Kæru íbúar
Upp hefur komið bilun í hreinsistöð fráveitu á Varmalandi. Vegna bilunarinnar er skólpvatn frá Varmalandi nú leitt framhjá hluta af hreinsibúnaðinum. Skólpvatnið fer nú einungis í gegnum setþró og þaðan út á yfirfall.
Yfirfallið rennur í skurð samhliða veginum (sjá mynd). Þetta gerir það að verkum að yfirfallsvatnið er ekki hreinsað nánar eins og í ótrufluðum rekstri. Þetta þýðir að vatnið inniheldur hærri styrk af svifögnum, næringarefnum og saurkólígerlum.
Íbúum er bent á að halda sig frá skurðinum vegna þessa.
Heilbrigðiseftirlitið er upplýst. Unnið er að útfærslu á bráðabirgðaviðgerð á einingunni til að koma henni sem fyrst aftur í rekstur.
Upplýsingar og skýringarmynd er að finna á vef okkar https://www.veitur.is/bilanir/blt890c22dbc9628ee1 og þar verður upplýst eftir því sem fram vindur.
Með kveðju,
starfsfólk Veitna
Tengdar fréttir
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð
Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn. Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða …
Íris Inga Grönfeldt sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu
Íris Inga Grönfeldt, íþróttafræðingur og starfsmaður Borgarbyggðar, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum á nýársdag. Hún hlaut þessa virðingarverðu viðurkenningu fyrir ómetanlegt framlag sitt til íþrótta og heilsueflingar barna, unglinga og fullorðinna í heimabyggð. Við sendum henni innilegar hamingjuóskir!