
Unglingalandsmót UMFÍ 2024 hefst í Borgarnesi á morgun og mun standa yfir verslunarmannahelgina. Mótaskráin er komin út en þar má finna dagskrá mótsins og yfirlit yfir viðburði sem fram fara. Starfsfólk Borgarbyggðar hefur síðustu dagana unnið að undirbúningi, ásamt UMFÍ, UMSB og fjölda sjálfboðaliða. Um 900 ungmenni eru skráð til leiks þannig að von er á þúsundum gesta í Borgarnes.
Tjaldsvæði mótsins verður við Kárastaði. Eins og fram hefur komið í fréttum þá hefur svæðið ekki farið varhluta af votviðri sumarsins. Síðustu daga hefur verið unnið að því að drena svæðið og bæta aðkomu. Þá hafa verið gerðar ráðstafanir þannig að hægt verði að taka á móti stærri ferðatækjum t.d. á öryggissvæði flugbrautarinnar ef þarf, svo sem ef rignir verulega næstu daga. Á meðan á mótinu stendur gengur strætó milli Skallagrímsgarðs og tjaldsvæðisins.
Á mánudag lauk malbikun á Þorsteinsgötu og lagningu gangstéttar við Borgarbraut lýkur á næstu dögum. Möl og annar jarðvegur sem hefur fylgt þeirri vinnu verður að sögn verktaka fjarlægður á morgun áður en bærinn fyllist af gestum. Þá hafa framkvæmdir staðið yfir í Íþróttahúsinu og opnað hefur verið fyrir hluta nýrrar búningsaðstöðu nú fyrir landsmót en frekari vinna er framundan.
Ljóst er að Borgarnes mun iða af lífi um helgina og Borgarbyggð hvetur íbúa til að taka þátt og fylgjast með þeim fjölda viðburða sem framundan eru.
Mynd sem fylgir þessum texta var tekin af Theodór Kr. Þórðarsyni þegar Unglingalandsmót UMFÍ fór fram í Borgarnesi 2016.
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …