
Umræðufundur eigenda sjávarjarða verður haldinn í dag miðvikudaginn 6. mars klukkan 16:00 í Lyngbrekku. Tilefnið er kröfugerð ríkisins um þjóðlendur á svæði 12 sem nær til eyja og skerja. Borgarbyggð fellur innan G-hluta kröfulýsingarinnar sem nær til Vesturlands utan Breiðafjarðar.
Fundurinn, sem haldinn er í samstarfi við Borgarbyggð, er öllum opinn en gestur fundarins er Ólafur Björnsson lögfræðingur.
Bréf Óbyggðanefndar og kröfulýsing ríkisins var tekið fyrir á 660. fundi byggðarráðs 15. febrúar sl. Hér að neðan er afgreiðsla byggðarráðs vegna málsins:
„Kröfulýsing ríkisins um þjóðlendumörk er ná til eyja og skerja er gríðarleg vonbrigði. Kröfulýsingin er gríðarstórt inngrip í mat á eignarrétti og framtíðarsýn fjölmargra íbúa í Borgarbyggð og landeigenda um land allt. Þau gögn sem lögð hafa verið fram gefa að mati byggðarráðs Borgarbyggðar alls ekki tilefni til jafn víðtækrar kröfulýsingar og raun ber vitni. Svo langt er gengið að meira að segja er gerð kröfulýsing til Brákareyjar sem megnið af 20. öld var þungamiðja atvinnulífs í Borgarnesi og hefur verið tengd Borgarnesi með brú svo lengi sem elstu menn muna. Hún er jafn samofin byggð í Borgarnesi og Skallagrímsgarður, Hyrnutorg eða Englendingavík.
Kröfulýsingin skapar óvissu þar sem engin óvissa var fyrir. Hún leggur stein í götu hugmynda einkaframtaks um framkvæmdir og sköpun. Hún flækir og dregur á langinn umsókna- og framkvæmdaferla í fullkominni andstöðu við nýlegar yfirlýsingar stjórnarþingmanna og ráðherra málaflokka – hægir á verðmætasköpun á versta tíma fyrir þjóðarbúið. Verklag og hugmyndafræði um þjóðlendur virðist komin langt út fyrir þann skilning sem lagt var upp með. Augljóst er að Borgarbyggð er tilneydd til að gæta hagsmuna sinna og byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna lagalega stöðu sveitarfélagsins.
Byggðarráð Borgarbyggðar mótmælir útgefinni kröfulýsingu ríkisins um eyjar og sker og krefst þess að fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkisins dragi hana til baka.
Samþykkt samhljóða.“
Tengdar fréttir

Sameiningarkosningar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps: Upplýsingar um kjördeildir og opnunartíma
Fimmtudaginn 18.09. 2025 verða opnar kjördeildir Borgarbyggðar í Félagsheimlinu Lindartungu Lindartungukjördeild, Félagsheimilinu Þinghamri Varmalandi , Þinghamarskjördeild og Grunnskólanum Kleppjárnsreykjum Kleppjárnsreykjakjördeild. Í Lindartungu verður opið milli 18:00 og 20:00. Í Þinghamri og Kleppjárnsreykjum mun vera opið á milli kl 16:00 og 20:00. Þennan dag (18.09) er opið í Ráðhúsi Borgarbyggðar milli 12.00 og 14.00 en þá einungis fyrir Borgarneskjördeild og í …

Bíllausi dagurinn 2025
Frá árinu 2002 hafa borgir og bæir á Íslandi tekið þátt í samstilltu átaki sveitarfélaga í Evrópu um að ýta undir sjálfbærar samgöngur. Yfirskrift átaksins er Evrópsk Samgönguvika og er hún haldin 16. – 22. september ár hvert. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið …