Kæru íbúar
Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall.
Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta þýðir að vatnið inniheldur hærri styrk af svifögnum, næringarefnum og saurkólígerlum.
Íbúum er bent á að halda sig frá skurðinum vegna þessa.
Heilbrigðiseftirlitið er upplýst. Unnið er að útfærslu á bráðabirgðaviðgerð á einingunni til að koma henni sem fyrst aftur í rekstur.
Upplýsingar og skýringarmynd er að finna á vef okkar https://www.veitur.is/bilanir/blt890c22dbc9628ee1 og þar verður upplýst eftir því sem fram vindur.
Með kveðju,
starfsfólk Veitna
Tengdar fréttir

Aldan lokuð 28. nóvember
Vegna námskeiðs fyrir leiðbeinendur verður lokað í Öldunni föstudaginn 28. nóvember. Námskeiðið er haldið í tengslum við innleiðingu á þjónandi leiðsögn. Aldan tekur svo vel á móti öllum mánudaginn 1. desember.Þökkum skilning og hlökkum til að sjá ykkur!

Samhugur í Borgarbyggð
Íbúar í Borgarbyggð, í samvinnu við Borgarfjarðarkirkjur og Rauða Krossinn á Vesturlandi, hafa tekið höndum saman um að safna fyrir þá sem þurfa auka stuðning fyrir jólin. Hópurinn “Samhugur í Borgarbyggð” safnar gjöfum, gjafakortum og peningum á skrifstofu Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi, einnig er hægt að leggja inn á reikning sem kirkjan hefur látið Samhug í té, rkn. 0357-22-2688, kt. …