21. ágúst, 2024
Tilkynningar

Kæru íbúar

Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall.

Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta þýðir að vatnið inniheldur hærri styrk af svifögnum, næringarefnum og saurkólígerlum.

Íbúum er bent á að halda sig frá skurðinum vegna þessa.

Heilbrigðiseftirlitið er upplýst. Unnið er að útfærslu á bráðabirgðaviðgerð á einingunni til að koma henni sem fyrst aftur í rekstur.

Upplýsingar og skýringarmynd er að finna á vef okkar https://www.veitur.is/bilanir/blt890c22dbc9628ee1 og þar verður upplýst eftir því sem fram vindur.

Með kveðju,
starfsfólk Veitna

Tengdar fréttir

22. október, 2025
Fréttir

Vegur inn í Einkunnir lokaður að hluta

23. og 24. október nk. mun vegurinn að Einkunnum vera lokaður að hluta. Um er að ræða kafla frá salernishúsi að Einkunnum. Lokað er vegna vinnu við rafstreng og ljósastaura. Vinna heldur svo áfram næstu daga og vegurinn opinn, nema annað verði tekið fram. Vegfarendur eru því beðnir um að sýna aðgát og þolinmæði.

22. október, 2025
Fréttir

Vel heppnaðir íbúafundir um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar

Íbúafundir sem haldnir voru dagana 20. og 21. október um mótun nýrrar þjónustustefnu Borgarbyggðar fóru vel fram. Fundirnir voru haldnir í Lindartungu og í húsnæði Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og tóku íbúar virkan þátt í málefnalegum og uppbyggilegum umræðum. Á fundunum gafst íbúum tækifæri til að koma á framfæri sínum hugmyndum, áherslum og framtíðarsýn um þjónustu sveitarfélagsins. Rík samstaða var …