
Dagana 30. júní til 2. júlí verður haldið vinabæjamót í Borgarbyggð. Sveitarfélagið Borgarbyggð og Borgarfjarðardeild Norræna félagsins hafa haft veg og vanda að undirbúningi mótsins. Tæplega 60 gestir frá vinabæjunum Borgarbyggðar munu taka þátt í mótinu. Vinabæir Borgarbyggðar eru: Ullensaker í Noregi, Falkenberg í Svíþjóð, Odsherred í Danmörku og Eysturkommuna í Færeyjum.
Flestir gestanna er á vegum norrænu félaganna en fulltrúar úr sveitarstjórnum taka einnig þátt. Mótið verður formlega sett laugardaginn 1. júlí í Skallagrímsgarði í Borgarnesi, en þátttakendur munu síðan fara víða um Borgarfjörð, funda og kynna sér borgfirska menningu. Vinabæjamót hafa verið haldin á tveggja ára fresti og skapa þau tækifæri til frekar samstarfs þessara aðila.
Tengdar fréttir

Reykholtshátíð 25.-27. Júlí nk.
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er ár hvert í Reykholti í Borgarfirði síðustu helgina í júlí. Reykholtshátíð er eftirsóknarverður vettvangur fyrir tónlistarmenn og tónlistarunnendur auk þess að vera mikilvægur hlekkur í menningarstarfsemi á Vesturlandi. Listrænir stjórnendur hátíðarinnar eru þau Þórunn Ósk Marínósdóttir og Sigurður Bjarki Gunnarsson. Þau hafa bæði starfað um árabil við hljóðfæraleik og komið fram með fjölmörgum …

Slökkvistöð rís í iðngörðum á Hvanneyri
Við Melabraut á Hvanneyri er nú að rísa tæplega 1.700 fermetra límtréshús úr yleiningum frá Límtré Vírnet í eigu Melabrautar byggingarfélags ehf. Í húsinu verða iðngarðar auk þess sem að október næst komandi mun Slökkvilið Borgarbyggðar flytja starfsstöð sína á Hvanneyri í hluta hússins. Í liðinni viku var samningur þar að lútandi undirritaður á byggingarsvæðinu á Hvanneyri. Sá hluti sem …