Dagana 27. – 28. september fór fram ráðstefnan Nordic Baltic Youth Summit í Vilníus í Litháen. Ráðstefnan var haldin af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við LiJOT, Ungmennaráð Litháens og LSU, Landsráð sænskra barna- og ungmennasamtaka. Markmið ráðstefnunnar var að styrkja tengsl og efla til samstarfs milli ungmenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.
Fulltrúar komu frá Danmörku,Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Samfés sá um að skipuleggja för íslenska hópsins, en um 25 íslenskir fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum og ungmennaráðum sóttu ráðstefnuna. Þeirra á meðal voru þrír fulltrúar frá Ungmennaráði Borgarbyggðar sem sóttu vinnustofur og lögðu sitt af mörkum í mótun tillaga sem Norræna ráðherranefndin fékk afhentar í lok ráðstefnunnar.
Fulltrúar Borgarbyggðar voru þau Ernir Daði A. Sigurðsson, Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Marta Lukka Magnúsdóttir og stóðu þau sig með stakri prýði. Við þökkum þeim kærlega fyrir að leggja sitt af mörkum á þessum mikilvæga viðburði fyrir hönd Borgarbyggðar og hlökkum til að fylgjast áfram með störfum Ungmennaráðs Borgarbyggðar á næstu misserum.
Tengdar fréttir

Reisugildi fjölnota íþróttahúss í Borgarbyggð
Fimmtudaginn 6. nóvember nk. verður haldið reisugildi við nýja fjölnota íþróttahúsið í Borgarbyggð, í tilefni þess að búið sé að loka húsinu. Hvetjum við öll til að mæta og skoða svæðið, boðið er upp á veitingar og léttar íþróttastöðvar þar sem hægt verður að sýna takta sína. Framkvæmdir við húsið hófust formlega með skóflustungu þann 20. mars síðastliðin en með …

Hlýnandi veður og möguleg asahláka um helgina
Vakin er athygli á að hlýnandi veður er spáð á morgun (31.10) og um helgina. Búast má við mögulegri asahláku. Slíkt getur skapað hálku og leysingar á götum, stígum og lóðum, sérstaklega þar sem klaki og snjór bráðna hratt. Íbúar eru hvattir til að tryggja að niðurföll við heimili þeirra séu opin og laus við snjó og klaka, svo frárennsli …