7. október, 2024
Fréttir

Dagana 27. – 28. september fór fram ráðstefnan Nordic Baltic Youth Summit í Vilníus í Litháen. Ráðstefnan var haldin af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við LiJOT, Ungmennaráð Litháens og LSU, Landsráð sænskra barna- og ungmennasamtaka. Markmið ráðstefnunnar var að styrkja tengsl og efla til samstarfs milli ungmenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.

Fulltrúar komu frá Danmörku,Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Samfés sá um að skipuleggja för íslenska hópsins, en um 25 íslenskir fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum og ungmennaráðum sóttu ráðstefnuna. Þeirra á meðal voru þrír fulltrúar frá Ungmennaráði Borgarbyggðar sem sóttu vinnustofur og lögðu sitt af mörkum í mótun tillaga sem Norræna ráðherranefndin fékk afhentar í lok ráðstefnunnar.

Fulltrúar Borgarbyggðar voru þau Ernir Daði A. Sigurðsson, Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Marta Lukka Magnúsdóttir og stóðu þau sig með stakri prýði. Við þökkum þeim kærlega fyrir að leggja sitt af mörkum á þessum mikilvæga viðburði fyrir hönd Borgarbyggðar og hlökkum til að fylgjast áfram með störfum Ungmennaráðs Borgarbyggðar á næstu misserum.

Tengdar fréttir

4. desember, 2025
Fréttir

Jólaútvarp NFGB, FM Óðal 101,3

Árlegt Jólaútvarp Nemendafélags Grunnskólans í Borgarnesi verður sent út frá Óðali 8.-12. desember frá kl. 10:00-22:00. Eins og undanfarin ár verður fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í boði. Fyrri part dags verður útvarpað áður hljóðrituðum þáttum yngri bekkja grunnskólans en síðan flytja unglingarnir sína þætti í beinni útsendingu. Handritagerð fór fram á skólatíma þar sem jólaútvarpið hefur verið tekið sem sérstakt …

4. desember, 2025
Fréttir

Samstarfssamningar vegna hátíða í Borgarbyggð 2026

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill vekja athygli þeirra sem standa að hátíðum og viðburðarhaldi í Borgarbyggð að hægt er að sækja um samstarfsamning til sveitarfélagsins. Mikilvægt er að umsækjendur kynni sé vel reglur um úthlutun áður en sótt er um og hvaða skilyrði hátíðirnar þurfa að uppfylla til að eiga kost á slíkum samningi. Reglur um úthlutun má finna hér:  Reglur um …