20. febrúar, 2024
Fréttir

Consensa fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í söfnun dýraleifa innan sveitarfélagsins samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða söfnun og flutning dýraleifa frá aðilum sem halda búfénað í Borgarbyggð til meðhöndlunar á þann stað sem sveitarfélagið ákveður.

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=10228&GoTo=Tender

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en: kl. 12:00 þann 22. mars 2024.

Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.

Tengdar fréttir

18. júní, 2025
Fréttir

Aníta Björk Ontiveros er fjallkona Borgarnes 2025

Löng hefð er fyrir því í Borgarnesi að Kvenfélag Borgarness sjái um val á Fjallkonu úr hópi nýstúdenta ár hvert. Í ár 2025 var Aníta Björk Ontiveros fyrir valinu. Aníta Björk steig á svið og flutti ljóðið flutti ljóðið „Vorvísur“ eftir Sigríði Helgadóttur, frá Ásbjarnarstöðum í Stafholtstungum. Auk þess að flytja ljóð í Skallagrímsgarði heimsótti Aníta Brákarhlíð, þar sem hún …

18. júní, 2025
Fréttir

Sigríður Ásta Olgeirsdóttir er Listamanneskja Borgarbyggðar 2025

Árlega er viðurkenning veitt fyrir listamanneskju Borgarbyggðar á 17. júní. Listamanneskjan sem sveitarstjórn tilnefndi að þessu sinni er Sigríður Ásta Olgeirsdóttir, ung Borgfirsk sviðlistakona er fædd þann 15. apríl árið 1994 og steig sín fyrstu skref í inn á listabrautina 4ra ára gömul þegar hún hóf nám í Tónlistarkóla Borgarfjarðar þar sem hún lærði á píanó, fiðlu og söng. Eftir …