168-Sveitarstjórn Borgarbyggðar

Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 168

  1. fundur Sveitarstjórnar Borgarbyggðar

haldinn  í fundarsal í ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi, 27. mars 2018 og hófst hann kl. 16:00

 

Fundinn sátu:

Björn Bjarki Þorsteinsson Forseti, Geirlaug Jóhannsdóttir 1. varaforseti, Finnbogi Leifsson 2. varaforseti, Guðveig Eyglóardóttir aðalmaður, Helgi Haukur Hauksson aðalmaður, Hulda Hrönn Sigurðardóttir aðalmaður, Jónína Erna Arnardóttir aðalmaður, Magnús Smári Snorrason aðalmaður, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir aðalmaður og Gunnlaugur A. Júlíusson sveitarstjóri.

Fundargerð ritaði:  Kristján Gíslason,

Dagskrá:

 

1.   Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2017. – 1803131
Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja fyrir árið 2017 lagður fram til fyrri umræðu.

Ársreikningur Borgarbyggð 2017-Fyrri umræða

Sveitarstjóri, Gunnlaugur A Júlíusson, lagði fram reikninga sveitarfélagsins fyrir árið 2017 og fór yfir helstu atriði hans. Að því loknu tók endurskoðandi frá KPMG, Haraldur Örn Reynisson við og kynnti efni þeirra og helstu niðurstöður. Einnig svaraði hann fyrirspurnum sveitarstjórnarmanna er til hans var beint.
Til máls tóku : HHH, JEA, GE, GJ, HHH, BBÞ, GJ, HHH.
Geirlaug Jóhannsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun fyrir hönd meirihluta sveitarstjórnar:Ársreikningur Borgarbyggðar fyrir árið 2017 sýnir jákvæða rekstrarafkomu sem nemur 298,5 milljónum króna. Tekjur jukust um 272,5 milljónir kr. á milli ára, þar af hækkaði útsvar um 187 milljónir, framlög jöfnunarsjóðs um 64 milljónir og fasteignaskattur um 17 milljónir. Skuldir voru greiddar niður um kr. 284,5 milljónir og ekki reyndist þörf á að taka ný lán, þriðja árið í röð (2015, 2016 og 2017). Samtals hafa lán verið greidd niður um rúman milljarð á kjörtímabilinu. Á sama tíma hafa lífeyrisskuldbindingar hækkað um 23% svo heildar skuldir og skuldbindingar hafa ekki lækkað samsvarandi. Vaxtagjöld lækkuðu um 34 milljónir á milli ára. Handbært fé í árslok nam 764 milljónum og jókst um 206 milljónir á milli ára í A hluta. Veltufé frá rekstri var 13,2% en 4,6% í upphafi kjörtímabilsins. Borgarbyggð er langt innan þeirra fjárhagslegu viðmiða sem fjármálareglur sveitarfélaga gera kröfu um, þ.e. 3ja ára rekstrarjöfnuð en samanlögð rekstrarafkoma á þriggja ára tímabili er jákvæð sem nemur 896 milljónum. Skuldahlutfall heldur jafnframt áfram að lækka og er nú komið í 112% af veltu (158,5% árið 2014). Ef einungis er horft á þróun skuldaviðmiðs A hluta sveitarsjóðs þá er það komið í 50%.
Óhætt er að fullyrða að fjárhagsstaða Borgarbyggðar er sterk. Unnið er hörðum höndum að því að nýta sterkari fjárhagstöðu sveitarfélagsins til þess að bæta þjónustu við íbúa og gera stórátak í að bæta innviði, s.s. með ljósleiðaravæðingu í dreifbýli og með því að ráðast í löngu tímabæra byggingu fjölnota matsalar við Grunnskólann í Borgarnesi og leikskóla á Kleppjárnsreykjum ásamt endurbótum á báðum starfsstöðvum.
Þann mikla árangur sem náðst hefur í fjármálastjórn á kjörtímabilinu má skýra meðal annars með skýrum markmiðum sem sett voru af sveitarstjón í tengslum við „Brúna til framtíðar“ og auknu aðhaldi í rekstri. Markvisst hefur verið unnið að lækkun skulda. Aðhalds hefur verið gætt við nýráðningar með því að svokölluð ráðninganefnd var sett á laggirnar á síðasta ári. Fræðslu- og uppeldismál eru sá málaflokkur sem mestum fjármunum er varið til og hafa fjárveitingar sem hlutfall af skatttekjum lækkað úr 58,5% árið 2015 (60% árið 2014) í 52,3%. Á kjörtímabilinu hefur íbúum fjölgað um 6% eða 203 íbúa.
Þrátt fyrir þessa góðu afkomu er brýnt að gæta áfram á næstu árum ítrasta aðhalds í öllum rekstri, ekki síst í ljósi þeirra framkvæmda sem fyrirhugaðar eru á t.a.m. skólahúsnæði á næstu misserum. Mikilvægt er að leita áfram leiða til að samnýta betur húsnæði í eigu sveitarfélagsins ásamt því að skoða vandlega frekari eignasölu.
Ástæða er til að þakka öllum þeim sem að rekstri sveitarfélagsins koma með einum eða öðrum hætti. Sveitarstjóra, sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, forstöðumönnum stofnana og starfsfólki sveitarfélagsins færum við sérstakar þakkir fyrir þeirra mikilvæga framlag. Við viljum einnig þakka sveitarstjórn allri fyrir gott samstarf á undanförnum árum. Með samstilltu átaki hefur tekist að snúa rekstri sveitarfélagsins við á kjörtímabilinu og svigrúm hefur skapast til að hefja langþráðar framkvæmdir.Forseti bar upp þá tillögu að ársreikningi Borgarbyggðar fyrir árið 2017 verði vísað til seinni umræðu.Samþykkt samhljóða.
2.   Sveitarstjórn Borgarbyggðar – 167 – 1803002F
Fundargerðin framlögð
3.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 445 – 1803005F
Fundargerð 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

