
Dagana 27. – 28. september fór fram ráðstefnan Nordic Baltic Youth Summit í Vilníus í Litháen. Ráðstefnan var haldin af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við LiJOT, Ungmennaráð Litháens og LSU, Landsráð sænskra barna- og ungmennasamtaka. Markmið ráðstefnunnar var að styrkja tengsl og efla til samstarfs milli ungmenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.
Fulltrúar komu frá Danmörku,Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Samfés sá um að skipuleggja för íslenska hópsins, en um 25 íslenskir fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum og ungmennaráðum sóttu ráðstefnuna. Þeirra á meðal voru þrír fulltrúar frá Ungmennaráði Borgarbyggðar sem sóttu vinnustofur og lögðu sitt af mörkum í mótun tillaga sem Norræna ráðherranefndin fékk afhentar í lok ráðstefnunnar.
Fulltrúar Borgarbyggðar voru þau Ernir Daði A. Sigurðsson, Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Marta Lukka Magnúsdóttir og stóðu þau sig með stakri prýði. Við þökkum þeim kærlega fyrir að leggja sitt af mörkum á þessum mikilvæga viðburði fyrir hönd Borgarbyggðar og hlökkum til að fylgjast áfram með störfum Ungmennaráðs Borgarbyggðar á næstu misserum.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …