27. júní, 2017
Fréttir

Dagana 30. júní til 2. júlí verður haldið vinabæjamót í Borgarbyggð.  Sveitarfélagið Borgarbyggð og Borgarfjarðardeild Norræna félagsins hafa haft veg og vanda að undirbúningi mótsins.  Tæplega 60 gestir frá vinabæjunum Borgarbyggðar munu taka þátt í mótinu.  Vinabæir Borgarbyggðar eru:  Ullensaker í Noregi, Falkenberg í Svíþjóð, Odsherred í Danmörku og Eysturkommuna í Færeyjum.

Flestir gestanna er á vegum norrænu félaganna en fulltrúar úr sveitarstjórnum taka einnig þátt.  Mótið verður formlega sett laugardaginn 1. júlí í Skallagrímsgarði í Borgarnesi, en þátttakendur munu síðan fara víða um Borgarfjörð, funda og kynna sér borgfirska menningu.  Vinabæjamót hafa verið haldin á tveggja ára fresti og skapa þau tækifæri til frekar samstarfs þessara aðila.

 

Tengdar fréttir

28. mars, 2025
Fréttir

Hönnun og skipulag á parkethúsi

Á fundi byggðarráðs þann 27. mars sl. var byggingarnefnd íþróttamannvirkja falið að hefja undirbúning að hönnun og skipulagi á nýjum íþróttasal (parkethúsi) sem tengdur verður íþróttamiðstöðinni. Formaður byggingarnefndar er Eðvar Ólafur Traustason. Hönnun og skipulag er á vegum Eflu og í samráði við hagaðila. Alls er nýbyggingin áætluð 2.830 fm fyrir utan tengirými við eldri byggingu. Íþróttasalurinn miðast við að …

28. mars, 2025
Fréttir

Útboð: Dælubifreið fyrir slökkvilið Borgarbyggðar

Consensa fyrir hönd sveitarfélagsins Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í dælubíl fyrir slökkvilið Borgarbyggðar. Um er að ræða kaup á litlum dælubíl sem hugsaður er fyrir slökkvistarf í þéttbýli, þröngum götum þar sem þörf er fyrir skjótar og sveigjanlegar aðgerðir. Um er að ræða dælubíl sem er auk þess búinn vatnstanki, háþrýstidælu og nauðsynlegum björgunarbúnaði, sem er hentugur sem fyrstu viðbrögð …