
Dagana 30. júní til 2. júlí verður haldið vinabæjamót í Borgarbyggð. Sveitarfélagið Borgarbyggð og Borgarfjarðardeild Norræna félagsins hafa haft veg og vanda að undirbúningi mótsins. Tæplega 60 gestir frá vinabæjunum Borgarbyggðar munu taka þátt í mótinu. Vinabæir Borgarbyggðar eru: Ullensaker í Noregi, Falkenberg í Svíþjóð, Odsherred í Danmörku og Eysturkommuna í Færeyjum.
Flestir gestanna er á vegum norrænu félaganna en fulltrúar úr sveitarstjórnum taka einnig þátt. Mótið verður formlega sett laugardaginn 1. júlí í Skallagrímsgarði í Borgarnesi, en þátttakendur munu síðan fara víða um Borgarfjörð, funda og kynna sér borgfirska menningu. Vinabæjamót hafa verið haldin á tveggja ára fresti og skapa þau tækifæri til frekar samstarfs þessara aðila.
Tengdar fréttir

Þakkir við starfslok
Mikil tímamót urðu í sögu Grunnskólans í Borgarnesi nú í vor við lok skólaárs þegar þrír kennarar létu af störfum vegna aldurs, eftir langan og farsælan starfsferil. Kristín Valgarðsdóttir deildarstjóri unglingastigs, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir aðstoðarskólastjóri og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir sérkennari luku glæsilegum ferli í kennslu eftir mörg ár í skólaumhverfinu. Kristín Valgarðsdóttir hefur starfað við Grunnskólann í Borgarnesi í 18 ár, Ragnhildur Kristín Einarsdóttir í 26 ár og Guðrún Rebekka Kristjánsdóttir í 29 ár. Samanalagt hafa þær varið um 73 árum í Grunnskólanum í Borgarnesi. Borgarbyggð vill þakka þessum frábæru kennurum …