Kæru íbúar
Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall.
Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta þýðir að vatnið inniheldur hærri styrk af svifögnum, næringarefnum og saurkólígerlum.
Íbúum er bent á að halda sig frá skurðinum vegna þessa.
Heilbrigðiseftirlitið er upplýst. Unnið er að útfærslu á bráðabirgðaviðgerð á einingunni til að koma henni sem fyrst aftur í rekstur.
Upplýsingar og skýringarmynd er að finna á vef okkar https://www.veitur.is/bilanir/blt890c22dbc9628ee1 og þar verður upplýst eftir því sem fram vindur.
Með kveðju,
starfsfólk Veitna
Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.