13. febrúar, 2024
Fréttir

Á 230. fundi fræðslunefndar Borgarbyggðar dags. 1. febrúar 2024 var lögð fram tillaga um að skólahald á Varmalandi myndi taka breytingum frá og með næsta hausti. Tillagan lýtur að því að á Varmalandi verði starfrækt grunnskóladeild frá 1. til 4. bekk að báðum bekkjardeildum meðtöldum.
Í því felst að frá og með haustinu 2024 myndu nemendur 5. til 10. bekkjar sækja skóla annað hvort í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum eða í Grunnskólann í Borgarnesi.
Fræðslunefnd óskar eftir umsögnum um tillöguna áður en málið verður tekið fyrir að nýju á næsta fundi nefndarinnar sem fram fer 1. mars nk. Óskað er eftir því að í umsögn komi fram nafn, kennitala og netfang.
Umsagnir sendist á thjonustuver@borgarbyggd.is (Efni: Umsögn vegna tillögu um breytingar á Varmalandi)

Tengdar fréttir

21. janúar, 2026
Fréttir

Rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti og frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti þann 22.1.2026

Vegna vinnu við niðurrif á eldra dreifikerfi verður rafmagnslaust frá Tungulæk að Fíflholti frá kl. 9:30 til kl. 10:30 þann 22.1.2026. Einnig verður rafmagnslaust frá Rauðkollsstöðum að Fíflholti frá kl.13:00 til 14:00 sama dag (22.1.2026) Mögulega kemur rafmagn á í stuttan tíma meðan á framkvæmd stendur vegna prófana. Nánari upplýsingar veitir stjórnstöð í síma 528 9000. Kort af svæðinu má …

20. janúar, 2026
Fréttir

Sigurður Kristjánsson ráðinn fjármálastjóri Borgarbyggðar

Sigurður Kristjánsson hefur tekið við stöðu fjármálastjóra Borgarbyggðar en hann hóf störf í dag, 20. janúar. Sigurður er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst og býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af fjármálastýringu. Hann starfaði sem fjármálastjóri Lyfju á árunum 2000–2024 og hefur þar með áratuga reynslu af fjármálum og rekstri stórra fyrirtækja. Undanfarin misseri starfaði hann jafnframt sem sviðsstjóri …