3.1 1803020 – Leikskólinn Hnoðraból – teikningar
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.2 1803012 – Aðalfundur SSV 19.3.2018
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.3 1803014 – Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands 19.3.2018
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.4 1803016 – Erindi vegna breytinga á mannvirkjalögum
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.5 1802050 – Vindklasi á Holtavörðuheiði – bréf
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.6 1803029 – Akrar 1 lnr. 135983 – stofnun lóða umsókn, Akrar 4 og Akrar 5.
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.7 1803025 – Oddastaðir lnr. 136076 – stofnun lóðar. Lindarbrekka
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.8 1803031 – Kröfur Óbyggðanefndar á svæði 9B.
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tók FL,

 

3.9 1803035 – Drög að landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.10 1803051 – Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga 23.3.2018 – fundarboð
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.11 1803052 – Brákarbraut 25 – kauptilboð
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.12 1803087 – Fundur með samgönguráði
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.13 1803086 – Land á Seleyri – fyrirspurn
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku FL, GAJ.

 

3.14 1803060 – Borg á Mýrum – umhirða
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.15 1803061 – Borgarbyggð í Ferðablaðið Travel West Iceland 2018-2019
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.16 1803055 – Ársskýrsla 2017
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.17 1801016 – Stýrihópur um endurskoðun stefnu í málefnum aldraðra.
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.18 1803078 – Glanni-Paradísarlaut – Beiðni um kostnaðar- og verkáætlun vegna landsáætlunar um innviði
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.19 1803081 – Bréf til byggðarráðs 11. mars 2018
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.20 1803018 – Ályktun til stuðnings nemendum MB
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tók MSS,

 

3.21 1802083 – Ályktun Nemendafélags MB um skýrslu um safnamál
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku MSS, GAJ,

 

3.22 1803098 – Málefni Menntaskóla Borgarfjarðar
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.23 1802047 – Iðnaðarlóð á Hvanneyri – fyrirspurn
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.24 1803090 – Nordjobb – sumarstörf 2018
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.25 1803089 – Aðalfundur Veiðifélags Langár 7.4.2018.
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.26 1802108 – Fyrirspurn vegna sölu á jörð
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku FL, GAJ.

