgreiðsla 61. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.   Kosning – aðal – og varamaður í kjörstjórn – 1804042
Sveitarstjórn samþykkir breytingar á kjörstjórn svohljóðandi. Magnús Fjeldsteð verði aðalmaður í stað Ingibjargar Hargrave og Sigurður Guðmundsson til vara og Unnsteinn Elíasson varamaður í stað Sveins Hálfdánarsonar.

Samþykkt samhljóða.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10