8. nóvember, 2023
Fréttir

Á fundi umhverfis- og landbúnaðarnefndar þann 31. október 2023 sl. voru veittar viðurkenningar fyrir umhverfismál í Borgarbyggð.

Líkt og fyrri ár var kallað eftir tilnefningum íbúa og það var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku sér tíma til að senda inn tilnefningar.

Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningu fyrir árið 2023:

Falleg lóð við íbúðarhús

Í þessum flokki eru það íbúar að Smátúni í Reykholtsdal sem hljóta nafnbótina í ár, þau Unnar Bjartmarsson og Eva Lind Jóhannsdóttir.

Allt viðhald húsa og lóðar er til fyrirmyndar og öllu vel til haga haldið. Smátún hefur áður unnið til verðlauna en nefndin taldi fulla ástæðu til að endurtaka það nú.

Snyrtileg lóð við atvinnuhúsnæði

Í þessum flokki er það Brákarhlíð hjúkrunar- og dvalarheimili í Borgarnesi sem hlýtur nafnbótina í ár. Inga Dóra tók við verðlaunum fyrir hönd Brákarhlíðar.

Lóðinni er ávellt vel við haldið og hún skreytt eða upplýst eftir árstíðum. Sumarblóm eru ræktuð á staðnum og viðhald húsa og lóða til fyrirmyndar að mati dómnefndar.

Snyrtilegt bændabýli

Í þessum flokki er það Bakkakot í Stafholtstungum sem hlýtur nafnbótina í ár.

Þar búa þrjár kynslóðir bænda í jafn mörgum íbúðarhúsum. Elst eru Kristján Franklín Axelsson og Katrín Hjartar Júlíusdóttir, þá Kristín Kristjánsdóttir og Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson og loks eru yngstu hjónin þau Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ólafur Daði Birgisson.

Það var einróma álit nemdarmanna að verðlauna Bakkakot en þar er rekið myndarbýli. Á jörðinnin eru ný og gömul hús í bland, og allt umhverfi og þeirra snyrtilegt.

Samfélagsviðurkenning umhverfis- og landbúnaðarnefndar vegna umhverfismála.

Í þessum flokki er það Bjarni Guðmundsson sem hlýtur nafnbótina í ár.

Það var samdóma álit nefndarinnar að heiðra Bjarna fyrir framlag hans til landbúnaðar, fræðslu og útgáfumála í áratugi. Bjarni fagnaði eins og kunnugt er 80 ára afmæli sínu fyrr á þessu ári. Bjarni er sístarfandi fræðimaður og vel liðinn kennari alla tíð og því ber nafn hans einatt á góma þegar Hvanneyri er nefnd.

Tengdar fréttir

19. mars, 2025
Fréttir

Þrívíddarmyndir af fjölnota íþróttahúsi

    Myndbandið gefur nokkra mynd á útlit fjölnota íþróttahússins. Fyrsta skóflustungan mun svo fara fram á fimmtudaginn, þann 20.03 en dagskrá hefst kl.17:00. Það er okkur mikil ánægja og heiður að sýna íbúum umræddar þrívíddarmyndir af húsinu.

17. mars, 2025
Fréttir

Menningarsjóður Borgarbyggðar auglýsir eftir umsóknum

Menningarsjóður Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum. Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarmál í Borgarbyggð og skal það gert með veitingu styrkja eða öðrum þeim verkefnum sem stjórn sjóðsins telur þjóna markmiðum hans. Megináherslan er á að styðja verkefni sem styrkja menningarlíf í héraðinu sem og þau sem eru líkleg til þess að vekja almenna athygli á menningarstarfsemi á svæðinu. Úthlutanir styrkja …