7. október, 2024
Fréttir

Dagana 27. – 28. september fór fram ráðstefnan Nordic Baltic Youth Summit í Vilníus í Litháen. Ráðstefnan var haldin af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við LiJOT, Ungmennaráð Litháens og LSU, Landsráð sænskra barna- og ungmennasamtaka. Markmið ráðstefnunnar var að styrkja tengsl og efla til samstarfs milli ungmenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.

Fulltrúar komu frá Danmörku,Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Samfés sá um að skipuleggja för íslenska hópsins, en um 25 íslenskir fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum og ungmennaráðum sóttu ráðstefnuna. Þeirra á meðal voru þrír fulltrúar frá Ungmennaráði Borgarbyggðar sem sóttu vinnustofur og lögðu sitt af mörkum í mótun tillaga sem Norræna ráðherranefndin fékk afhentar í lok ráðstefnunnar.

Fulltrúar Borgarbyggðar voru þau Ernir Daði A. Sigurðsson, Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Marta Lukka Magnúsdóttir og stóðu þau sig með stakri prýði. Við þökkum þeim kærlega fyrir að leggja sitt af mörkum á þessum mikilvæga viðburði fyrir hönd Borgarbyggðar og hlökkum til að fylgjast áfram með störfum Ungmennaráðs Borgarbyggðar á næstu misserum.

Tengdar fréttir

23. október, 2025
Fréttir

Kvennaverkfall 2025

Föstudaginn 24. október 2025, eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið. Í sveitarfélaginu er stór hluti …

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.