20. febrúar, 2024
Fréttir

Consensa fyrir hönd Borgarbyggðar óskar eftir tilboðum í söfnun dýraleifa innan sveitarfélagsins samkvæmt skilmálum útboðslýsingar. Um er að ræða söfnun og flutning dýraleifa frá aðilum sem halda búfénað í Borgarbyggð til meðhöndlunar á þann stað sem sveitarfélagið ákveður.

Nánari upplýsingar má finna í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á útboðsvefnum á vefslóðinni:
https://tendsign.com/doc.aspx?MeFormsNoticeId=10228&GoTo=Tender

Tilboðum skal skila með rafrænum hætti á útboðsvef eigi síðar en: kl. 12:00 þann 22. mars 2024.

Hafa skal í huga að tilboðfrestir geta tekið breytingum og eru allar slíkar breytingar eingöngu tilkynntar inn á útboðsvefnum og gildir sá tími sem þar er tiltekinn.

Tengdar fréttir

16. janúar, 2026
Fréttir

Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta við Íþróttamiðstöðina í Borgarnesi

Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í endurnýjun vatnsrennibrauta í sundlaug Borgarness. Verkið felur í sér hönnun, innkaup og uppsetningu nýrra vatnsrennibrauta á núverandi undirstöður, ásamt fullnaðarfrágangi. Helstu verkliðir: Hönnun og teikningagerð Aðstöðusköpun Niðurrif eldri búnaðar Vörukaup og tilheyrandi búnaður Uppsetning vatnsrennibrauta Fullnaðarfrágangur Nýjar vatnsrennibrautir skulu tengjast núverandi stigahúsi og vera festar á núverandi undirstöður. Innifalið í verki er að útvega viðeigandi …

15. janúar, 2026
Fréttir

Ný skólabygging Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum afhent

Í gær fór fram formleg afhending á nýju og glæsilegu skólahúsnæði Grunnskólans á Kleppjárnsreykjum. Um er að ræða sérstaklega ánægjulegan áfanga, en ekki að það á hverjum degi sem að nýtt grunnskólahúsnæði er tekið í notkun í dreifbýli á Íslandi. Meðal gesta voru fulltrúar undirverktaka, skólastjórnendur, starfsfólk sveitarfélagsins og fulltrúar sveitarstjórnar. Við afhendinguna afhentu forsvarsmenn Byggingafélagsins Sjamma bygginguna formlega en …