 

3.27 1803100 – Styrkur til Körfuknattleiksdeildar Skallagríms.
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.28 1803082 – Til umsagnar 339. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.29 1803077 – Frá nefndasviði Alþingis – 114. mál til umsagnar
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.30 1803057 – Til umsagnar 200. mál frá nefndasviði Alþingis
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.31 1803048 – Frá nefndasviði Alþingis – 236. mál til umsagnar
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.32 1803040 – Frá nefndasviði Alþingis – 178. mál til umsagnar
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.33 1803021 – Frá nefndasviði Alþingis – 190. mál
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.34 1801044 – Ráðninganefnd Borgarbyggðar – fundargerðir 2018
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.35 1803015 – Fundargerð 857. fundar stjórnar sambandsins
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tók JEA,

 

3.36 1803053 – Fundargerð 401. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

3.37 1803088 – Fundargerð aðalfundar dags. 12.3.2018
Afgreiðsla 445. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.   Byggðarráð Borgarbyggðar – 446 – 1803010F
Fundargerð 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.

4.1 1803022 – Borgarbyggð – þriggja fasa rafmagn 2018
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku JEA, GE, BBÞ, GAJ, GJ, FL,

 

4.2 1803131 – Ársreikningur Borgarbyggðar og undirfyrirtækja 2017.
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.3 1803056 – Aðalfundur Háskólans á Bifröst 9.5.2018
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.4 1803107 – Kálfhólar lnr. 211777 – samruni lóða, umsókn.
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.5 1803111 – Faxaflóahafnir ársreikningur 2017
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.6 1803112 – Erindi til Borgarbyggðar vegna færslu á Golfskála
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.7 1803113 – Aðalfundur Menntaskóla Borgarfjarðar 2. maí 2018
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.8 1803114 – Borgarbraut 55 – lóðarleigusamningur
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku GE, GAJ,

 

4.9 1803115 – Spölur hf. – aðalfundur 23. mars 2018
Afgreiðsla 446. fundar buggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.10 1803126 – Kvíaholt 29 lnr. 191133 – Umsókn um lóð
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.11 1712014 – Húsafell 2, Steinharpan 105/2016 – beiðni um endurupptöku
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.12 1602077 – Kæra álagningar fráveitugjalds
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.13 1802111 – Niðurstaða Úrskurðarnefndar Umhverfis- og Auðlindamála
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.14 1803081 – Bréf til byggðarráðs 11. mars 2018
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.15 1803109 – Húsafell 3 lnr. 134495 – stofnun lóðar, Húsafell 3 lóð
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

4.16 1803110 – Fundargerð Faxaflóahafna sf. 9. mars 2018.
Afgreiðsla 446. fundar byggðarráðs Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.   Fræðslunefnd Borgarbyggðar – 167 – 1803003F
Fundargerð 167. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Formaður fræðslunefndar, Geirlaug Jóhannsdóttir, kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
5.1 1803020 – Leikskólinn Hnoðraból – teikningar
Afgreiðsla 167. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.2 1711088 – Grunnskólinn í Borgarnesi – útboð
Afgreiðsla 167. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.3 1802023 – Orðsending vegna PISA 2018
Afgreiðsla 167. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

5.4 1803043 – Sumarfjör og Vinnuskóli 2018
Afgreiðsla 167. fundar fræðslunefndar Borgarbyggðar samþykkt samhljóða.

 

6.   Umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefnd – 60 – 1803007F
Fundargerð 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu eins og einstakir liðir hennar bera með sér.
Jónína Erna Arnardóttir formaður nefndarinnar kynnti efni fundargerðarinnar.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.
6.1 1803123 – Deiliskipulag – Hótel Borgarnes, kynning
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.2 1803124 – Breyting á deiliskipulagi – Brákarhlíðarreitur
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku SJB, JEA,

 

6.3 1708157 – Breyting á aðalskipulagi Borgarbyggðar – Bjargsland – lýsing
Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti skipulagslýsingu sem felst í því að breyta landnotkun og gatnakerfi í Bjargslandi II, í Borgarnesi. Tillagan er sett fram í greinargerð dags. 08.02.2018 og tekur til breytinga á afmörkun íbúðarsvæðis Í10 og Í11, og verslunar- og þjónustusvæðis S2. Íbúðarsvæði Í10 minnkar og verður einungis vestan Hrafnakletts, þ.e. göturnar Kvíaholt, Stekkjarholt og Stöðulsholt. Íbúðarsvæði Í11 stækkar til vesturs og svæði fyrir verslun og þjónustu S2 stækkar til suðvesturs, en minnkar jafn mikið á móti í austri. Nýtt íbúðarsvæði Í12 verður til, þ.e. Fjóluklettur og svæðið norðan hans verður skilgreint sem annað íbúðarsvæði. Opið svæði til sérstakra nota O15, þ.e. leiksvæði, er fellt út og óbyggt svæði minnkað. Málsmeðferð verði í samræmi við 36. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Engar ábendingar bárust sveitarfélaginu.

