Verið velkomin í rólega stemmningu til okkar í Safnahúsið á Þorláksmessu. Boðið verður upp á aðstoð við að pakka inn jólagjöfum og notalega samveru.
Klukkan 13.00 koma þau Eva Símonar og Þórarinn Torfi og leika fyrir okkur ljúfa jólatóna á samt ungu og upprennandi tónlistarfólki úr héraði meðan við klárum að pakka inn síðustu gjöfunum fyrir jól.
Opið er frá kl. 11.00 – 14.00
Allir velkomnir, heitt á könnunni og smákökur.

Tengdar fréttir

Tilkynning frá Veitum
Vegna tenginga við verðandi þvottastöð verður lokað fyrir umferð á hluta Digranesgötu og skert aðgengi að bílastæði við Arion banka og ráðhús Borgarbyggðar, frá og með mánudeginum 10. Nóvember, til og með föstudeginum 14. Nóvember. Hjáleið verður um bílaplan Brúartorg 6.Við biðjum velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda og þökkum sýnda þolinmæði.

Vinna við brunn á bak við Kveldúlfsgötu
Veitur munu vinna við brunn við göngustíginn á bak við Kveldúlfsgötu í dag milli kl. 10:00 og 11:00.Brunnurinn kemur til með að vera opinn á meðan vinna stendur yfir og má búast við tímabundnum truflunum á svæðinu. Starfsmenn verða á svæðinu allan tímann og reynt verður að lágmarka ónæði.