7. október, 2024
Fréttir

Dagana 27. – 28. september fór fram ráðstefnan Nordic Baltic Youth Summit í Vilníus í Litháen. Ráðstefnan var haldin af Norrænu ráðherranefndinni í samstarfi við LiJOT, Ungmennaráð Litháens og LSU, Landsráð sænskra barna- og ungmennasamtaka. Markmið ráðstefnunnar var að styrkja tengsl og efla til samstarfs milli ungmenna á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum.

Fulltrúar komu frá Danmörku,Íslandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi, Álandseyjum og Færeyjum. Samfés sá um að skipuleggja för íslenska hópsins, en um 25 íslenskir fulltrúar frá hinum ýmsu samtökum og ungmennaráðum sóttu ráðstefnuna. Þeirra á meðal voru þrír fulltrúar frá Ungmennaráði Borgarbyggðar sem sóttu vinnustofur og lögðu sitt af mörkum í mótun tillaga sem Norræna ráðherranefndin fékk afhentar í lok ráðstefnunnar.

Fulltrúar Borgarbyggðar voru þau Ernir Daði A. Sigurðsson, Hrafnhildur Ósk Orradóttir og Marta Lukka Magnúsdóttir og stóðu þau sig með stakri prýði. Við þökkum þeim kærlega fyrir að leggja sitt af mörkum á þessum mikilvæga viðburði fyrir hönd Borgarbyggðar og hlökkum til að fylgjast áfram með störfum Ungmennaráðs Borgarbyggðar á næstu misserum.

Tengdar fréttir

7. júlí, 2025
Fréttir

Skapandi vinnuskólinn í Borgarbyggð

Skapandi vinnuskólinn er í samstarfi með Listaskóla Borgarfjarðar og SSV en megin markmið verkefnisins er að ungmenni sem ráða sig til starfa hjá Vinnuskólanum hafi tækifæri til að vinna í skapandi störfum. Það er hún Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir sem stýrir verkefninu en Guðlaug er sjálfstætt starfandi myndlistarkona og sýningarstjóri sem býr og starfar á Vesturlandi. Hún lærði myndlist á grunn og …

7. júlí, 2025
Fréttir

Ný íþróttastefna Borgarbyggðar samþykkt

Afgreiðsla frá fundi fræðslunefndar nr. 224: „Guðmunda Ólafsdóttir mætti til fundarins og fór yfir drög að íþróttastefnu Borgarbyggðar. Stefnan hefur nú legið frammi til umsagnar og einnig er hún byggð á ítarlegu og miklu samtali við helstu hagaðila og íbúa í sveitarfélaginu. Fræðslunefnd vill þakka Guðmundu kærlega fyrir hennar vinnu og framsetningu á stefnunni. Fræðslunefnd vísar stefnunni til byggðarráðs til …