Til máls tók GE, GJ,

Samþykkt samhljóða.

 

6.4 1711131 – Skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi – Lýsing
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir fyrir sitt leyti lýsingu fyrir skotæfingasvæði í landi Hamars, breyting á aðalskipulagi. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 5. desember 2017 og tekur til breytingar á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022 þ.e. breyta landnotkun svæðis í landi Hamars úr landbúnaði í íþróttasvæði ÍÞ. Ný reið- og gönguleið verður lögð 400 m sunnan við skotæfingasvæðið. Málsmeðferð samkvæmt 36. gr.n Skipulagslaga nr. 123/2010. Níu ábendingar bárust sveitarfélaginu og 125 íbúar skrifuðu sig á undirskriftarlista varðandi staðsetningu svæðisins. Flest allar ábendingar vörðuðu staðsetningu skotæfingarsvæðis.

Til máls tóku GE, MSS, FL, JEA, GJ,

Samþykkt með 7 atkv. gegn 1 (GJ), einn situr hjá (FL).

 

6.5 1803119 – Umhverfisátak 2018
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku SJB, GE,

 

6.6 1803120 – Hreinsunarátak í þéttbýli 2018
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.7 1803121 – Hreinsunarátak í dreifbýli 2018
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tók FL,

 

6.8 1803122 – Óskráðar bifreiðar og lausamunir
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

6.9 1803125 – Stöðuleyfi gáma
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku SJB,

 

6.10 1802004 – Sveinatunga lnr. 134822 – framkvæmdaleyfi skógrækt, umsókn
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

Til máls tóku SJB, JEA,

 

6.11 – Afgreiðslur byggingarfulltrúa – 145
Afgreiðsla 60. fundar umhverfis – skipulags – og landbúnaðarnefndar samþykkt samhljóða.

 

8.   Húsnefnd Þinghamars – fundargerð 16.1.2018 – 1803046
Fundargerð húsnefndar félagsheimilisins Þinghamars frá 16.1.2018 framlögð.

Fundur Húsnefndar í Þinghamri þriðjudaginn 16

Forseti lagði til að fundargerðinni verði vísað til byggðarráðs.

Samþykkt samhljóða.

7.   Byggingarnefnd Grunnskólans í Borgarnesi – fundargerðir – 1611257
Fundargerð byggingarnefndar Grunnskólans í Borgarnesi frá 27.3.2018 lögð fram.

Fundur 27.3.2018

Til máls tóku HHH, BBÞ, GJ, HHH, GE, JEA,

Forseti bar upp svohljóðandi tillögu:

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir tillögu byggingarnefndar GB um að semja við EJI ehf um byggingu á fjölnota sal og á heildarendurbótum við Grunnskólann í Borgarnesi sbr.tilboð frá fyrirtækinu. Samningsupphæð kr. 697.508.842,- án innréttinga. Gerður verði fyrirvari í samningnum um að innréttingarhlutinn verði mögulega tekinn út úr samningnum ef ekki semst um hann á milli aðila fyrir lok apríl 2018 .
Jafnframt samþykkir sveitarstjórn að fela byggðarráði að hefja vinnu við endurskoðun fjárhags- og framkvæmdaáætlunar á næsta fundi sínum þann 5.apríl n.k. í ljósi stórra og mikilvægra framkvæmdaþátta. Jafnframt verði á þeim fundi byggðarráðs rætt um verkefni og skyldur byggingarnefnda þegar kemur að framkvæmdum, bæði í Borgarnesi og Kleppjárnsreykjum.“

Samþykkt samhljóða.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45